Ferðasaga 5. hluti
11, ágúst: Shigatse – Lhasa
Shigatse kemur næst Lhasa hvað mannlíf varðar. Hér er heimavöllur Panchen Lama sem er næstur í virðingaröð Tíbeta á eftir Dalai Lama. Við heimsækjum grafir genginna Panchen Lama en eitt höfuðmusteranna geymir múmíu þess tíunda. Þetta klaustur Tashilhupno var greinilega virkt, í samkomusalnum voru föt og bollar munkanna sem nota hann. Stórfengleg er 30 m stytta af Shakamuri (Buddha) úr bronsi og klædd með gullflögum. Frá Shigatse liggur leiðin aftur til Lhasa en nú bregður fyrir allt öðru landslagi. Við ökum um tilkomumiklar gjár og undir grófum fjallatindum, fyrst meðfram Yarlung Tsangpo sem verður Brahmabutra, eitt lengst fljót í heimi . Skemmtileg upplifun var að klöngrast niður að fljótinu og skola hendur í því helga vatni. og á leiðinni æjum við og snæðum nestið okkar.Við höfðum fengið hádegisverð í Shigatshe svo ekki var annað nestisstopp, heldur stoppað sem fyrr til að teygja úr sér, taka myndir og pissa bak við stein
Klósettmenning í Tíbet er frekar dapurleg, fín aðstaða á hótelum sem við gistum á en í hofum og klaustrum er boðið upp á opna þró enginn pappír og lítið vatn og svakaleg hlandstybba. Fyrr en varir komum við aftur í Lhasa-dalinn græna og ökum framhjá fjölmörgum bóndabýlum.
Kýr á gatnamótum.
12. ágúst: Lhasa
Þessi síðasti dagur í Tíbet og Lhasa er frjáls.
Ég nennti ekki með í ferð upp að einu hofinu heldur sit hér og skrifa ferðasöguna og horfi út um gluggann, það er ævintýri úta f fyrir sig. Mannlífið er svo fjölbreytt og litskrúðugt. Hér í Lasha búa um 200 þús manns, yfirvöldum og þeim sem á horfa ber ekki saman um hlutfall á milli tíbeta og kínverja, yfirvöld segja 95 % tíbeta ferðabókin giskar á 50% sem mér sýnist nær lagi . Borgin er reyndar hverfaskipt, okkar hótel er í tíbeska hlutanum, hér eru þeir í meirihluta, gangandi, og hjólandi , mörg hjól með skúffu notuð til að flytja allt mögulegt og svo leiguhjól græn með tjaldi yfir
Sjö úr hópnum fóru í ferð að .Ganden klaustrinu, (joyous) sem er í 4500 m hæð.Tsongkhapa.stofnandi Yellow hat sect stofnaði það í kringum 1400. Þar er hellir sem hann notaði í hugleiðslu. Tolli, Steingrímur, Hörður, Maria og Ingvar steðjuðu upp fjallið’ en Gunnar og Bolli tóku pílagrímahringinn i kringum hann. ‘i hlíðinni voru altari þar sem þeir voru með reykelsi þar sem þeir næra andana. Einnig mátti þar sjá staði sem þeir stunda sky burial. Þeir heimsóttu klaustrið og gengu út með munkunum og fannst það sérstök tilfinning að ganga út með 300 munkum og leið eins og þeir væru hluti af hópnum. Tolli kom að volgu bænastæðinu á fjallinu þar sem munkarnir hörðu rétt yfirgefið. Þau komu sóbrún og sæl til baka. .Tibetar fara þannig með þá látnu að líkamarnir eru færðir á fjöll fyrir villidýr og hrærætur, beinin geta svo ætingjar hirt og brennt og sett í fljót eða i keramik. Þeir álíta að andinn hafi yfirgefið líkamann og með því að færa hann til náttúrunnar geri hann gagn.
13. ágúst: : Lhasa-Beijing
Morgninum eyðir hver að vild en eftir sameiginlegan hádegisverð ökum við til flugvallarins og við tekur flug aftur til Beijing
Við og mér sýndist fleiri eyddum síðasta morgninum í að versla. Það sem hópurinn er aðallega búinn að vera að kaupa sýnist mér eru buddalíkneski, perlufestar bæði úr kóral, túrkis, og sandalviði. Á mörkuðunum er mikið úrval af því og alls kyns munum úr brass, tegdum buddisma, fullt af skartgripum, silkiklæðnaði, höttum, hnífum vefnaði t.d. röndóttu svunturnar sem konurnar eru flestar með.
Leiðin að flugvellinum hefur styst um klukkutíma frá því sem okkur var upphaflega sagt vegna jarðganga rétt við flugvöllinn og er nú bara klukkutími. Það var alveg nóg á þessum vegum sem hrista mann ærilega og svo var ekki loftkæling í rútunni svo við reyndum að hafa gluggana opna en ótrúlega mikið af farartækjum var á veginum sem gáfu frá sér hvílíkan bensínfnyk.
Púrupú kom okkur í flug og kvaddi með uprifjun, Tolli hafði haft vit á því að taka með bók um ísland sem allir undirrituðu og hann svo fékk.
Flugvélamaturinn var enn eitt ævintýrið, kaldar núðlur, perusúpa, skinka með sherrytómat og gúrku.
Í Chengdu átti að vera klukkutímaseinkun en hún teygðist í …5 vegna þrumuveðurs í Beijing. ‘Í biðinni eru miklar og skemmtilegar umræður um allt möglulegt en upplifunin af Tíbet er fólki greinilega ofarlega í huga. Eftir tvo tíma fengum við kvöldmatinn og skoðuðum svo myndir. Þegar við komum til Beijing kannaðist leiðsögumaðurinn ekki við hvorki sandstorm né þrumuveður og hvað flugyfirvöld vera “ugly liars”. Nú var komin nótt og til að forðast umferðaröngþveiti vegna vegaviðgerðar á aðalveginum fórum við einhverja bakaleið, en greinilega höfðu allir fengið sömu hugmyndina því þar var hvílík traffic og bílarnir tróðust, þrír samhliða á veginum þannig að vörubíll sem við mættum fór út í kannt, keyrði á tré og reif það upp með rótum þannig að lauf og greinar hrundu yfir rosaflottan audi sem var þar að troðast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli