Ferðasaga ferðalok
Ég sé það núna þegar ég birti ferðasöguna núna að allt format tapast. Ég verð þá líklegast að biðjast afsökunar á smá ritstuld því ég byggði ferðasöguna á lýsingu sem við fengum áður en við fórum af stað. Þá hafði ég þetta allt voða fínt, svart sem fyrir var og blátt það sem ég skrifaði. En ekki nenni ég að fara að föndra við það hér. Sagan er eflaust öll í belg og biðu enda skrifaði ég mest á síðustu dögum ferðarinnar og hoppaði þá fram og til baka leið og ég mundi eitthvað.
Svo ef ferðafélagar mínir lesa þetta einhverntíman vil ég þakka þeim öllum kærlega fyrir samveruna í þessari ógleymanlegu ferð. Ég veit ekki hvernig það er með þau hin en ég er allavega alltaf komin til baka í huganum og farin að vafra um netið og lesa meira og meira, greinilega byrjuninn á slæmri bakteríu :) kv. Svava
ps. Myndirnar mínar eru á http://www.picturetrail.com/svavap Reyndar bara 26 af 1003 sem við tókum !!!
Síður
▼
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Ferðasaga 6. hluti
13.-15. ágúst: Beijing
Við dveljum síðustu tvær nætur ferðarinnar á Marriott-hótelinu í Beijing.
14. ágúst, leyfðum okkur að hvíla okkur til 11:30, Í dag er frídagur svo hópurinn skiptist, við röltum 5 af stað með það í huga að sjá borgina fótgangandi, heimsækja Torg hins himneska friðar og verslunargötu eina mikla. Fljótlega eftir að við lögðum af stað steðjaði að okkur flokkur leiguhjólamanna sem vildu fara með okkur í und erground city, við þáðum það ekki og löppuðum áfram, ekki hefði túrinn orðið langur því örfáum mínútum seinna vorum við komin að innganginum. Þó ferðinni hefði ekki verið heitið þangað þótti okkur tilvalið að skoða fyrirbærið. Á árunum 1969- 1979 lét Maó byggja neðanjarðarborg, sprengjuskýli undir Beijing sem rúmað getur 360 þúsund manns ef til hernaðar kæmi. Við vorum leidd þarna um kerfi ganga flísalögð upp á miðja veggi en hvítmálað í loftið ég náði nokkurn veginn upp í loft með því að teygja mig. Við innganginn voru veggirnir klæddir með camouflage efni. Mikill raki var í göngunum og í gólfunum oft, mottur eða plankar til að ganga á, þessi hluti var vel upplýstur og rakaskemmdar ljósmyndir og listaverk á veggjunum.
Göngin liggja um alla borg, undir Forboðnu borgina, sumarhöllina, hof himinsins, og alla leið að múrunum 50 km leið auk þess sem sum liggja að heimilum. Útskot voru þarna merkt, lesherbergi unga fólksins, föndurrými eldri borgar og svo auðvitað silkiverksmiðja og sala fyrir túrista, við erum nú samt orðin svo ónæm að við gengum þar í gegn án þess að kaupa eitt einasta stykki. Í göngunum mátti hvergi taka myndir og ekki tókst að hnika unga leiðsögumanninum í því þó hann fengi Bubbadisk í gjöf og spjall um Björk. Á þessari vefsíðu fann ég þó myndir úr göngunum. http://www.china.org.cn/english/travel/125961.htm
Þegar við komum aftur upp á sama stað gengum við áfram eftir einni hrörlegustu götu sem ég hef séð, líklega er tímaspursmál hvenær húsin við hana verða rifin, allavega var verið að rífa mikið í nágrenninu og agalegt að sjá fólkið vinna í rústunum, ég gat ekki betur séð en að eftir að væri búið að rífa kæmi fólk og leitaði að málmhlutum, allavega sá ég á nokkrum stöðum konur með kerrur fullar af málmrusli, kannski er það bara hluti af niðurrifinu. Við þessa götu voru hótel, við sáum inn í heimili, tannbursta á hillu og þvott á snúru og fólk að elda og borða sem reyndar er ekki óalgegnt í Beijing. Við enda niðurrifsins vorum við komin að hringiðu borgarlífsins, stelpa sat í undirgöngum og spilaði á kínverska fiðlu, allskyns sölumenn og betlarar. Við litum við í fatarbúð sem minnti að rúmfatalagerinn, þar voru kjólar á 10 yuan eða 100 iskr. og bolir á 8 yuan. Kjólar í New world mall kostuðu allt í 3000 yuan. Næst lá leiðin í verslun sem seld allt mögulegt fólk þurfti að bæta við töskum undir innkaup undanfarinna daga, silki, koparstyttur, kistla og málverk. Meira að segja þar þurfti að prútta, og ég segi þurfti því verðið sem nefnt er í upphafi er svo fáheyrilega hátt, hærra en nokkursstaðar þyrfti að borga á Íslandi en svo sýndist mér fólk borga 25 – 40 % af því þegar upp var staðið. Og ég segi það aftur að þessi verslunarháttur hefur þau áhrif á mig að ég eiginlega keypti sem minnst.
Uppi á þriðju hæð í verslunarhúsi fundum við netkaffi og fengum okkur kalda drykki og lásum um árásirnar í Líbanon. Skrýtið að í þessari mannmergð var hæðin eiginlega tóm örfáir kúnnar og kaffið leit fyrst út fyrir að vera lokað. Eftir kaffið var farið að rigna svo við keyptum regnhlífar á 10 yuan og spókuðum okkur með þær.
Jæja undir tvö undirgöng enn og vorum þá komin að grafhúsi Maós og söfnunum við torgið, þar hittum við háskólastúdenta sem sögðust vera að læra ensku og okkur fannst bráðsniðugt að fara svona út og spjalla við túrista, svo kom reyndar í ljós að þau vildu fá okkur á myndlistasýningu nemenda sem auðvitað var líka sölusýning.
Loksins Torg hins himneska friðar, hvílíkt nafna því þetta torg minnir mig bara á þegar barið var á stúdentum þar í júni 1989, þá var ég með öðrum nýútskrifuðum kennurum í Búlgaríu og einhvernveginn fengu þessar fréttir mikið við mann, líklega þar sem þetta var fólk á okkar reki sem ekki hafði unnið annan glæp en að vera ósátt við gang mála. Torgið er risastórt, á að taka milljón manns og tilkomumiklar byggirnar allt um kring, Forboðna borgin, söfn, alþýðuhöllin og grafhýsið.
Í þessari gönguferð sá maður í návígi það sem Carmen hafði sagt að í Kína vantar aldrei fólk, allir vinnuflokkar sem við sáum voru a.m.k. 9 manns, margir með skóflur, haka og kerrur til að brjóta niður smá veggstubb, eða eins og þegar Silla hélt að þeir sem voru við vegarkanntin að hirða um hann væru kantsteinar því þeir dreifðust svo reglulega.
