Helgin í Grimsby
Fórum um helgina til Grismby, pabbi og Iðunn systir með Stebba sinn og Nonna og Svövu voru þar í heimsókn. Við skruppum til Cleethorpe sem er nú eiginlega samvaxið Grimsby fórum þar á pöbbinn í leikjasali og á austulenskt hlaðborð, svakalega fínt. Um kvöldið var kjaftað ógurlega, og dansað við Gypsy kings, svo á einhvern óskiljanlegan hátt endaði allt í vatnsslag og það á að vera mér að kenna en getur ekki staðist því ég geri aldrei neitt sem ekki má, kannski betra að tala við þann sem vissi hvar slangan var geymd ;)
Á sunnudaginn dröslaði Iðunn Stebba í búðir og fataði hann upp fyrir veturinn en ég og Gunnar aðstoðuðum litlu hjónin við að útbúa hvílíka veislu ala Jamie Oliver. Lamb og rif og kjúklingur ( aldrei lítill matur þegar Hulda er við stjórn) fór í frábæra marineringu og allt á grillið. Meiri myndir á picasa). Pabbi og systkini Les mættu með sitt fólk í herlegheitin.
Núna er ég heima með hálsbólgu og beinverki oj bara, held að pabbi og Iðunn hafi borið þetta í mig, sendi Gunnar í búðina eftir c-vítamíni og sólhatti. hóst hóst kv. Svava
Nammi namm sá einmitt þennan þátt með Jamie, verða að prófa herlegheitin um helgina. En held ég hafi bara eina gerð af kjöti. Góðan bata ; )
SvaraEyðaLáttu þér batna góða mín. Ég verð í Bracknell um helgina, mest í búðunum þar í kring. Kveðja Ólöf
SvaraEyðaÉg sé ekki myndirnar...
SvaraEyðaSorry, fann þær - var á röngum stað - engin smá veisla :)
SvaraEyða