Síður

föstudagur, desember 12, 2008

Annir, jólamarkaður og gott fólk kvatt.
Það eru hreinlega búnar að vera það miklar annir að ég hef bara ekkert bloggað. Alltaf nóg í skólanum, er núna búin að smíða spurningalistann sem ég ætla að prufukeyra meðan ég er heima og svo er það blessuð aðferðafræðin sem sér nú samt fyrir endann á núna ætla ég að vona, á allavega að skila báðum ritgerðunum 20. jan.
Um síðustu helgi fórum við til Huldu og skelltum jólagjöfunum í skip, þægilegt að vera ekki að ferðast með of mikið, svo ég er sko búin að versla og pakka inn svotil öllum jólagjöfum. Svo á laugardeginum fórum við til Lincoln á jólamarkað í kastalanum. Voðalega huggulegt fórum bara með lestinni og ráfuðum um og keyptum ekkert, nema jólaglögg, jólabjór, og strútborgara !
Það skyggði samt aðeins á helgina að pabbi hans Les lést, hann var búin að vera veikur undanfarið og orðinn mjög fullorðinn.
Hér að neðan er líka minningargrein um fyrrverandi tengdamóður mína hana Sigrúnu, reyndar sagði hún þegar leiðir okkar Mumma lágu í sundur " mér er alveg sama hvað þið gerið, ég ætla samt að vera tengdamamma þín áfram" og það gerði hún þó samskiptin hafi smám saman minnkað. Hennar verður sárt saknað en hún hefur barist við æxli í heila í um 3 ár.
Á miðvikudagskvöldið söng ég með kórnum mínum, tveim öðrum kórum og brassbandi, frekar furðuleg upplifun, það var bara búin að vera ein æfing, en prógrammið öllum gamalkunnugt. Þetta eru árlegir jólatónleikar og stútfull ca 800 manna kirkja. Ég kunni sumt en hreyfði varirnar við annað, nei það er ekki svo slæmt, bara skemmtilegt.

Í dag var svo árslokapartýið í skólanum, ég söng, Winter Wonderland, í allt of lágri tóntegund með taugaveikluðum undirleikara, held samt þetta hafi verið þolanlegt.

Er núna að tína drasl í tösku, reyna að taka ekki of mörg kg af bókum en þarf samt smá!

kv. Svava


Engin ummæli:

Skrifa ummæli