Síður
▼
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Ferðasaga 3. hluti Tíbet
7. ágúst: Beijing-Lhasa
Morgunflug til Lhasa með viðkomu í Chengdu. Eftir komu til Gonkar-flugvallar sem liggur í 3600 hæð tekur við um 2ja klst. akstur með fram Yarlung Zangpo-fljóti til höfuðborgar Tíbet, Lhasa. Hótelið okkar er vel staðsett í gamla borgarhlutanum nálægt Jokhang-musterinu. Við tökum því rólega fyrstu tvo dagana meðan við venjumst þunna loftinu.
Yak hótel er staðsett í Tíbeska hluta Lhasaborgar, við East Beijing road mikla umferðargötu, svo það var mikill umferðarhávaði langt fram á kvöld og snemma á morgnanna. Mest fer fyrir bílflautunum sem tibetbúar nota óspart.
Hótelið er annars fínt, við vorum óttalega drusluleg og sprengmóð þegar við komum en á móti okkur tók her lítilla stelpa sem skelltu okkar níðþungu töskum á bakið og hlupu með þær upp á fjórðu hæð, svo klöngruðumst við á eftir á flókaskóhraðanum, eða 10 skref og anda svo 15 sinnum.
Maturinn í Tíbet er ólíkur þeim kínverska og ekki eins góður og svipaður á flestum stöðum, enda fer maður ekki til Tibet til að borða góðan mat. Mikið er um að maturinn sé steiktur úr olíu, eins og tómatar, kartöflur egg og bacon á morgnana. Þá var líka boðið upp á bygggraut, grófari en hafragrautur og sumir bara glaðir með hann. Tíbetar nota bygg mikið, í grautinn, í tsampa, og brygga úr honum vín sem líkist mysu. Fengum aldrei ost, smjörið var með þrálykt, djúsinn eins og Egils blandaður. Töluvert ber á indverskum áhrifum, kjúklingakarrý, svínakarrý, nanbrauð. Við hliðina á hotelinu er Duyna restaurant, þar var hægt að fá sæmilegan vestrænan mat sem við Silla nýttum okkur á frjalsa deginum. Annars var maturinn flestur innifalinn og það er ágætt á svona framandi stað að þurfa ekki að fara að leita að mat.
8. ágúst: Lhasa
Þann dag heimsækjum við helgasta musteri Tíbetbúa og áfangastað fjölmargra pílagríma. Jokhang-hofið var byggt að tilstuðlan Songtsen Gampo Tíbet-konungs á árunum 639-647. Í musterinu eru ótal Búddha-styttur og friðsælt andrúmsloftið er heillandi. Við fylgjum í fótspor pílagrímanna í gegnum fjölmörg herbergi þar sem þeir kveikja í reykelsum og færa öndunum jakuxasmjör.
Það var ótrúleg upplifun að heimsækja þetta musteri, við gegnum frá hótelinu með púrúpú, hér í þessum bæjarhluta virðast engar umferðarreglur vera í gildi, maður bara fer út á götuna og reynir að stoppa umferðina, bílstjórarnir forðast í lengstu lög að stoppa en sveigja fram hjá ef þeir mögulega geta. Stutt ganga var að musterinu, fólkið hér er mjög ólíkt fólkinu í Kína, það er með dekkri húð, skítugt, og í allskyns fötum,sumir tíbetbúar eru í vestrænum fötum, fínir kínverjarí vestrænum fötum, tíbetsku konurnar eru í síðum gráum og brúnum pilsum með rönddóttar svuntur og vafinn höfuðbúnað, karlarnir eru í dökkum fötum með filthatta, sumir með rauð bönd vafin um höfuðið, en börnin yfirleitt í vestrænum fötum og margir strákar með derhúfur.
Lífið í Tíbet gengur út á tvennt, baráttuna um brauðið og að stunda búddismann. Í klaustrunum sem við heimsóttum var allstaðar fólk að iðka sína trú, Mest við Jokhang, þar var mannmergð utanvið að gera þessa hreyfingu að bera greipar að enni, hálsi og brjósti og renna sér svo beinflöt á jörðina. Fólkið gengum um með smápeninga, poka með jurtasmjöri og hitabrúsa með bráðinn olíu til að færa hinum ýmsu búddalíkneskjum sem eru í hofunum. Við héldum fyrst að hitabrúsarnir innihéldu te, en svo var nú ekki jakuxasmjöri var gefið búddha en nú er það svo dýrt að jurtasmjör og olía hefur tekið við. Fólkið treður peningum hvar sem það getur á altörin undir glerin, í safnbauka og á veggina. Það þarf þrennt til að það geti verið hof, styttur, ritningar og munkar, þá er hof. Við Jokhang eru stór reykelsisker fyrir utan svo reykinn liggur hátt í himininn, lyktin af reykelsunum, smjörinu, fólkinu og sótinu er yfirþyrmandi, hofin eru klædd með skrautlegum vefnaði að innan og hanga líka veifur í löngum hólkum út loftinu. Munkarnir eru um allt í sínum rauðu kuflum sumir að kyrja aðrir að selja blessanir, gamlir gráhærðir í hægðum sínum ræðast við, ungir munkar hlaupandi um og einn í skugganum að skrifa sms.
