Síður

sunnudagur, nóvember 10, 2013

Sláturgerð 2013

Mig fór að langa í heimagert slátur núna í haust og viðraði það við systur mínar hvort við ættum ekki að skella okkur í að gera smá.  Það hlaut litlar undirtektir en Silla vinkona bauð sig fram. Það eru nú líka nokkuð fleirri ástæður til að taka slátur. Þetta er afskaplega ódýr matur og vinnubrögð sem vert er að falli ekki í gleymskunar dá. Þegar ég fór að reyna að rifja upp held ég að ég hafi bara einu sinni tekið slátur frá því við Gunnar kynntumst 2002 og við Silla þurftum stundum að grafa djúpt hvernig best væri nú að gera hlutina. Skemmtilegt líka svona bauk að mæður manns verða tíðræddar, held ég hafi sagt "mamma gerði svona og mamma gerði hins veginn" nokkur tugum skipta.

Allavega til minnis fyrir okkur þá er skýrslan svona:
Við keyptum svið og sáum að það er ekkert vit í því nema meiningin sé að búa til sviðasultu, munar svo til engu að kaupa soðna kjamma í Nóatúni.

Við keyptum 11 lifrar,  og 8 vambir sem dugðu ekki í þær. Keypti líka 1 blóð en það bíður í frystinum. Gæti endað í ruslinu....
Heildarkostnaður við lifrapylsuna var 5642 kr og úr urðu 50 keppir svo hver er á 113 kr. plús auðvitað vinna og fyrirhöfn.

Vinnan var töluverð við vorum allan daginn að, fengum vambirnar óhreinar og þurftum að byrja á að verka þær. Það er örugglega heillaráð eins og mamma gerði að þrífa og sníða vambir einn daginn og laga og fylla keppi þann næsta.


Myndirnar tala mikið sínu máli.  Við sniðum hverja vömb í 5 keppi og notuðum 4 kg af mör þar sem áttu að vera 5,3 og það kemur bara vel út.
Lifrarnar þarf að skera í bita sem komast í hakkavélina og skera úr stærstu sinar og æðar, taka himnurnar af nýrunum og meiri hlutann af þessu hvíta innanúr. Svo er bara að blanda öllu saman og hræra vel, mátuleg þykkt er þegar sleifin rétt stendur í blöndunni.
Svo þarf að passa að setja ekki of mikið í hvern kepp en þar vorum við Silla reynar ekki alltaf sammála, sauma svo fyrir, pikka vel með nálinni og þerra áður en keppnum er skellt í poka og frysti eða bara beint í pottinn eins og við gerðum.

Uppskrift að lifrapylsu:
450 g lifur, hökkuð
2 nýru hökkuð
200 gr haframjöl
300 gr rúgmjöl
3 dl mjólk
1/2 msk salt
400 gr mör (má vera minna en passa ekki of lítið.)
Það var ekki í mömmu uppskrift en hljómaði vel svo við bættum við hálfum nautatening í hverja uppskrift, leystum þá bara upp í smá vatni og bættum út í en minnkuðum saltið aðeins á móti.

Slátur 2013
 Ég á örugglega eftir að gera þetta aftur, líkaði afskaplega vel hjá mömmu hans Gunnars, var svo með pabba, Pétur og Krumma í mat um daginn þar sem hver var öðrum hamingjusamari og rumdu og stundu af ánægju.


1 ummæli:

  1. Gott hjá ykkur að halda þessari þekkingu við. Þú ættir að heyra í Guðnýju Karls, hún er hætt að sauma og setur þetta bara í skyrdósir og lætur vel af, sel það ekki dýrara en ég keypti :)

    kv.
    Magga Pé

    SvaraEyða