Ísland desember 2008 |
Ég get nú ekki verið eins heimspekileg og Gunnar er greinilega að verða þarna einn úti í Leeds. Ég er búin að koma mér vel fyrir hjá pabba, og Jón og Pétur líka. Þeir þrír njóta þess vonandi að ég eldi smá fyrir þá.
Ég ætti nú að vera að læra meira en einhvernveginn margt sem truflar, er samt ekki alveg á meltunni, er búin að :
-setja upp spurningalistann minn og prufukeyra einu sinni.
-Lesa slatta og skrifa smá.
- sýna Fálkahöfðann,
- sýna Hringbrautina,
- fara á tónleika í kirkjunni, fjórir kórar og einsöngur rosa flott
- fara á tónleika hjá söngdeildinni, sakna þeirra allra.
- fara í heimsókn í Heiðarskóla
- fara til Guðbjargar
- setja upp jólaseríur úti með Jóni
- fara í saumaklúbb og búa til konfekt
- sjóða ýsu, gera pestopasta, plokkfisk og hakk í ostrusósu
- moka tröppurnar x4
Og svo kláraði ég bókina "The Curious incident of the dog in the night time" alveg meirihátta bók í alla staði, innsýn í líf drengs með Asperger heilkenni og ævintýri hans. Heyrði fyrst um þessa bók á námskeiði fyrir stærðfræðikennara og hún er full af skemmtilegri stærðfræði er svona smákrimmi annan þráðinn en samt ekki.
kv. Svava
Engin ummæli:
Skrifa ummæli