Eftir hádegisverð heimsækjum við Norbu Linka sem var sumarhöll Dalai Lama og þar sem hann dvaldi lengstum. Við göngum í gegnum garðinn og lítum á einkahíbýli Dalai Lama númer 8., 13. og 14. Það var einmitt frá þessum stað sem núverandi Dalai Lama flýði frá Tíbet árið 1959.
9. ágúst: Lhasa
Dagurinn hefst með einum af hápunktum ferðarinnar: Potala höllinni. Hinn 5. Dalai Lama lét reisa þessa höll um miðja 17. öld eftir að hann tók við völdum af kínverska keisaranum. Þetta er fjölsóttur áfangastaður pílagríma frá öllum hornum Tíbets og við fylgjum þeim um nær endalausa ganga hallarinnar. Við förum einnig upp á hallarþakið þar sem voru híbýli núverandi Dalai Lama. Þaðan er ægifögur útsýn yfir Lhasa-borg og tilkomumikinn fjallahringinn. Í höllinni eru geymdir ómetanlegir fjarsjóðir, þ.á.m. kista fimmta Dalai Lama sem smíðuð er úr 3700 kg. af skíra-gulli. Aðrir Dalai Lama, til og með þess 13., eru einnig grafnir í Potala-höllinni.
Ég og Silla lögðum ekki í að klifra upp allar tröppurnar í Potalahöllinni, við erum báðar frekar slappar, ég vaknaði með hausverk og ógleði kl 1 eftir að hafa sofið í svona 2 tíma, velti mér lengi vel en gafst svo upp og tók tvær ibufen og svaf eftir það ágætlega. Í dag er kaldara og hefur snjóað í fjöll.
Í hádeginu fórum við öll saman í sem púrúpú kallaði picknik place, þettta er greinilega smá vísir að þjóðháttasafni með gömlum tólum og tækum tengdum landbúnaði og þarna var líka gömul vatnsknðuin myllla, það sem var ,meira ,merkilegt var risastórt vatnsknúið bænahjól, svo þar svífa möntrunar endalaust um. Við fengum ágætan og fróðlegan hádegismat í þessum garði sem var nú frekar sjoppulegur en friðsæll og svalandi andrúmsloft, í mat var meðal annars einhverskona sambaostur sem ég kastaði næstum því upp af, sweet tea, yak buttermilk tea, yak lungu, yak kjöt, fullt af grænmeti og skritið hvítt brauð. Báðar gerðirnar af tei voru mjög sætar og vemmilegara og held ég að við flest látum það vera hér eftir. Gunnar fékk bjór í pínulitlu vatnsglasi en stelpunar í síðu pilsunum sínum með fallega brosið voru alltaf að koma að fylla í glasið þó hann væri bara búinn með einn sopa.
Næst lá leiðin í ….klaustrið það’ hafði á sínum tíma verið gríðarstórt með 5500 munkum en nú eru þar um 500. Púpúrú sýndi okkur mynd með hana, svín og slöngu í miðjunni sem tákna hatur fáfræði og girnd, bæði kynferðislega og í hluti (Want). Þessar hvatir valda því að við gerum mörg mistök og við eigum að berjast við að hemja þær og bæla haga okkur rétt svo við endurfæðumst á betri stað, hann tók dæmi ef við drepum skordýr að ástæðulausu getum við endurfæðst sem skordýr, svo Hörður hefur miklar áhyggjur af því núna.
Í… sáum við rökræður munkanna þeir ræða 6 daga í viku í tvo tíma í senn í garði. Þeir eru tveir og tveir saman, annar situr og kemur fram með skoðanir á ritningunni sem þeir ræða en hinn stendur með perlubandið sitt um handlegginn, togar það upp slær hægri hendi í þá vinstri og stappar fram með vinstri fæti til að kveða niður ranghugmyndir og fáfræði félaga síns. Þeir voru þarna á öllum aldri en mest fjörið var hjá þessum yngri, það kjaftaði á þeim hver tuska og þeir öskruðu og skömmuðust og stöppuðu og slógu með krafti svo þeir eru líklega með sigg í lófunum af þessari iðju, þeir eldir sátu rólegri og ræddu saman. Drengir mega ákveða að verða munkar 16-17 ára en áður fyrr sendu fjölskyldur gjarnan einn dreng í klaustur 2-3 ára, nú er það fátíðara en þó en þá taka þeir sjálfir ákvörðun um að verða munkur um 16-17 ára.
Eftir klaustrið var farið í teppaverksmiðju þar sem við sáum teppin ofin, sáum stein (mineral) litina sem notaðir eru í teppin sem eiga að duga í 3 kynslóðir. Konur unnu við vefnaðinn og við aðstæður sem vinnueftirlitið myndi nú ekki samþykkja krupu á gólfinu en sungu samt og brostu við vinnuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli