Síður

þriðjudagur, ágúst 22, 2006


Ferðasaga 2. hluti
2.-7. ágúst: Dvalið í Beijing.
Dagana sem dvalið verður í Beijing verður boðið upp á fjölbreyttar kynnisferðir en eftirfarandi kynnisferðapakki með 4 ferðum er innifalin í verði ferðarinnar.
Þeir sem þess óska geta sleppt kynnisferðapakkanum en fjölbreyttar aðrar ferðir eru í boði, sem bóka má eftir komu til Beijing (leiðsögn á dönsku eða ensku). Kynnisferðapakkinn kostar 15.000 kr. á mann og hann skal bóka í síðasta lagi 5 vikum fyrir brottför. Í pakkanum eru eftirtaldar ferðir:
1. Forboðna borgin og Hof himinsins. Dagsferð með hádegisverði.
Forboðna borgin er stórkostleg þar bjuggu keisararnir með eiginkonu, börnum, hjákonum, þjónustukonum og geldingum. Gulur er keisaralegur litur og þar eru þökin með gulum keraminkflísum en rauður er áberandi í veggjunum, stór hluti hennar var verið að gera við til að hafa allt fínt fyrir OL 2008. Þök, loft veggir og rjáfur er allt skreytt með mynstri og táknum, og á þökunum eru dýr fleiri eftir virðingarstöðu þess sem notaði bygginguna. Handriði, brýr og styttur úr marmara og reykelsisker 3 m há úr kopar. Hún var forboðin almúganum, þar bjó keisarinn, með eiginkonu, börnum, hjákonum og geldingum. Geldingarnir voru einu mennirnir sem eyddu nóttinni innan borgarmúranna, en á daginn voru embættismenn og herforingjar þar í sínum erindagjörðum. Hún er öll úr timbri og hefur brunnið nokkuð oft. Forvitnilegt var í upphafi að sjá verði borgarinnar þramma inn með nótur og litla kolla skella sér svo niður og syngja hástöfum.
Silkiverksmiðja fengum smá sýningu á hvernig silki er unnið. Silkipúpurnar eru ýmist með einni lirfu eða tveim .Einföldu púpurnar eru teknar og soðnar svo er fundinn endirinn á þræðinum og vafinn upp á hjól, svo er þráðurinn notaður í vefnað. Tvöföldupúpurnar eru teknar í sundur og strekktar yfir grind, aftur og aftur þar til þær eru strekktar í sængur. Hádegisverðurinn þann dag var hringmatur og svo danssýning. Síðan var farið í Temple of heaven, þangað kom keisarinn til að biðja um góða uppskeru, kom með miklu fylgdarliði og var búinn að fasta á mat og konur á undan. Mjög fallegar byggingar og helsti munurinn að þökin eru með bláum keramikflísum.
2. Vegur andanna Cloisonne factory og Friendship store Kínverski múrinn. Dagsferð með hádegisverði. Vegur andanna er leiðin að grafhýsum keisaranna, hún er vörðuð mörgum marmarastyttum, fyrst af dýrum einu standandi og einu sitjandi og svo af embættismönnum og herforingjum, svo kemur hliðið að himnaríki en svo eru þar um hæð dreifð grafhýsi sum búið að grafa upp og önnur ekki en við heimsóttum þau ekki.
Við flesta staðina sem við heimsóttum var mikil sölumennska, drykkir, sólhlífar, minjagripir, margir merktir OL 2008 , töskur, núðlur, sígarettur, styttur.
Allir þessir sölustaðir sem bættust við eftir á voru svolítið spennandi en samt þreytandi, þar virðist mega ganga að gæðunum vísum en verðin eru aftur á móti himinhá og allsstaðar þarf að prútta .sem á nú ekki beint við mig. Kínverjarnir eru líka ágengir “come looky looky” og taka nei ekki sem svari strax, kannski vorum við ekki nógu dugleg að segja bu jao sem þýðir ekki versla.
Cloisonne er gömul frönsk aðferð til að skreyta muni, upphaflega bara úr kopar en nú líka á tréplatta. Munirnir eru t.d. vasar og bakkar en líka dýrastyttur, skartgripir og hárskraut. Gullfallegt með allskyns flóknum mynstrum. Fyrst er móteð munstur með örfínum koparræmum, og límt ámuninn, svo eru fyllt inn með steinlitum og svo eru munirnir brenndir og svo pússaður. Tíminn sem tekur að vinna munina er mælt í mánuðum, agalegt var að sjá vinnu aðstæður fólksins þarna, meirihluta konur, setið á gömlum eldhuskollum...
Múrinn. Þegar við komum að múrnum var fyrst tekin hópmynd svo gáum við valið um tvær leiðir upp á hann. Við röltum af stað með það í huga að fara eins langt og við vildum, við Gunnar fórum framhjá 4 varðturnum. Múrinn er svona 3-4 metra breiður á þessum kafla og svipað hár. Hann er heill á þessum kafla og frekar brattir kaflar, tröppurnar af ýmsum stærðum, sumstaðar þannig að hreinlega þurfti að klofa eina í einu. Mjög mikið var af fólki á múrnum og mest af kínverskum túrhestum. Útsýnið var því miður ekki mikið, en vel sást stóra augýsingaskiltið um OL2008 “One world, one dream.” Mér fannst líka skemma upplifunina að allstaðar var sölufólk. Í ferðasögu sem ég las á netinu fer maðurinn með rútu og er settur af á einum stað og svo sóttur 3 tímum og 10 km seinna það er örugglega ríkari upplifun, bæði að losna við sölumennskuna og svo að vera ekki umkringdur fólki allan tímann, aftur á móti þarf þá þrek til að ganga.
3. Sumarhöllin. Dagsferð með hádegisverði. Sumarhöllin er staðsett í garði um 15 km fyrir utan miðborg Beijing þar hafði verið lítið vatn sem keisari lét stækka og nota uppgröftin til að útbúa hæð þar sem Cixi lét gera Lamahof en hún var buddhatruar. Mikið fór fyrir sögu hennar í garðinum, þar var gangur með myndum af henni teknar sumarið 1903 og fötunum hennar. 1911 deyr hún svo hún drap keisarann og svo sig. Sá keisari var systursonur hennar sem hún lét giftast bróðurdóttur sinni en eftirlét honum engin völd. Einn keisarinn var frá suðurkína og saknaði svo landslagsins þaðan að hann lét mála 47000 myndir á langan gang bæði utan og innaná. Merkilegt að þessar gömlu byggingar eru úr timbri og hafa verið endurbyggðar of í tímanna rás. Í garðinum er líka lítið hafnarþorp sem mér skildist að hefði verið mikill verslunarstaður.
Þegar hér var komið við sögu bættum við nokkur við að fara á Kínverska acrobatsýningu, fólk á línu, hoppandi gegnum hringi beyglandi sig saman, á hjólum 11 stelpur á einu hjóli frábær sýning en í skelfilegum stólum.
4. 5. ágúst Pekingöndin. Kvöldferð á veitingahús.Þessi kvöldferð var á hóteli hinum megin við götuna, við uppgötvuðum þá loks hvernig ætti að fara yfir götuna, auðvitað voru undirgöng sem Carmen leiddi okkur í. Veislan var við hringborð og fyrst var borið í okkur fullt af öðrum réttum, þegar við vorum búin með fullt af þeim var loks komið með öndina, kokkurinn kom og skar hana fyrir framan okkur í rúmlega hundrað bita, hún var góð en fólk misánægt með sósuna.
Þjónustan hér í kina er svolítið skrýstin, þjónarnir eru ekkert að koma of oft og koma ekki eftir matinn og bjóða kaffi og með því, kannski skiljanlegt þegar við erum í einhverjum “ríkismáltíðum” en það er ekki heldur þegar við pöntum eftir matseðli. Aftur á móti eru þeir duglegir fyrri hluta máltíðar að koma of fylla á tebollann. Eftir þessa ferð er maður alveg farinn að kunna að meta grænt te, en mér finnst þó jasmine te best. Teið er dýrt og kostaði kg. Af grænu te fyrir prútt 600 yuan en jasmine te 198 yuan.
Einnig er í boði 4ra daga (3ja nátta) ferð til Xian, 3.-6. ágúst. Verð á mann í tvíbýli er 42.500 kr. (skal bóka í síðasta lagi 10. júní). Í þessa ferð fóru þrír ferðafélagar sem áður hafa ferðast um kína og séð helstu staðina í Beijing.
Annars var hópurinn 15 manns og mjög góður og þægilegt fólk að ferðast með. Mest dáðist ég að fullorðna fólkinu sem var oft á tíðum miklu sprækari en ég (sem þó var yngst í hópnum) að þramma út um allt.
Ingvar og María, Guðrún og Steingrímur, Sigrún og Skírnir, Jónína, Ingibjörg, Bolli, Tolli, Silla og Hörður, Svava og Gunnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli