Síður
▼
miðvikudagur, desember 31, 2008
Jólamyndirnar
Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.
Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115
Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.
Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.
Svava
Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.
Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115
Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.
Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.
Svava
laugardagur, desember 27, 2008
Kæru vinir og ættingjar óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Sendum engin jólakort í ár en þökkum kærlega þau sem okkur hafa borist og lofum að standa okkur betur næst.
Erum búin að hafa það svaka gott, á aðfangadag hjá Möggu, Guðbjörgu á jóladag og Gerði í gær. Erum núna hjá Herði og Sillu og ég fékk aðeins að nota tölvu, netið bilaði hjá pabba og við erum öll búin að vera hálf vængbrotin yfir því en Pétur verstur, svo að hann fór aftur með tölvuna í kjallaraherbergið sitt ! Vona samt að þetta komist í lag og hann komi aftur!
Sendum engin jólakort í ár en þökkum kærlega þau sem okkur hafa borist og lofum að standa okkur betur næst.
Erum búin að hafa það svaka gott, á aðfangadag hjá Möggu, Guðbjörgu á jóladag og Gerði í gær. Erum núna hjá Herði og Sillu og ég fékk aðeins að nota tölvu, netið bilaði hjá pabba og við erum öll búin að vera hálf vængbrotin yfir því en Pétur verstur, svo að hann fór aftur með tölvuna í kjallaraherbergið sitt ! Vona samt að þetta komist í lag og hann komi aftur!
miðvikudagur, desember 24, 2008
Þorláksmessa
Gunnar kom á klakann í gær, við fórum að hitta fólkið hans og dreifa pökkum, ég varð nú bara smá upp með mér þegar Kristín Hrönn rétti mér Gabríel Veigar og spurði hann hvort hann vildi fara til "ömmu Svövu" sko ég er amma :) Fórum með stelpurnar í bæinn aðeins að ná í smá jólafíling, ætluðum á Lækjarbrekku en lögðum ekki í skötulyktina og enduðum á Kaffi París sem var fínt.
Svo lá leiðin til pabba í hangikjötssmakk, þessi hefð okkar byrjaði allavega þannig að hangikjötið var soðiði á Þorláksmessu og allir vildu smakka, smám saman fór mamma að gera ráð fyrir smakkinu og sjóða meira en nú er svo komið að pabbi býður okkur öllum í hangikjöt á Þorlák.
Tókum líka í spil, kannski smá svindl, alveg eins og jólin séu bara komin hjá okkur.
Einhver sagði sem svo að við værum eins og ítölsk fjölskylda, við vorum víst svo hávær og málglöð.
Hér eru nokkrar myndir í viðbót; http://www.facebook.com/album.php?aid=46622&l=79964&id=696749115
fimmtudagur, desember 18, 2008
Kalt á klakanum
Ég get nú ekki verið eins heimspekileg og Gunnar er greinilega að verða þarna einn úti í Leeds. Ég er búin að koma mér vel fyrir hjá pabba, og Jón og Pétur líka. Þeir þrír njóta þess vonandi að ég eldi smá fyrir þá.
Ég ætti nú að vera að læra meira en einhvernveginn margt sem truflar, er samt ekki alveg á meltunni, er búin að :
-setja upp spurningalistann minn og prufukeyra einu sinni.
-Lesa slatta og skrifa smá.
- sýna Fálkahöfðann,
- sýna Hringbrautina,
- fara á tónleika í kirkjunni, fjórir kórar og einsöngur rosa flott
- fara á tónleika hjá söngdeildinni, sakna þeirra allra.
- fara í heimsókn í Heiðarskóla
- fara til Guðbjargar
- setja upp jólaseríur úti með Jóni
- fara í saumaklúbb og búa til konfekt
- sjóða ýsu, gera pestopasta, plokkfisk og hakk í ostrusósu
- moka tröppurnar x4
Og svo kláraði ég bókina "The Curious incident of the dog in the night time" alveg meirihátta bók í alla staði, innsýn í líf drengs með Asperger heilkenni og ævintýri hans. Heyrði fyrst um þessa bók á námskeiði fyrir stærðfræðikennara og hún er full af skemmtilegri stærðfræði er svona smákrimmi annan þráðinn en samt ekki.
kv. Svava
Ísland desember 2008 |
Ég get nú ekki verið eins heimspekileg og Gunnar er greinilega að verða þarna einn úti í Leeds. Ég er búin að koma mér vel fyrir hjá pabba, og Jón og Pétur líka. Þeir þrír njóta þess vonandi að ég eldi smá fyrir þá.
Ég ætti nú að vera að læra meira en einhvernveginn margt sem truflar, er samt ekki alveg á meltunni, er búin að :
-setja upp spurningalistann minn og prufukeyra einu sinni.
-Lesa slatta og skrifa smá.
- sýna Fálkahöfðann,
- sýna Hringbrautina,
- fara á tónleika í kirkjunni, fjórir kórar og einsöngur rosa flott
- fara á tónleika hjá söngdeildinni, sakna þeirra allra.
- fara í heimsókn í Heiðarskóla
- fara til Guðbjargar
- setja upp jólaseríur úti með Jóni
- fara í saumaklúbb og búa til konfekt
- sjóða ýsu, gera pestopasta, plokkfisk og hakk í ostrusósu
- moka tröppurnar x4
Og svo kláraði ég bókina "The Curious incident of the dog in the night time" alveg meirihátta bók í alla staði, innsýn í líf drengs með Asperger heilkenni og ævintýri hans. Heyrði fyrst um þessa bók á námskeiði fyrir stærðfræðikennara og hún er full af skemmtilegri stærðfræði er svona smákrimmi annan þráðinn en samt ekki.
kv. Svava
miðvikudagur, desember 17, 2008
mánudagur, desember 15, 2008
föstudagur, desember 12, 2008
Annir, jólamarkaður og gott fólk kvatt.
Það eru hreinlega búnar að vera það miklar annir að ég hef bara ekkert bloggað. Alltaf nóg í skólanum, er núna búin að smíða spurningalistann sem ég ætla að prufukeyra meðan ég er heima og svo er það blessuð aðferðafræðin sem sér nú samt fyrir endann á núna ætla ég að vona, á allavega að skila báðum ritgerðunum 20. jan.
Um síðustu helgi fórum við til Huldu og skelltum jólagjöfunum í skip, þægilegt að vera ekki að ferðast með of mikið, svo ég er sko búin að versla og pakka inn svotil öllum jólagjöfum. Svo á laugardeginum fórum við til Lincoln á jólamarkað í kastalanum. Voðalega huggulegt fórum bara með lestinni og ráfuðum um og keyptum ekkert, nema jólaglögg, jólabjór, og strútborgara !
Það skyggði samt aðeins á helgina að pabbi hans Les lést, hann var búin að vera veikur undanfarið og orðinn mjög fullorðinn.
Hér að neðan er líka minningargrein um fyrrverandi tengdamóður mína hana Sigrúnu, reyndar sagði hún þegar leiðir okkar Mumma lágu í sundur " mér er alveg sama hvað þið gerið, ég ætla samt að vera tengdamamma þín áfram" og það gerði hún þó samskiptin hafi smám saman minnkað. Hennar verður sárt saknað en hún hefur barist við æxli í heila í um 3 ár.
Á miðvikudagskvöldið söng ég með kórnum mínum, tveim öðrum kórum og brassbandi, frekar furðuleg upplifun, það var bara búin að vera ein æfing, en prógrammið öllum gamalkunnugt. Þetta eru árlegir jólatónleikar og stútfull ca 800 manna kirkja. Ég kunni sumt en hreyfði varirnar við annað, nei það er ekki svo slæmt, bara skemmtilegt.
Í dag var svo árslokapartýið í skólanum, ég söng, Winter Wonderland, í allt of lágri tóntegund með taugaveikluðum undirleikara, held samt þetta hafi verið þolanlegt.
Er núna að tína drasl í tösku, reyna að taka ekki of mörg kg af bókum en þarf samt smá!
kv. Svava
Minningargrein Sigrún Guðný Guðmundsdóttir
(Birtist í Morgunblaðinu 7. desember)
Stundum á lífsleiðinni á maður því láni að fagna að kynnast fólki sem bæði reynist manni vel og kennir manni nýja sýn á lífið. Sigrún var ein af þessum manneskjum, ég var svo lánsöm að búa á heimili hennar um stund sem ung kona. Þó margt væri í heimili og átti eftir að fjölga þá fann ég aldrei annað en að ég væri velkomin og var það ómetanlegt.
Í mannmörgu heimili var nóg að gera, við bökuðum flatbrauð og kleinur og úrbeinuðum folöld, tókum slátur og suðum sultu og eyddum við það mörgum góðum stundum í eldhúsinu. Þá ræddum við heima og geima, við skiptumst á skoðunum og ég fann þá stuðning hennar á þægilegan hátt því hún var ekki að skipta sér af að óþörfu. Við áttum líka sameiginleg áhugamál, Sigrún hafði gaman af tónlist og spilaði á gítar og söng svo hún kenndi mér vinnukonugripin og við sungum saman. Hún las mikið og hafði bæði gaman af því að ræða við mig um krimma og rómana og svo að lesa Rasmus Klump fyrir barnabörnin. Það var því frábært þegar hún fór að vinna í bókasafninu og vera í miðri hringiðu bókanna.
Strákunum mínum var hún besta amma, þeim þótti alltaf gott að koma til Sillu ömmu, vissir um að þar væri alltaf tekið hlýlega á móti þeim, svo vel að Jón minn bauð vinunum líka í kaffi, vitandi að þeir fengju allir eitthvað gott í gogginn. Þegar strákarnir fengu að gista mátti panta pizzu en oftar en ekki völdu þeir frekar hafragraut, ekta ömmugraut með hunangi. Hún var ávallt stolt af barnabörnunum en ég fór nú samt hjá mér þegar hún reif Pétur minn úr sokkunum til að sýna gestum hvað hann væri nú með stóra og myndarlegar fætur.
Sigrún hafði skoðanir á flestum hlutum og lét til sín taka ef með þurfti, starfaði bæði með Verkalýðsfélaginu og í bæjarpólitíkinni. Hún vildi veg kvenna sem mestan og hvatti mig óspart að standa fast á mínu, hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Dýrmætasti lærdómurinn sem hún gaf mér var að gefast ekki upp sama hvað á móti blési, heldur takast á við erfiðleika með jafnaðargeði og þrautseigju . Hún glímdi alltaf við slæma fótinn sinn en lét það ekki stoppa sig í neinu og það var aðdáunarvert hversu samviskusamlega hún gerði æfingarnar sínar, enda gátu þau Guðmundur notið lífsins lengi við ferðalög og að sinna garðinum og fjölskyldunni.
Ég kveð Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt hana að og vinskap hennar.
Kæri Guðmundur, börn, barnabörn og tengdabörn bestu samúðaróskir, megi Guð vera með ykkur .
Svava Pétursdóttir
Leeds
Í mannmörgu heimili var nóg að gera, við bökuðum flatbrauð og kleinur og úrbeinuðum folöld, tókum slátur og suðum sultu og eyddum við það mörgum góðum stundum í eldhúsinu. Þá ræddum við heima og geima, við skiptumst á skoðunum og ég fann þá stuðning hennar á þægilegan hátt því hún var ekki að skipta sér af að óþörfu. Við áttum líka sameiginleg áhugamál, Sigrún hafði gaman af tónlist og spilaði á gítar og söng svo hún kenndi mér vinnukonugripin og við sungum saman. Hún las mikið og hafði bæði gaman af því að ræða við mig um krimma og rómana og svo að lesa Rasmus Klump fyrir barnabörnin. Það var því frábært þegar hún fór að vinna í bókasafninu og vera í miðri hringiðu bókanna.
Strákunum mínum var hún besta amma, þeim þótti alltaf gott að koma til Sillu ömmu, vissir um að þar væri alltaf tekið hlýlega á móti þeim, svo vel að Jón minn bauð vinunum líka í kaffi, vitandi að þeir fengju allir eitthvað gott í gogginn. Þegar strákarnir fengu að gista mátti panta pizzu en oftar en ekki völdu þeir frekar hafragraut, ekta ömmugraut með hunangi. Hún var ávallt stolt af barnabörnunum en ég fór nú samt hjá mér þegar hún reif Pétur minn úr sokkunum til að sýna gestum hvað hann væri nú með stóra og myndarlegar fætur.
Sigrún hafði skoðanir á flestum hlutum og lét til sín taka ef með þurfti, starfaði bæði með Verkalýðsfélaginu og í bæjarpólitíkinni. Hún vildi veg kvenna sem mestan og hvatti mig óspart að standa fast á mínu, hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Dýrmætasti lærdómurinn sem hún gaf mér var að gefast ekki upp sama hvað á móti blési, heldur takast á við erfiðleika með jafnaðargeði og þrautseigju . Hún glímdi alltaf við slæma fótinn sinn en lét það ekki stoppa sig í neinu og það var aðdáunarvert hversu samviskusamlega hún gerði æfingarnar sínar, enda gátu þau Guðmundur notið lífsins lengi við ferðalög og að sinna garðinum og fjölskyldunni.
Ég kveð Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt hana að og vinskap hennar.
Kæri Guðmundur, börn, barnabörn og tengdabörn bestu samúðaróskir, megi Guð vera með ykkur .
Svava Pétursdóttir
Leeds
miðvikudagur, desember 03, 2008
Snowed in !!!
Nei ekki alveg en það var samt afsökun einnar sem kom ekki í tíma í dag! Hún býr reyndar við einvern sveitaveg og það var hressileg hálka á vegum í morgun þar sem ekki var búið að salta. Það er búið að vera skítakalt úti og slydda í gær, spáir snjó á morgun og fjölmiðlar tala ekki um annað. Þurftum að skafa bílinn í gær og í dag, ekki gerst áður, áttum enga sköfu og notuðum pottasleikju og spaða !!!
Nei ekki alveg en það var samt afsökun einnar sem kom ekki í tíma í dag! Hún býr reyndar við einvern sveitaveg og það var hressileg hálka á vegum í morgun þar sem ekki var búið að salta. Það er búið að vera skítakalt úti og slydda í gær, spáir snjó á morgun og fjölmiðlar tala ekki um annað. Þurftum að skafa bílinn í gær og í dag, ekki gerst áður, áttum enga sköfu og notuðum pottasleikju og spaða !!!