Við fundum fljótt verslunargötuna Wangfujing daije sem er eins og í öðrum stórborgum að hluta til göngugata, risastórar byggingar á báða vegu með stórum verslunarmiðstöðum, við heimsóttum nokkrar og keyptir voru leðurjakkar, skór og jaðeskartgripir. Svo svarf hungrið að og fyrir mikla gæfu römbuðuð við inn á þennan líka frábæra andarveitingastað Quanjude í hliðargötu, mér sýndist þetta nú fyrst vera banki en við nánari skoðun kom í ljós að á hverri hæð var veitingahús. Okkur var vísað upp á 5. hæð, eitthvað þótt peningaleg eða því við báðum um roast duck eins og einhver hafði séð vísað á utan á húsinu þó ég sæi bara Construction bank of China. Þetta var hvílíkur klassastaður, hreinn, flott klósett, heit þvottastykki, sæt þjónustustelpa sem talaði allt í lagi ensku, og himneskar endur sem fylgdu skírteini að væru nr. 149323 og 4 frá því árið 1864. Á undan var huggulegur grænmetisréttur með sellerí, valhnetum og rauðum baunum, svo skar kokkurinn öndina niður fyrir framan okkur, húðina fyrst í alveg listræna bita sem runnu í munni, svo kjötið. Stelpan sýndi hvernig átti að koma herlegheitunum saman en hver og einn fékk smá ílát með sósunni, lauknum, gúrkum, hvítlauk og sykri og mörðum hvítlauk, þessu er öllu raðar saman í örþunnar hvítar pönnukökur og svo borðað með bestu lyst. Með þessu drukkum við Great Wall rauðvín, mjög gott, Evian vatn, ekki mjög gott, og svo kom á eftir heill fiskur djúpsteiktur og með súrsætri sósu.
Næst gat ég ekki á mér setið og dró þau inn í bókabúð, meðan þau skoðuðu cd og dvd lá ég i bókunum, því miður var þetta ekki venjuleg bókabúð heldur Foreign language store, með lestrarbókum á ensku með ýmsum þyngdarstigum einskonar graded readers um allt á milli himins og jarðar. Líka stór deild með kennsluefni í kínversku, ég reyndi nú að lesa smá en kínverska er greinilega stórt fjall að klífa, enda til einhver þúsundir tákna og orðin þýða mismunandi eftir áherslum. Áherslurnar eru fjórar, upp í endann, niður í endann, flöt og upp og niður, svo sama orðið getur haft fjórar mismunandi þýðingar. Við keyptum öll töluvert af cd og dvd sem voru hræbilleg en Gunnar bætti um betur og fékk sér kennslubók í kínversku.
Dagur 15: Beijing-Kaupmannahöfn-Keflavík
Flug með SAS frá Beijing (kl. 14:45) til Kaupmannahafnar þar sem lent er um kvöldmatarleytið (kl. 18:30). Framhaldsflug til Íslands um kvöldið. Þeir sem það kjósa geta framlengt dvöl í Kaupmannahöfn.
Síðasti morgunmaturinn á Mariott, ferlega góður, eftir Tíbet kunnum við svo sannarlega að meta að fá allskonar brauð, kokk sem eldaði eggin eftir okkar óskum, margar gerðir af safa, fínt smjör, ost ofl ofl. Veit ég ekki hvort einhver nýtti sér austurlenska morgunverðinn sem líka var boðið uppá alls konar dumplings, súrtsætt grænmeti, súpur og núðlur.
Flugið heima var mikið auðveldara, kannski bara auðveldara að fara á þessum tíma sólarhrings en við vorum ekki frá því að örlítið víðara væri milli sæta. Á Kastrup fór tíminn allur í að standa í röð og hafa áhyggjur af yfirvigt en eftir örstutt flug með Iceland Express, vorum við komin heim.
Ferðasaga 5. hluti
11, ágúst: Shigatse – Lhasa
Shigatse kemur næst Lhasa hvað mannlíf varðar. Hér er heimavöllur Panchen Lama sem er næstur í virðingaröð Tíbeta á eftir Dalai Lama. Við heimsækjum grafir genginna Panchen Lama en eitt höfuðmusteranna geymir múmíu þess tíunda. Þetta klaustur Tashilhupno var greinilega virkt, í samkomusalnum voru föt og bollar munkanna sem nota hann. Stórfengleg er 30 m stytta af Shakamuri (Buddha) úr bronsi og klædd með gullflögum. Frá Shigatse liggur leiðin aftur til Lhasa en nú bregður fyrir allt öðru landslagi. Við ökum um tilkomumiklar gjár og undir grófum fjallatindum, fyrst meðfram Yarlung Tsangpo sem verður Brahmabutra, eitt lengst fljót í heimi . Skemmtileg upplifun var að klöngrast niður að fljótinu og skola hendur í því helga vatni. og á leiðinni æjum við og snæðum nestið okkar.Við höfðum fengið hádegisverð í Shigatshe svo ekki var annað nestisstopp, heldur stoppað sem fyrr til að teygja úr sér, taka myndir og pissa bak við stein
Klósettmenning í Tíbet er frekar dapurleg, fín aðstaða á hótelum sem við gistum á en í hofum og klaustrum er boðið upp á opna þró enginn pappír og lítið vatn og svakaleg hlandstybba. Fyrr en varir komum við aftur í Lhasa-dalinn græna og ökum framhjá fjölmörgum bóndabýlum.
Kýr á gatnamótum.
12. ágúst: Lhasa
Þessi síðasti dagur í Tíbet og Lhasa er frjáls.
Ég nennti ekki með í ferð upp að einu hofinu heldur sit hér og skrifa ferðasöguna og horfi út um gluggann, það er ævintýri úta f fyrir sig. Mannlífið er svo fjölbreytt og litskrúðugt. Hér í Lasha búa um 200 þús manns, yfirvöldum og þeim sem á horfa ber ekki saman um hlutfall á milli tíbeta og kínverja, yfirvöld segja 95 % tíbeta ferðabókin giskar á 50% sem mér sýnist nær lagi . Borgin er reyndar hverfaskipt, okkar hótel er í tíbeska hlutanum, hér eru þeir í meirihluta, gangandi, og hjólandi , mörg hjól með skúffu notuð til að flytja allt mögulegt og svo leiguhjól græn með tjaldi yfir
Sjö úr hópnum fóru í ferð að .Ganden klaustrinu, (joyous) sem er í 4500 m hæð.Tsongkhapa.stofnandi Yellow hat sect stofnaði það í kringum 1400. Þar er hellir sem hann notaði í hugleiðslu. Tolli, Steingrímur, Hörður, Maria og Ingvar steðjuðu upp fjallið’ en Gunnar og Bolli tóku pílagrímahringinn i kringum hann. ‘i hlíðinni voru altari þar sem þeir voru með reykelsi þar sem þeir næra andana. Einnig mátti þar sjá staði sem þeir stunda sky burial. Þeir heimsóttu klaustrið og gengu út með munkunum og fannst það sérstök tilfinning að ganga út með 300 munkum og leið eins og þeir væru hluti af hópnum. Tolli kom að volgu bænastæðinu á fjallinu þar sem munkarnir hörðu rétt yfirgefið. Þau komu sóbrún og sæl til baka. .Tibetar fara þannig með þá látnu að líkamarnir eru færðir á fjöll fyrir villidýr og hrærætur, beinin geta svo ætingjar hirt og brennt og sett í fljót eða i keramik. Þeir álíta að andinn hafi yfirgefið líkamann og með því að færa hann til náttúrunnar geri hann gagn.
13. ágúst: : Lhasa-Beijing
Morgninum eyðir hver að vild en eftir sameiginlegan hádegisverð ökum við til flugvallarins og við tekur flug aftur til Beijing
Við og mér sýndist fleiri eyddum síðasta morgninum í að versla. Það sem hópurinn er aðallega búinn að vera að kaupa sýnist mér eru buddalíkneski, perlufestar bæði úr kóral, túrkis, og sandalviði. Á mörkuðunum er mikið úrval af því og alls kyns munum úr brass, tegdum buddisma, fullt af skartgripum, silkiklæðnaði, höttum, hnífum vefnaði t.d. röndóttu svunturnar sem konurnar eru flestar með.
Leiðin að flugvellinum hefur styst um klukkutíma frá því sem okkur var upphaflega sagt vegna jarðganga rétt við flugvöllinn og er nú bara klukkutími. Það var alveg nóg á þessum vegum sem hrista mann ærilega og svo var ekki loftkæling í rútunni svo við reyndum að hafa gluggana opna en ótrúlega mikið af farartækjum var á veginum sem gáfu frá sér hvílíkan bensínfnyk.
Púrupú kom okkur í flug og kvaddi með uprifjun, Tolli hafði haft vit á því að taka með bók um ísland sem allir undirrituðu og hann svo fékk.
Flugvélamaturinn var enn eitt ævintýrið, kaldar núðlur, perusúpa, skinka með sherrytómat og gúrku.
Í Chengdu átti að vera klukkutímaseinkun en hún teygðist í …5 vegna þrumuveðurs í Beijing. ‘Í biðinni eru miklar og skemmtilegar umræður um allt möglulegt en upplifunin af Tíbet er fólki greinilega ofarlega í huga. Eftir tvo tíma fengum við kvöldmatinn og skoðuðum svo myndir. Þegar við komum til Beijing kannaðist leiðsögumaðurinn ekki við hvorki sandstorm né þrumuveður og hvað flugyfirvöld vera “ugly liars”. Nú var komin nótt og til að forðast umferðaröngþveiti vegna vegaviðgerðar á aðalveginum fórum við einhverja bakaleið, en greinilega höfðu allir fengið sömu hugmyndina því þar var hvílík traffic og bílarnir tróðust, þrír samhliða á veginum þannig að vörubíll sem við mættum fór út í kannt, keyrði á tré og reif það upp með rótum þannig að lauf og greinar hrundu yfir rosaflottan audi sem var þar að troðast.
11, ágúst: Shigatse – Lhasa
Shigatse kemur næst Lhasa hvað mannlíf varðar. Hér er heimavöllur Panchen Lama sem er næstur í virðingaröð Tíbeta á eftir Dalai Lama. Við heimsækjum grafir genginna Panchen Lama en eitt höfuðmusteranna geymir múmíu þess tíunda. Þetta klaustur Tashilhupno var greinilega virkt, í samkomusalnum voru föt og bollar munkanna sem nota hann. Stórfengleg er 30 m stytta af Shakamuri (Buddha) úr bronsi og klædd með gullflögum. Frá Shigatse liggur leiðin aftur til Lhasa en nú bregður fyrir allt öðru landslagi. Við ökum um tilkomumiklar gjár og undir grófum fjallatindum, fyrst meðfram Yarlung Tsangpo sem verður Brahmabutra, eitt lengst fljót í heimi . Skemmtileg upplifun var að klöngrast niður að fljótinu og skola hendur í því helga vatni. og á leiðinni æjum við og snæðum nestið okkar.Við höfðum fengið hádegisverð í Shigatshe svo ekki var annað nestisstopp, heldur stoppað sem fyrr til að teygja úr sér, taka myndir og pissa bak við stein
Klósettmenning í Tíbet er frekar dapurleg, fín aðstaða á hótelum sem við gistum á en í hofum og klaustrum er boðið upp á opna þró enginn pappír og lítið vatn og svakaleg hlandstybba. Fyrr en varir komum við aftur í Lhasa-dalinn græna og ökum framhjá fjölmörgum bóndabýlum.
Kýr á gatnamótum.
12. ágúst: Lhasa
Þessi síðasti dagur í Tíbet og Lhasa er frjáls.
Ég nennti ekki með í ferð upp að einu hofinu heldur sit hér og skrifa ferðasöguna og horfi út um gluggann, það er ævintýri úta f fyrir sig. Mannlífið er svo fjölbreytt og litskrúðugt. Hér í Lasha búa um 200 þús manns, yfirvöldum og þeim sem á horfa ber ekki saman um hlutfall á milli tíbeta og kínverja, yfirvöld segja 95 % tíbeta ferðabókin giskar á 50% sem mér sýnist nær lagi . Borgin er reyndar hverfaskipt, okkar hótel er í tíbeska hlutanum, hér eru þeir í meirihluta, gangandi, og hjólandi , mörg hjól með skúffu notuð til að flytja allt mögulegt og svo leiguhjól græn með tjaldi yfir
Sjö úr hópnum fóru í ferð að .Ganden klaustrinu, (joyous) sem er í 4500 m hæð.Tsongkhapa.stofnandi Yellow hat sect stofnaði það í kringum 1400. Þar er hellir sem hann notaði í hugleiðslu. Tolli, Steingrímur, Hörður, Maria og Ingvar steðjuðu upp fjallið’ en Gunnar og Bolli tóku pílagrímahringinn i kringum hann. ‘i hlíðinni voru altari þar sem þeir voru með reykelsi þar sem þeir næra andana. Einnig mátti þar sjá staði sem þeir stunda sky burial. Þeir heimsóttu klaustrið og gengu út með munkunum og fannst það sérstök tilfinning að ganga út með 300 munkum og leið eins og þeir væru hluti af hópnum. Tolli kom að volgu bænastæðinu á fjallinu þar sem munkarnir hörðu rétt yfirgefið. Þau komu sóbrún og sæl til baka. .Tibetar fara þannig með þá látnu að líkamarnir eru færðir á fjöll fyrir villidýr og hrærætur, beinin geta svo ætingjar hirt og brennt og sett í fljót eða i keramik. Þeir álíta að andinn hafi yfirgefið líkamann og með því að færa hann til náttúrunnar geri hann gagn.
13. ágúst: : Lhasa-Beijing
Morgninum eyðir hver að vild en eftir sameiginlegan hádegisverð ökum við til flugvallarins og við tekur flug aftur til Beijing
Við og mér sýndist fleiri eyddum síðasta morgninum í að versla. Það sem hópurinn er aðallega búinn að vera að kaupa sýnist mér eru buddalíkneski, perlufestar bæði úr kóral, túrkis, og sandalviði. Á mörkuðunum er mikið úrval af því og alls kyns munum úr brass, tegdum buddisma, fullt af skartgripum, silkiklæðnaði, höttum, hnífum vefnaði t.d. röndóttu svunturnar sem konurnar eru flestar með.
Leiðin að flugvellinum hefur styst um klukkutíma frá því sem okkur var upphaflega sagt vegna jarðganga rétt við flugvöllinn og er nú bara klukkutími. Það var alveg nóg á þessum vegum sem hrista mann ærilega og svo var ekki loftkæling í rútunni svo við reyndum að hafa gluggana opna en ótrúlega mikið af farartækjum var á veginum sem gáfu frá sér hvílíkan bensínfnyk.
Púrupú kom okkur í flug og kvaddi með uprifjun, Tolli hafði haft vit á því að taka með bók um ísland sem allir undirrituðu og hann svo fékk.
Flugvélamaturinn var enn eitt ævintýrið, kaldar núðlur, perusúpa, skinka með sherrytómat og gúrku.
Í Chengdu átti að vera klukkutímaseinkun en hún teygðist í …5 vegna þrumuveðurs í Beijing. ‘Í biðinni eru miklar og skemmtilegar umræður um allt möglulegt en upplifunin af Tíbet er fólki greinilega ofarlega í huga. Eftir tvo tíma fengum við kvöldmatinn og skoðuðum svo myndir. Þegar við komum til Beijing kannaðist leiðsögumaðurinn ekki við hvorki sandstorm né þrumuveður og hvað flugyfirvöld vera “ugly liars”. Nú var komin nótt og til að forðast umferðaröngþveiti vegna vegaviðgerðar á aðalveginum fórum við einhverja bakaleið, en greinilega höfðu allir fengið sömu hugmyndina því þar var hvílík traffic og bílarnir tróðust, þrír samhliða á veginum þannig að vörubíll sem við mættum fór út í kannt, keyrði á tré og reif það upp með rótum þannig að lauf og greinar hrundu yfir rosaflottan audi sem var þar að troðast.
Ferðasaga 4. hluti
10. ágúst: Yamdrok-Guantse-Shigatse
Við höldum nú frá Lhasa og á vit fjallanna. Á fjórum Toyota Lancruiser bílum Við förum upp í Khampa La-skarðið sem er í 4.794 m h.y.s. Leiðin upp skarðið börn allsstaðar Hér er ótrúlega falleg útsýn yfir bláleitt Yamdrok-vatnið og snævi þakin Himalaja-fjöllin sem teygja sig upp í yfir 7.000 m hæð. Við snæðum nestið okkar í grænum reit við vatnsborðið og ökum því næst í átt til Gyantse og heimsækjum á leiðinni dæmigert bóndabýli. Vegurinn á milli Khampa La og karo Lapasset var víst í sundur, tveggja ára brú sem hrundi bara einn góðan veðurdag. Við fórum því aðra leið, áðum við veginn í skugga stórra trjáa. Nestið var kjúklingaleggur, harðsoðið egg, banani, rúnstykki með osti og ostakökusneið snyrtilegt í öskju. Þarna voru berrassaðir strákar að baða sig í læk og fljótlega spruttu upp fleiri börn og konur sem horfðu á okkur eins og naut í nývirki og við á það, maður er nú eiginlega bara orðinn vanur því, en börnin horfa og benda og hlægja á mig, hér í Tíbet er víst ekki mikið um feitt fólk svo ég þyki stórmerkileg og fólkið snertir mig ef það fær tækifæri til. Við stoppuðum reglulega til að taka myndir og teygja úr okkur. Bíulstjórarnir eruð vingjarnlegir og fínir en umferðarmenningin hér er ekki upp á marga fiska, Gunnar segir að hann hafi aldrei heyrt mig segja jeddúdamía eins oft, en þeir taka fram úr í kröppum beygjum á heilli línu, taka fram úr milli tveggja bíla og troðast eins og þeir geta, okkar bílstjóri liggur fast á flautunni og flautar á allt kvikt, jafnvel þó það sé vel úti í kanti, Tolli sagði að “það væri nóg að það væri fugl á grein.”
Lífið hér viriðist allt bundið við veginn, húsin eru byggð meðfram veginum bæði í sveit og í borg, öll verslun á sér stað í litlum húsum sem líkjast helst bílskúrum byggðir í löngum röðum, þar er verslað með allt á milli himins og jarðar, frá sementi, grjónum, drykkjum, dekk, sófasett, föt. Hvar sem við keyrðum var fólk við veginn að selja melónur, bíða eftir rútu vinna við veginn og byggingar og á ferð með kyr og kindur, berandi hey, og svo líka bara sitjandi og ekki gátum við ímyndað okkur hvað að gera. Okkur fannst við hafa séð allt þegar við sáum um 1 árs gamalt barn skríða eftir veginum með foreldrið með sér. Börnin eru reynar út um allt vinkandi og brosandi, sum betlandi og ansi aðgangshörð.
Við æjum líka á okkar hæsta punkti í 5.010 m hæð í Karo Lapasset-skarðinu. Næsti áfangastaður er Gynatse þar við sækjum heim Kumbum-klaustrið en nepalskur byggingastíll þess er víðfrægur þar sem mikið fer fyrir augum Búddha á toppnum sem horfir vökulum augum í allar fjórar höfuðáttir. Í klaustrinu eru alls 108 helg herbergi og frá þakinu er afbragðs útsýn yfir bæinn.
Sael oll komst loks i internet samband og ta i Tibet, erum nu i borg sem heitir Sihigatse, vorum a mikilum akstri i gaer, forum upp hrikalegt skard sem kambarnir hreinlega folna vid hlidina a liklega svona 20 faldir kambar, tar saum vid lika mikid af jakuxum, svo var ekid um mikla eydimork eda svo fannst okkur en allststadar var folk og hvar sem vid stoppum hoppa upp brosandi born. SVo heimsottum vid eitt enn hofid, sumir i hopnum eru nu alvega ad fa nog af teim, svo duttum vid laglega i lukkupottin, tar sem vid gengum i gegnum t'ypiskt T'ibetsk torp tar sem ein amman vildi endilega bjoda okkur inn, tad er mjog skrytid ad sja hvad folkid her byr frumstaett, husdyrin i framgardinum, kyr, jakuxi, haenur og hundur, vatnid sodid med solarspeglum, og eldad med jakuxatadi, samt var a heimilinum baedi sjonvarp og hljomflutningstaeki. Amman var heima med barnabornum, tegar atti ad taka af teim mynd vildi ein stelpan punta sig dro fram skuffu, i henni voru bara skor sem hun for i fyrir myndatokuna. Allstadar er verid ad byggja en ekki a mikid nutimalegan hatt heldur med heimagerdum mursteinum ur leir, svo er allststadar verid ad turka jakuxatad til ad safna eldsneyti. Eftir mikinn akstur og ogleymanlegt aevintyri erum vid nu a luxushoteli, miklar andstaedur.
Tibet er i um 4000 m haed yfir sjavarmali og vid berjumst morg vid hafjallavekiki sem lysir ser med hausverk og oglegdi, hun kemur litid vid Gunnar en Svava er frekar slopp og lystarlitil, latum okkur samt hafa tedda allt til ad geta upplifad aevintirid, verd reynar ad laedast upp troppur og labba haegt til ad standa ekki alveg a ondinni og henda ekki pulsinum i haestu haedir.
Forum a laugardag aftur til Beijing og svo heim a tridjudag.
Áfram ökum við til Shigatse og komum þangað um kvöldið.
10. ágúst: Yamdrok-Guantse-Shigatse
Við höldum nú frá Lhasa og á vit fjallanna. Á fjórum Toyota Lancruiser bílum Við förum upp í Khampa La-skarðið sem er í 4.794 m h.y.s. Leiðin upp skarðið börn allsstaðar Hér er ótrúlega falleg útsýn yfir bláleitt Yamdrok-vatnið og snævi þakin Himalaja-fjöllin sem teygja sig upp í yfir 7.000 m hæð. Við snæðum nestið okkar í grænum reit við vatnsborðið og ökum því næst í átt til Gyantse og heimsækjum á leiðinni dæmigert bóndabýli. Vegurinn á milli Khampa La og karo Lapasset var víst í sundur, tveggja ára brú sem hrundi bara einn góðan veðurdag. Við fórum því aðra leið, áðum við veginn í skugga stórra trjáa. Nestið var kjúklingaleggur, harðsoðið egg, banani, rúnstykki með osti og ostakökusneið snyrtilegt í öskju. Þarna voru berrassaðir strákar að baða sig í læk og fljótlega spruttu upp fleiri börn og konur sem horfðu á okkur eins og naut í nývirki og við á það, maður er nú eiginlega bara orðinn vanur því, en börnin horfa og benda og hlægja á mig, hér í Tíbet er víst ekki mikið um feitt fólk svo ég þyki stórmerkileg og fólkið snertir mig ef það fær tækifæri til. Við stoppuðum reglulega til að taka myndir og teygja úr okkur. Bíulstjórarnir eruð vingjarnlegir og fínir en umferðarmenningin hér er ekki upp á marga fiska, Gunnar segir að hann hafi aldrei heyrt mig segja jeddúdamía eins oft, en þeir taka fram úr í kröppum beygjum á heilli línu, taka fram úr milli tveggja bíla og troðast eins og þeir geta, okkar bílstjóri liggur fast á flautunni og flautar á allt kvikt, jafnvel þó það sé vel úti í kanti, Tolli sagði að “það væri nóg að það væri fugl á grein.”
Lífið hér viriðist allt bundið við veginn, húsin eru byggð meðfram veginum bæði í sveit og í borg, öll verslun á sér stað í litlum húsum sem líkjast helst bílskúrum byggðir í löngum röðum, þar er verslað með allt á milli himins og jarðar, frá sementi, grjónum, drykkjum, dekk, sófasett, föt. Hvar sem við keyrðum var fólk við veginn að selja melónur, bíða eftir rútu vinna við veginn og byggingar og á ferð með kyr og kindur, berandi hey, og svo líka bara sitjandi og ekki gátum við ímyndað okkur hvað að gera. Okkur fannst við hafa séð allt þegar við sáum um 1 árs gamalt barn skríða eftir veginum með foreldrið með sér. Börnin eru reynar út um allt vinkandi og brosandi, sum betlandi og ansi aðgangshörð.
Við æjum líka á okkar hæsta punkti í 5.010 m hæð í Karo Lapasset-skarðinu. Næsti áfangastaður er Gynatse þar við sækjum heim Kumbum-klaustrið en nepalskur byggingastíll þess er víðfrægur þar sem mikið fer fyrir augum Búddha á toppnum sem horfir vökulum augum í allar fjórar höfuðáttir. Í klaustrinu eru alls 108 helg herbergi og frá þakinu er afbragðs útsýn yfir bæinn.
Sael oll komst loks i internet samband og ta i Tibet, erum nu i borg sem heitir Sihigatse, vorum a mikilum akstri i gaer, forum upp hrikalegt skard sem kambarnir hreinlega folna vid hlidina a liklega svona 20 faldir kambar, tar saum vid lika mikid af jakuxum, svo var ekid um mikla eydimork eda svo fannst okkur en allststadar var folk og hvar sem vid stoppum hoppa upp brosandi born. SVo heimsottum vid eitt enn hofid, sumir i hopnum eru nu alvega ad fa nog af teim, svo duttum vid laglega i lukkupottin, tar sem vid gengum i gegnum t'ypiskt T'ibetsk torp tar sem ein amman vildi endilega bjoda okkur inn, tad er mjog skrytid ad sja hvad folkid her byr frumstaett, husdyrin i framgardinum, kyr, jakuxi, haenur og hundur, vatnid sodid med solarspeglum, og eldad med jakuxatadi, samt var a heimilinum baedi sjonvarp og hljomflutningstaeki. Amman var heima med barnabornum, tegar atti ad taka af teim mynd vildi ein stelpan punta sig dro fram skuffu, i henni voru bara skor sem hun for i fyrir myndatokuna. Allstadar er verid ad byggja en ekki a mikid nutimalegan hatt heldur med heimagerdum mursteinum ur leir, svo er allststadar verid ad turka jakuxatad til ad safna eldsneyti. Eftir mikinn akstur og ogleymanlegt aevintyri erum vid nu a luxushoteli, miklar andstaedur.
Tibet er i um 4000 m haed yfir sjavarmali og vid berjumst morg vid hafjallavekiki sem lysir ser med hausverk og oglegdi, hun kemur litid vid Gunnar en Svava er frekar slopp og lystarlitil, latum okkur samt hafa tedda allt til ad geta upplifad aevintirid, verd reynar ad laedast upp troppur og labba haegt til ad standa ekki alveg a ondinni og henda ekki pulsinum i haestu haedir.
Forum a laugardag aftur til Beijing og svo heim a tridjudag.
Áfram ökum við til Shigatse og komum þangað um kvöldið.
Ferðasaga 3. hluti Tíbet
7. ágúst: Beijing-Lhasa
Morgunflug til Lhasa með viðkomu í Chengdu. Eftir komu til Gonkar-flugvallar sem liggur í 3600 hæð tekur við um 2ja klst. akstur með fram Yarlung Zangpo-fljóti til höfuðborgar Tíbet, Lhasa. Hótelið okkar er vel staðsett í gamla borgarhlutanum nálægt Jokhang-musterinu. Við tökum því rólega fyrstu tvo dagana meðan við venjumst þunna loftinu.
Yak hótel er staðsett í Tíbeska hluta Lhasaborgar, við East Beijing road mikla umferðargötu, svo það var mikill umferðarhávaði langt fram á kvöld og snemma á morgnanna. Mest fer fyrir bílflautunum sem tibetbúar nota óspart.
Hótelið er annars fínt, við vorum óttalega drusluleg og sprengmóð þegar við komum en á móti okkur tók her lítilla stelpa sem skelltu okkar níðþungu töskum á bakið og hlupu með þær upp á fjórðu hæð, svo klöngruðumst við á eftir á flókaskóhraðanum, eða 10 skref og anda svo 15 sinnum.
Maturinn í Tíbet er ólíkur þeim kínverska og ekki eins góður og svipaður á flestum stöðum, enda fer maður ekki til Tibet til að borða góðan mat. Mikið er um að maturinn sé steiktur úr olíu, eins og tómatar, kartöflur egg og bacon á morgnana. Þá var líka boðið upp á bygggraut, grófari en hafragrautur og sumir bara glaðir með hann. Tíbetar nota bygg mikið, í grautinn, í tsampa, og brygga úr honum vín sem líkist mysu. Fengum aldrei ost, smjörið var með þrálykt, djúsinn eins og Egils blandaður. Töluvert ber á indverskum áhrifum, kjúklingakarrý, svínakarrý, nanbrauð. Við hliðina á hotelinu er Duyna restaurant, þar var hægt að fá sæmilegan vestrænan mat sem við Silla nýttum okkur á frjalsa deginum. Annars var maturinn flestur innifalinn og það er ágætt á svona framandi stað að þurfa ekki að fara að leita að mat.
