Síður

fimmtudagur, september 06, 2007

Leeds United
Hér sit ég út í garði og blogga, 23 gráðu hiti, logni og glampandi sól. Það er 6. september og veðrið hefur verið alveg dásamlegt undanfarna daga. Við keyptum okkur nokkra garðstóla og borð fyrir nokkrum dögum og það kemur sér aldeilis vel núna. Bergþóra Sól er byrjuð í skólanum á fullu og líkar vel, ég hitti skólasystir hennar í dag sem tjáði mér að hún sæti við hliðina á Bergþóru, ansi skemmtileg stelpa með stríðniglampa í augunum og ansi örugg með sig, áreiðanlega góður félagsskapur þar á ferð. Eins er BS mjög ánægð með hádegismatinn sem henni stendur til boða, sem er mikil breyting frá því að hún kvartaði yfir vondum mat í Heiðaskóla þann tíma sem hún var þar.


Svava fór hjólandi í skólan sinn til að ræða málin við skrifstofuliðið og fl. Þannig að ég sit hér einn út í garði og fæ mér te. Er nokkuð betra í heimi hér en að hugleiða um lífið og tilveruna, og hvað skal gert við slíkar kringumstæður.

Ég fór síðasta laugardag á minn fyrsta heimaleik Leeds United fc. á Elland Road.. Svava og Bergþóra Sól ákváðu að skutla mér, einum og hálfum tíma fyrir leik, sem átti að hefjast klukkan fjögur. Það tók ekki langan tíma fyrir mig að átta mig á því að ég hefði átt að fara um hádegi af stað þegar við sátum föst í umferðaröngþveiti þegar við nálguðumst leikvanginn. En allt gekk þetta vel og eftir að ég hafði keypt miða á dýrasta stað (28 pund), ekki fáanlegir aðrir miðar, þá var það einstök tilfinning að koma inn á leikfanginn nokkrum mínútum áður en flautað var til leiks og að heyra 26.800 manns syngja stuðningsöngva Leeds-áhangenda. Það fór um mig unaðshrollur og ætli maður sé ekki orðinn smá Leedsari eftir þessa heimsókn, það er nú ekki hægt annað. Að vísu voru þarna nokkuð hundruð stuðningsmenn Hattaranna, Luton Town fc. sem voru í heimsókn og þeir létu líka heyra í sér þegar tækifæri gafst. Það er í raun alveg ótrúlegt að koma á leik í 3 deildinni gömlu og það eru tæplega 27. þús. áhorfendur, þetta gæti ekki gerst annarstaðar í heiminum nema hér í heimalandi fótboltans. Leikurinn lauk með sigri “minna manna” og þetta er besta byrjun Leedsara síðan ´84, því miður var búið að draga af þeim 15 stig í byrjun, sem var einnig gert í fyrra þegar var dregið af þeim 10 stig og þess vegna féllu þeir. Enda eru stuðningsmenn Leeds alveg brjálaðir út í Deildarsamtökin og syngja háðsöngva þeim til heiðurs. Jæja ætli þetta sé ekki gott í bili, ég verð kannski eins og mér skilst að Jón Ben var orðinn þegar hann var í Danmörku, að fylgjast jafnvel með Finnsku 2 deildinni og fleira því umlíkt áður en yfirlíkur, svo segir sagan allaveganna. Nonni verðu þá bara að sverja þetta af sér.
Fótboltakveðjur
Gunnar Halldór

2 ummæli:

  1. Sæll og blessaður frændi ;)
    Mútter sendi mér slóðina ykkar, gaman að sjá hvað þið hafið það gott. BSG er ekkert smá fín í þessu skólaföt, vá hvað hún er orðin stór. Gangi ykkur vel. Bestu kveðjur.Ingibjörg

    SvaraEyða
  2. Bara muna að Manchester United eru bestir.

    Gott og gaman að heyra og sjá að ykkur gengur og líður vel.

    Bk
    Gunni Sveins
    Hvammstanga

    SvaraEyða