Síður

föstudagur, september 07, 2007

Setti inn myndir á picasa úr gönguferðum, tveimur af mörgum. Fór aftur í skólann í dag er að reyna að komast hjá því að borga dýrara skólagjaldið, vona að það takist en býst ekki við því, nú væri gott ef Ísland væri í evrópusambandinu, þá væri það enginn vafi. Gengum um skólasvæðið og er alltaf að komast að því betur hvað þetta er svakalega stór skóli. Þurfti í dag að fara í risabyggingu en það eru margar margar byggingar þarna, gamlar og nýjar. Svolítið skemmtilegt að hafa þetta svona ólíkt. Aðalbækistöðvar kennaraskólans eru í gömlu múrsteinshúsi en raunvísinda deildirnar og þar með talin kennslufræði þeirra eru í þessu risahúsi eða eins og einn sem vísaði mér til vegar í gær sagði ,, you cant miss it it´s that massive slab of concrete" Því miður varð myndavélin rafmagnslaus en tek hana bara með næst.

Veðrið er búið að vera geðveikt í dag og í gær, alveg heiðskýrt og smá gola. Vonandi verður það svona áfram þegar Iðunn og co með pabba koma í heimsókn, þau fara reyndar beint til Grimsby en við förum líka á morgun og hittum þau.

Bergþóra er alsæl í dag, ein bekkjarsystirin býr í götunni og nú er sko verið að leika þrátt fyrir skort á sameiginlegu tungumáli.

Svava

3 ummæli:

  1. Hóla
    Frábært að þið skilduð fá svona gott haust. Það er sama málið með mig í háskólanum. Er líkt og þið hálfgerður landkönnuður að átta mig á hvar er hvar !

    SvaraEyða
  2. Hæ,hó útlagar! Við fengum kortið frá ykkur í dag, ástarþakkir fyrir hlýjar kveðjur. Það hafði farið krókaleið á Stórateig, til fyrri eiganda. Við hefðum boðið ykkur í innflutningspartý á laugardaginn ef þið væruð á landinu en þið eigið bara eftir að koma til okkar í notalegheitin síðar. Nú getur þú farið að telja niður eins og fyrir jólin, Svava ...10 dagar til skóla. Kv. Sif og Dóri

    SvaraEyða
  3. Sæl Svava mín Gunni og Bergþóra - mikið er gaman að fylgjast með ykkur og sjá hvað allt gengur vel og svooooooona gaman alltaf! Allt gott héðan - miklar haustrigningar gengið yfir á stór Reykjanesbæjarsvæðinu. María

    SvaraEyða