8. ágúst: Lhasa
Þann dag heimsækjum við helgasta musteri Tíbetbúa og áfangastað fjölmargra pílagríma. Jokhang-hofið var byggt að tilstuðlan Songtsen Gampo Tíbet-konungs á árunum 639-647. Í musterinu eru ótal Búddha-styttur og friðsælt andrúmsloftið er heillandi. Við fylgjum í fótspor pílagrímanna í gegnum fjölmörg herbergi þar sem þeir kveikja í reykelsum og færa öndunum jakuxasmjör.
Það var ótrúleg upplifun að heimsækja þetta musteri, við gegnum frá hótelinu með púrúpú, hér í þessum bæjarhluta virðast engar umferðarreglur vera í gildi, maður bara fer út á götuna og reynir að stoppa umferðina, bílstjórarnir forðast í lengstu lög að stoppa en sveigja fram hjá ef þeir mögulega geta. Stutt ganga var að musterinu, fólkið hér er mjög ólíkt fólkinu í Kína, það er með dekkri húð, skítugt, og í allskyns fötum,sumir tíbetbúar eru í vestrænum fötum, fínir kínverjarí vestrænum fötum, tíbetsku konurnar eru í síðum gráum og brúnum pilsum með rönddóttar svuntur og vafinn höfuðbúnað, karlarnir eru í dökkum fötum með filthatta, sumir með rauð bönd vafin um höfuðið, en börnin yfirleitt í vestrænum fötum og margir strákar með derhúfur.
Lífið í Tíbet gengur út á tvennt, baráttuna um brauðið og að stunda búddismann. Í klaustrunum sem við heimsóttum var allstaðar fólk að iðka sína trú, Mest við Jokhang, þar var mannmergð utanvið að gera þessa hreyfingu að bera greipar að enni, hálsi og brjósti og renna sér svo beinflöt á jörðina. Fólkið gengum um með smápeninga, poka með jurtasmjöri og hitabrúsa með bráðinn olíu til að færa hinum ýmsu búddalíkneskjum sem eru í hofunum. Við héldum fyrst að hitabrúsarnir innihéldu te, en svo var nú ekki jakuxasmjöri var gefið búddha en nú er það svo dýrt að jurtasmjör og olía hefur tekið við. Fólkið treður peningum hvar sem það getur á altörin undir glerin, í safnbauka og á veggina. Það þarf þrennt til að það geti verið hof, styttur, ritningar og munkar, þá er hof. Við Jokhang eru stór reykelsisker fyrir utan svo reykinn liggur hátt í himininn, lyktin af reykelsunum, smjörinu, fólkinu og sótinu er yfirþyrmandi, hofin eru klædd með skrautlegum vefnaði að innan og hanga líka veifur í löngum hólkum út loftinu. Munkarnir eru um allt í sínum rauðu kuflum sumir að kyrja aðrir að selja blessanir, gamlir gráhærðir í hægðum sínum ræðast við, ungir munkar hlaupandi um og einn í skugganum að skrifa sms.
Eftir hádegisverð heimsækjum við Norbu Linka sem var sumarhöll Dalai Lama og þar sem hann dvaldi lengstum. Við göngum í gegnum garðinn og lítum á einkahíbýli Dalai Lama númer 8., 13. og 14. Það var einmitt frá þessum stað sem núverandi Dalai Lama flýði frá Tíbet árið 1959.
9. ágúst: Lhasa
Dagurinn hefst með einum af hápunktum ferðarinnar: Potala höllinni. Hinn 5. Dalai Lama lét reisa þessa höll um miðja 17. öld eftir að hann tók við völdum af kínverska keisaranum. Þetta er fjölsóttur áfangastaður pílagríma frá öllum hornum Tíbets og við fylgjum þeim um nær endalausa ganga hallarinnar. Við förum einnig upp á hallarþakið þar sem voru híbýli núverandi Dalai Lama. Þaðan er ægifögur útsýn yfir Lhasa-borg og tilkomumikinn fjallahringinn. Í höllinni eru geymdir ómetanlegir fjarsjóðir, þ.á.m. kista fimmta Dalai Lama sem smíðuð er úr 3700 kg. af skíra-gulli. Aðrir Dalai Lama, til og með þess 13., eru einnig grafnir í Potala-höllinni.
Ég og Silla lögðum ekki í að klifra upp allar tröppurnar í Potalahöllinni, við erum báðar frekar slappar, ég vaknaði með hausverk og ógleði kl 1 eftir að hafa sofið í svona 2 tíma, velti mér lengi vel en gafst svo upp og tók tvær ibufen og svaf eftir það ágætlega. Í dag er kaldara og hefur snjóað í fjöll.
Í hádeginu fórum við öll saman í sem púrúpú kallaði picknik place, þettta er greinilega smá vísir að þjóðháttasafni með gömlum tólum og tækum tengdum landbúnaði og þarna var líka gömul vatnsknðuin myllla, það sem var ,meira ,merkilegt var risastórt vatnsknúið bænahjól, svo þar svífa möntrunar endalaust um. Við fengum ágætan og fróðlegan hádegismat í þessum garði sem var nú frekar sjoppulegur en friðsæll og svalandi andrúmsloft, í mat var meðal annars einhverskona sambaostur sem ég kastaði næstum því upp af, sweet tea, yak buttermilk tea, yak lungu, yak kjöt, fullt af grænmeti og skritið hvítt brauð. Báðar gerðirnar af tei voru mjög sætar og vemmilegara og held ég að við flest látum það vera hér eftir. Gunnar fékk bjór í pínulitlu vatnsglasi en stelpunar í síðu pilsunum sínum með fallega brosið voru alltaf að koma að fylla í glasið þó hann væri bara búinn með einn sopa.
Næst lá leiðin í ….klaustrið það’ hafði á sínum tíma verið gríðarstórt með 5500 munkum en nú eru þar um 500. Púpúrú sýndi okkur mynd með hana, svín og slöngu í miðjunni sem tákna hatur fáfræði og girnd, bæði kynferðislega og í hluti (Want). Þessar hvatir valda því að við gerum mörg mistök og við eigum að berjast við að hemja þær og bæla haga okkur rétt svo við endurfæðumst á betri stað, hann tók dæmi ef við drepum skordýr að ástæðulausu getum við endurfæðst sem skordýr, svo Hörður hefur miklar áhyggjur af því núna.
Í… sáum við rökræður munkanna þeir ræða 6 daga í viku í tvo tíma í senn í garði. Þeir eru tveir og tveir saman, annar situr og kemur fram með skoðanir á ritningunni sem þeir ræða en hinn stendur með perlubandið sitt um handlegginn, togar það upp slær hægri hendi í þá vinstri og stappar fram með vinstri fæti til að kveða niður ranghugmyndir og fáfræði félaga síns. Þeir voru þarna á öllum aldri en mest fjörið var hjá þessum yngri, það kjaftaði á þeim hver tuska og þeir öskruðu og skömmuðust og stöppuðu og slógu með krafti svo þeir eru líklega með sigg í lófunum af þessari iðju, þeir eldir sátu rólegri og ræddu saman. Drengir mega ákveða að verða munkar 16-17 ára en áður fyrr sendu fjölskyldur gjarnan einn dreng í klaustur 2-3 ára, nú er það fátíðara en þó en þá taka þeir sjálfir ákvörðun um að verða munkur um 16-17 ára.
Eftir klaustrið var farið í teppaverksmiðju þar sem við sáum teppin ofin, sáum stein (mineral) litina sem notaðir eru í teppin sem eiga að duga í 3 kynslóðir. Konur unnu við vefnaðinn og við aðstæður sem vinnueftirlitið myndi nú ekki samþykkja krupu á gólfinu en sungu samt og brostu við vinnuna.
Ferðasaga 2. hluti
2.-7. ágúst: Dvalið í Beijing.
Dagana sem dvalið verður í Beijing verður boðið upp á fjölbreyttar kynnisferðir en eftirfarandi kynnisferðapakki með 4 ferðum er innifalin í verði ferðarinnar.
Þeir sem þess óska geta sleppt kynnisferðapakkanum en fjölbreyttar aðrar ferðir eru í boði, sem bóka má eftir komu til Beijing (leiðsögn á dönsku eða ensku). Kynnisferðapakkinn kostar 15.000 kr. á mann og hann skal bóka í síðasta lagi 5 vikum fyrir brottför. Í pakkanum eru eftirtaldar ferðir:
1. Forboðna borgin og Hof himinsins. Dagsferð með hádegisverði.
Forboðna borgin er stórkostleg þar bjuggu keisararnir með eiginkonu, börnum, hjákonum, þjónustukonum og geldingum. Gulur er keisaralegur litur og þar eru þökin með gulum keraminkflísum en rauður er áberandi í veggjunum, stór hluti hennar var verið að gera við til að hafa allt fínt fyrir OL 2008. Þök, loft veggir og rjáfur er allt skreytt með mynstri og táknum, og á þökunum eru dýr fleiri eftir virðingarstöðu þess sem notaði bygginguna. Handriði, brýr og styttur úr marmara og reykelsisker 3 m há úr kopar. Hún var forboðin almúganum, þar bjó keisarinn, með eiginkonu, börnum, hjákonum og geldingum. Geldingarnir voru einu mennirnir sem eyddu nóttinni innan borgarmúranna, en á daginn voru embættismenn og herforingjar þar í sínum erindagjörðum. Hún er öll úr timbri og hefur brunnið nokkuð oft. Forvitnilegt var í upphafi að sjá verði borgarinnar þramma inn með nótur og litla kolla skella sér svo niður og syngja hástöfum.
Silkiverksmiðja fengum smá sýningu á hvernig silki er unnið. Silkipúpurnar eru ýmist með einni lirfu eða tveim .Einföldu púpurnar eru teknar og soðnar svo er fundinn endirinn á þræðinum og vafinn upp á hjól, svo er þráðurinn notaður í vefnað. Tvöföldupúpurnar eru teknar í sundur og strekktar yfir grind, aftur og aftur þar til þær eru strekktar í sængur. Hádegisverðurinn þann dag var hringmatur og svo danssýning. Síðan var farið í Temple of heaven, þangað kom keisarinn til að biðja um góða uppskeru, kom með miklu fylgdarliði og var búinn að fasta á mat og konur á undan. Mjög fallegar byggingar og helsti munurinn að þökin eru með bláum keramikflísum.
2. Vegur andanna Cloisonne factory og Friendship store Kínverski múrinn. Dagsferð með hádegisverði. Vegur andanna er leiðin að grafhýsum keisaranna, hún er vörðuð mörgum marmarastyttum, fyrst af dýrum einu standandi og einu sitjandi og svo af embættismönnum og herforingjum, svo kemur hliðið að himnaríki en svo eru þar um hæð dreifð grafhýsi sum búið að grafa upp og önnur ekki en við heimsóttum þau ekki.
Við flesta staðina sem við heimsóttum var mikil sölumennska, drykkir, sólhlífar, minjagripir, margir merktir OL 2008 , töskur, núðlur, sígarettur, styttur.
Allir þessir sölustaðir sem bættust við eftir á voru svolítið spennandi en samt þreytandi, þar virðist mega ganga að gæðunum vísum en verðin eru aftur á móti himinhá og allsstaðar þarf að prútta .sem á nú ekki beint við mig. Kínverjarnir eru líka ágengir “come looky looky” og taka nei ekki sem svari strax, kannski vorum við ekki nógu dugleg að segja bu jao sem þýðir ekki versla.
Cloisonne er gömul frönsk aðferð til að skreyta muni, upphaflega bara úr kopar en nú líka á tréplatta. Munirnir eru t.d. vasar og bakkar en líka dýrastyttur, skartgripir og hárskraut. Gullfallegt með allskyns flóknum mynstrum. Fyrst er móteð munstur með örfínum koparræmum, og límt ámuninn, svo eru fyllt inn með steinlitum og svo eru munirnir brenndir og svo pússaður. Tíminn sem tekur að vinna munina er mælt í mánuðum, agalegt var að sjá vinnu aðstæður fólksins þarna, meirihluta konur, setið á gömlum eldhuskollum...
Múrinn. Þegar við komum að múrnum var fyrst tekin hópmynd svo gáum við valið um tvær leiðir upp á hann. Við röltum af stað með það í huga að fara eins langt og við vildum, við Gunnar fórum framhjá 4 varðturnum. Múrinn er svona 3-4 metra breiður á þessum kafla og svipað hár. Hann er heill á þessum kafla og frekar brattir kaflar, tröppurnar af ýmsum stærðum, sumstaðar þannig að hreinlega þurfti að klofa eina í einu. Mjög mikið var af fólki á múrnum og mest af kínverskum túrhestum. Útsýnið var því miður ekki mikið, en vel sást stóra augýsingaskiltið um OL2008 “One world, one dream.” Mér fannst líka skemma upplifunina að allstaðar var sölufólk. Í ferðasögu sem ég las á netinu fer maðurinn með rútu og er settur af á einum stað og svo sóttur 3 tímum og 10 km seinna það er örugglega ríkari upplifun, bæði að losna við sölumennskuna og svo að vera ekki umkringdur fólki allan tímann, aftur á móti þarf þá þrek til að ganga.
3. Sumarhöllin. Dagsferð með hádegisverði. Sumarhöllin er staðsett í garði um 15 km fyrir utan miðborg Beijing þar hafði verið lítið vatn sem keisari lét stækka og nota uppgröftin til að útbúa hæð þar sem Cixi lét gera Lamahof en hún var buddhatruar. Mikið fór fyrir sögu hennar í garðinum, þar var gangur með myndum af henni teknar sumarið 1903 og fötunum hennar. 1911 deyr hún svo hún drap keisarann og svo sig. Sá keisari var systursonur hennar sem hún lét giftast bróðurdóttur sinni en eftirlét honum engin völd. Einn keisarinn var frá suðurkína og saknaði svo landslagsins þaðan að hann lét mála 47000 myndir á langan gang bæði utan og innaná. Merkilegt að þessar gömlu byggingar eru úr timbri og hafa verið endurbyggðar of í tímanna rás. Í garðinum er líka lítið hafnarþorp sem mér skildist að hefði verið mikill verslunarstaður.
Þegar hér var komið við sögu bættum við nokkur við að fara á Kínverska acrobatsýningu, fólk á línu, hoppandi gegnum hringi beyglandi sig saman, á hjólum 11 stelpur á einu hjóli frábær sýning en í skelfilegum stólum.
4. 5. ágúst Pekingöndin. Kvöldferð á veitingahús.Þessi kvöldferð var á hóteli hinum megin við götuna, við uppgötvuðum þá loks hvernig ætti að fara yfir götuna, auðvitað voru undirgöng sem Carmen leiddi okkur í. Veislan var við hringborð og fyrst var borið í okkur fullt af öðrum réttum, þegar við vorum búin með fullt af þeim var loks komið með öndina, kokkurinn kom og skar hana fyrir framan okkur í rúmlega hundrað bita, hún var góð en fólk misánægt með sósuna.
Þjónustan hér í kina er svolítið skrýstin, þjónarnir eru ekkert að koma of oft og koma ekki eftir matinn og bjóða kaffi og með því, kannski skiljanlegt þegar við erum í einhverjum “ríkismáltíðum” en það er ekki heldur þegar við pöntum eftir matseðli. Aftur á móti eru þeir duglegir fyrri hluta máltíðar að koma of fylla á tebollann. Eftir þessa ferð er maður alveg farinn að kunna að meta grænt te, en mér finnst þó jasmine te best. Teið er dýrt og kostaði kg. Af grænu te fyrir prútt 600 yuan en jasmine te 198 yuan.
Einnig er í boði 4ra daga (3ja nátta) ferð til Xian, 3.-6. ágúst. Verð á mann í tvíbýli er 42.500 kr. (skal bóka í síðasta lagi 10. júní). Í þessa ferð fóru þrír ferðafélagar sem áður hafa ferðast um kína og séð helstu staðina í Beijing.
Annars var hópurinn 15 manns og mjög góður og þægilegt fólk að ferðast með. Mest dáðist ég að fullorðna fólkinu sem var oft á tíðum miklu sprækari en ég (sem þó var yngst í hópnum) að þramma út um allt.
Ingvar og María, Guðrún og Steingrímur, Sigrún og Skírnir, Jónína, Ingibjörg, Bolli, Tolli, Silla og Hörður, Svava og Gunnar.
Ferðasaga 1. hluti
1.-2 ágúst Ísland-Beijing
Morgunflug frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Framhaldsflug með SAS skömmu eftir kvöldmat (kl. 20:55) til Beijing þar sem lent verður næsta dag (kl. 11:50). Ekið frá flugvelli að Marriott New World Courtyard hótelinu þar sem dvalið verður næstu 4 næturnar. Eftir komu á hótelið verður haldinn kynningarfundur.
Flogið var með Iceland express, stutt og fínt flug, í Kaupmannahöfn vorum við að ná áttum þegar Gunnar segir átt þú ekki þennan bróðir, við vissum að Bjartur bróðir væri þarna einhversstaðar til að taka á móti Svövu Tönju, en það var frábært að hitta hann og stelpurnar svona óvænt. Þau voru á leið í Tívolí en við ákváðum að taka lestina inn á Strik og spóka okkur þar, þar var vel heitt en alltaf jafn huggulegt, komum okkur fyrir á veitingastað undir sólhlíf og kíktum í búðir þar til tími var kominn til að skella sér i lestina í 15 mín ferð á völlinn.
Flugið til Beijing með SAS var frekar slæmt, langt og þröngt svo við vorum mjög þreytt við komuna til Beijing. Hótelið var flott hluti af risastórri samstæðu sem í var ein Kringla á 5 hæðum fullt af veitingastöðum og sundlaug ofl. Supermarket í kjallaranum og íbúðaturn.
Í Beijing var allan tíman mikið mistur og hitinn á bilinu 30 - 35 °C, okkur leið þó bara vel.
Beijing er undarleg borg, með óhemjumikið af fólki, háum háhýsum og mikil umferð. Við vorum mest inni í miðborg Beijing og sáum lítið af gamla tímanum þar. Allstaðar er verið að byggja og endurbæta, þeir eru á fullu í undirbúningi fyrir ólympíuleikana 2008, kínverjar klára framkvæmdir yfirleitt á undan áætlun, t.d. Átti að opna lestina Beijing Lhasa 2007 en hún var opnuð núna fyrr í sumar.
Maturinn í Beijing oftast er margir smáréttir í boði, allir settir á snúandi miðju borðsins og svo fær sér hver á sinn disk og oftast þurftum við að biðja sér um hnífapör, margir í hópnum eru samt greinilega vanir að handleika matprjóna og nota þá. Sem hluti af kynnisferðunum var alltaf hádegismatur. Algengustu réttirnir eru , gúrkur í súrum legi, soðið kál, kál í súrum legi, kjúklingur með jarðhnetum og sæt sósa, svínakjöt í strimlum, nautakjöt í strimlum, núðlur stundum, vorrúllur oftast með einhverju kjöti, einu sinni þó með einhverju dökku sætu undir tönn eins og kartöflumjöl, heilir fiskar með roð og sporði, og alltaf vatnsmelónur í eftirrétt. Svo fórum við á veitingahús í kringum hótelið og þá var aðeins meiri fjölbreytni, á einum staðnum létum við einu stelpuna sem gat talað hrafl í ensku velja fyrir okkur matinn, þá var komið með heilan spriklandi fisk, einhverskonar kola í poka og spurt hvort hann væri nógu góður, svo voru flottar heilar rækjur í skel bæði steiktar og soðnar. Annað kvöld fórum við á undarlegan stað og Gunnar pantaði andatungur ! þær voru bornar fram á djúpsteiktum kartöfluþráðum og voru líklega djúpsteiktar líka, þær voru áfastar beini og sinum lítill matur og bragðlítill en mikil upplifun. Á frjálsa deginum vorum við Silla snöggar að lauma okkur yfir götuna og fá okkur pizzu og kók, enda alveg hægt að fá nóg af hringborðhaldi.
Leiðsögumaðurinn okkar í Beijing kallaði sig Carmen, sagði að þau veldu sér yfirleitt vestrænt nafn og hún hefði sem stelpa séð svo fallega leikkonu leika Carmen. Hún var pínulítil og snaggarleg eins og kínverjar eru gjarnan, hún var alltaf með sólgleraugu og hatt og talaði um að ljós húð væri meira fashionable heldur en sólbrún. Enskan hennar var sæmileg en ekki meira en það hún virtist vita af því og endurtók sig oft og jafnvel stafaði orðin ef hún vildi vera viss um að við skildum. Hún sagði ja og ok í tíma og ótíma og wait me here þegar hún vildi að við biðum. Hún var dugleg að fræða okkur um keisara og hjákonur þeirra sérlega Xici sem varð svo drottning og stjórnaði ríkinu í gegnum son sin og systkinabörn. Því miður fór minna fyrir að hún fræddi okkur um land og þjóð, eitt sinn kom hún með langan fyrirlestur um ágæti Tailands sem ferðamannastaðar og frelsi og fjölbreytin í kynferðismálum, mátti helst halda að hún væri að reyna að selja körlunum ferð þangað. Svo brá auðvitað fyrir áróðri um ágæti kínverskra stjórnvalda og ómöguleg afskipti bandaríkjamanna t.d. af Taiwan.