laugardagur, desember 26, 2009

Flutt til Íslands

Það er gott að eiga góða að og sérlega þegar flutt er á milli landa. Meðan við biðum eftir að fá íbúð afhenta á Vallarheiði fengum við að búa fyrst hjá pabba og svo hjá Iðunni og Stebba meðan þau voru á Ólafsfirði og í sumarbústaðnum, mikill lúxus og yndislegt heimili að dvelja á. Myndir úr júlí .

Við áttum fyrst að fá íbúð á Grænásbraut 1216 4 herbergja en vildum endilega á 5 herbergja til að hafa auka herbergi fyrir Bergþóru Sól. Ég var ekkert smá kát þegar Keilir hringdi og ég fékk að skoða 5 herbergja íbúð og hún er HUGE, fullt af skápum, öll tæki, tvö baðherbergi og bara dásamlegt þótt í rokrassgati sé. Jón og Pétur fluttu líka inn um leið og voru alsælir, Jón að vinna á bílaleigu og Pétur í Dominos.

Gunnar datt líka aldeilis í lukkupottin, Bjössi vinur hans bauð honum að koma mér sér 2-3 túra á trillu en þegar Gunnar mætti var Bjössi búinn að ráða sig á stærri bát og Gunnar mátti bara taka við svo þarna fékk hann vinnu upp í hendurnar. Hann gerðist trillusjómaður fór snemma á morgnana og kom seint á kvöldinn, þreyttur og sólbrúnn með fulla poka af fiski. Í einum af fyrstu túrunum kom hann vélarvana bát til bjargar og Víkurfréttir sögðu frá þó þar væri sleppt hans þætti!

Ég var þess vegna mikið í húsmóðurgírnum, vaknaði með Gunnari og Jóni til skiptis og smurði handa þeim nesti, og flakaði svo, frysti og gerði fiskibollur fram á rauðar nætur. Naut líka lífsins að hreiðra um mig í stóru íbúðinni. Versta var að ég eiginlega gleymdi að ég var í námi og sinnti því of lítið en þurfti líka kannski bara smá frí.

Við festum kaup á Mitsubishi Outlander hjá Reyni pabba Gabríels Veigars og fengum þá feðga í heimsókn.

Meiri myndir hér frá ágúst og svo skruppum við á Gay Pride
Flutt frá Englandi

Síðustu dagarnir í Leeds voru svolítið nostalgískir við fórum mikið í bæinn og oftar á pöbbinn og drukkum í okkur þessa síðustu dropa þeirrar lífsreynslu af því að búa í Englandi. versluðum eitt og annað til að taka með heim eins og fimm ára birgðir af kanil og paprikudufti ;)
Svo leigðum við trukk eina ferðina enn pökkuðum saman og þrifum á Aston View og brunuðum
með dótið til Immingham, 21. júní. Svo eyddum við nokkrum góðum dögum með Huldu áður en flogið var heim 26. júní. Það var alveg ómetanlegt að hafa Huldu og Les þarna á næstu grösum geta skroppið til þeirra yfir helgi og fá ráð um allt mögulegt sem fávísir Íslendingar vissu ekki. (á myndinni komst Hulda í hárið á mér og klippti hressilega !)

Fólk spyr mig oft hvort ég vildi búa þar áfram og svarið er ekki einfalt. England er dásamlegt að mörgu leiti, veðrið, verðið, sveitirnar, fjölbreytileikinn í mannlífinu. Magga systir segir líka að ég sé borgarrotta og eigi að búa þar sem ég geti labbað í óperuna og á tónleika og líklega er smá sannleikskorn í því. Ég elskaði að labba eftir daginn í háskólanum niður í gegnum miðbæinn, koma við í Borders og glugga í nokkrar bækur og fá mér kaffi á leiðinni í tónlistarskólann. En á móti kemur að ég elska líka að ganga um Keflavík og þekkja hverja einustu þúfu, og sérlega alla víðáttuna á Íslandi. En það sem gerir líklega útslagið er fólkið, að geta hoppað upp í bíl og verið komin inn í eldhús hjá systrum mínum innan fimm mínútna og að vera í daglegum samskiptum við fjölskyldu og vini.

Svo má ekki gleyma að í Englandi var lífið með afskaplega einföldum brag, ég í námi og Gunnar heimavinnandi, ekkert vinnustress og mikil notalegheit og tími til að njóta lífsins, hver veit hvaða mynd hefði verið ef við hefðum bæði verið í botnlausri vinnu ?

Það mætti skrifa langan pistil annars með samanburðinum á lífinu í Leeds og á Íslandi og það skín líklega í gegn um fyrri pósta kannski kem ég til með að bæta við þennan lista en þetta við ég nefna nú:
  • húsin og húshiti, í Englandi eru húsin köld og rök en á Íslandi heit og hlý
  • bankakerfið í Englandi er þungt og leiðinlegt
  • England er STÓRT Ísland er lítið og þá meina ég fólksfjöldi, vegakerfi, framboð á vöru og þjónustu ofl.....
Risið úr bloggbindindi

sæl og blessuð kæru lesendur og takk fyrir síðast, en það er fyrir heillöngu eða nákvæmlega hálft ár. Það var engin meðvituð ákvörðun að hætta að blogga það bara gerðist einhvernveginn eftir að við fluttum heim. Nú er það aftur á móti meðvituð ákvörðun að byrja aftur. Hér er því smá blogg um blogg. Þegar við bjuggum úti notuðum við bloggið til að flytja vinum og vandamönnum fréttir af lífi okkar í Leeds svo veit ég ekki hvað en líklega þykir okkur líf okkar ekki eins merkilegt hér heima eins og það er nú mikil þvæla. Líklega hefur líka Facebook spilað hlutverk því þar uppfæri ég stöðu og fylgist með öðrum, en gallinn við það er að upplýsingarnar verða illaðgengilegar á stuttum tíma. Undanfarið höfum við Gunnar ætlað að rifja upp eitt og annað, ekki bara frá Leeds heldur frá fyrri árum og þá förum við í bloggið til að hressa upp á minnið svo við sjáum að bloggið er fínasta heimild. Svo nú skal risið úr bloggbindindi og skráð helstu viðburðir og pælingar, þó svo að líf okkar allt verði eins og opin bók fyrir hvern sem nennir að lesa þá verður bara að hafa það enda ekkert að fela og ef svo væri þá væri það hvort sem er ekki fest á blað. Vil ég bara biðja lesendur að kvitta kannski fyrir sig og skilja eftir smá comment.
kv. Svava

föstudagur, júní 26, 2009

Ferðalag til Suður Englands - góð leiktjöld fyrir líf


Trip to South of England



11. - 15 júní fórum við með Bergþóru Sól, Möggu og Óðni í ferðalag, keyrðum í einum rykk suður fyrir utan smá stopp í Birmingham fyrir smá útréttingar, við höfum nú komist allra okkar leiðar með hjálp Google Earth og kortbókum, en þegar einn vegurinn klofnaði óvart í tvennt og við villtumst af leið var gott að geta gripið í Blackberryinn hjá Möggu til að komast á réttan stað.

Við gistum allan tímann í þessum húsum, leit ótrúlega vel út á vefsíðunni en við gerðum okkur ekkert og miklar væntingar vitandi að standardinn er oft ólíkur hjá Tjallanum. En þetta fór alveg fram úr okkar björtustu vonum og verst að geta bara ekki verið lengi. Frábær sundlaug, eldhústækin ný og flott, rúminn frábær, allt til til alls og allt hreinnt og flott.

Fyrsta deginum eyddum við í Bath, Gunnar hafði fengið Svan Þorkellsson sem býr þar til að leiðsegja okkur, það var aldeilis frábært. Við þræddum borgina sem angar af sögu og er mjög aðlaðandi öll byggð úr bleikleitum steini og ekki "red brick in sight" eða eins Svanur sagði "góð leiktjöld fyrir líf", sem síðan varð uppáhaldssetning Möggu.

Næsti dagur var Stonehenge, svona "must do", aftur vorum við ekki með of miklar væntingar búið að segja okkur að mikð væri af uppgreftri og maður kæmist ekkert nálægt steinunum en maður gengur hring í kringum þá í mátulegri fjarlægð með "audio guide" svo það eru ekki allir að tala í gsm eins og halda mætti á myndunum heldur að hlusta á leiðsögn. Ekki spillti fyrir að veðrið var dásamlegt. Ég var alveg heilluð af staðnum og sögunni. Svo svona af því að heimurinn er svo lítill þá hitti ég hana Ólöfu þarna, með sínum manni og systur og mági sem eru í námi þarna suðurfrá.

Þaðan skelltum við okkur til Glastonbury, sem er frægust fyrir stóra tónlistarhátíð, byrjaði með hippum og borgin ber öll merki þess, búðirnar eru fullar af galdradóti, aromatherapy, colortherapy, healing stones, spiritual healers og svo framvegis. Við röltum um og fórum á organic kaffihús að sjálfsögðu, fengum organic beer og organic cola, ef það fengist á Íslandi þá fengi Óðinn að drekka kók í hvert mál !!! Innsta borðið var með skiltinu, "this table is reserved four our spiritual healer".

Síðasta deginum var eytt í Longleat, stóru gömlu herrasetri, þar sem hægt væri að eyða mörgum dögum, við keyrðum í gegnum "drive thru" dýragarðinn, sérstök og skemmtileg upplifun, þó við værum að kafna hjá ljónunum og úlfunum því þar mátti ekki opna gluggna og þau voru nú ekki beint fjörug í hitanum. Svo skoðuðum við húsið, svaka flott og gaman að sjá svona langa samfellda sögu. Óðinn og Magga hlupu í gegnum eitt völundarhús og fengu smá Harry Potter fíling meðan við hin sigldum um og hittum sæljón og górilluna.

Svo höfðum við ákveðið að "live dangerously" og finna okkur gistingu á leiðinn til Manchester, það gekk smá brösulega villtumst fyrst yfir toll brú og vorum komin til Wales! svo nokkrar villingar í og kringum Gloucester, sendum Möggu til að spyrja um herbergi á hóteli sem var líklega fyrir "glaðar konur" og hlógum ógurlega, hún náði reynar ekki sambandi við þann sem varð fyrir svörum , of lyfjaður! Enduðum seint og síðar meir á Premier Inn, ekki svona huggulegt B&B eins og okkur hafði dreymt um en allavega hafði ég ekki úthald í að leita meir.

Síðasta daginn var brunað til Manchester í Trafford Center sem er íburðamesta verslunarmiðstöð sem ég hef séð, ekki svo stór en öll í skreytingum, veggmyndum gyllingum, og svæði með veitingastöðum og sýningaraðstöðu sem er eins og dekk á lúxus skemmtiferðaskipi. Við versluðum slatta og skutluðum svo Möggu og Óðni á flugvöllinn áður en við brunuðum til Leeds til að fara að pakka og huga að alvöru lífsins.

Overall, var þetta frábær ferð en alltof stutt, vorum heppin með veður og gátum haft það hugglegt með nesti í grasi og keyptum dýrar en ógleymanlegar nautasteikur í Bath sem Magga steikti með meistarabrag. Takk fyrir samveruna Magga og Óðinn.

þriðjudagur, júní 02, 2009

Erum komnar til Leeds, Svava Tanja, ég og Bergþóra ég fór í vinnu í morgun, en þau að skemmta sér í Flamingoland eins og sjá má hér enda um að gera að nýta þetta dásamlega veður sem var í dag

Flamingoland

föstudagur, maí 29, 2009

EVERTON FC og Rhydian


Nokkrar línur frá grasekklinum hérna í Leeds.

Ég skrapp með Tony til Liverpool til að horfa á Everton keppa við West Ham á Goodison Park. Þeir eru nú að verða nokkrir vellirnir sem ég er búinn að koma á hér í UK. Þetta var mjög skemmtileg ferð með honum og family, sem eru mikið stuðningfólk Everton. Eru með ársmiða og allt það, og ég fékk sæti þar sem aðalstuðningmennirnir voru. Allir voru í mikkklu stuði enda unnu þeir 3-1.


Ég fór einnig síðasta laugardag til Sheffield til að horfa á Rhydian í City Hall, það var nú svolítið fyndið að fara á tónleikana einn og með 3 miða, miðarnir keyptir fyrir löngu síðan vegna þess að Svövu langaði mikið að sjá hann og bauð Huldu með. Svava þurfti síðan að fara til Ísland og Hulda gugnaði á að fara þannig að ég stóð fyrir utan City Hall í Sheffield og var að reyna að gefa fólki miða á tónleika sem voru uppseldir. Ég hætti því fljótlega því að stelpurnar og einnig strákarnir sem ég reyndi að gefa miða horfðu á mig með þannig augnaráði og vissu ekki hvað þessi karl, ég, hefði eiginlega í hyggju. Sá svo hóp af kellum sem voru auðsjáanlega "groupies" en komnar af léttasta skeiðinu og bauð þeim að fá miðana. Það var nú líka svolítið fyndið að ég var með sæti á besta stað með fullt af miðaldra kerlingum í kringum mig sem héldu ekki vatni yfir Rhydian og ein sem sat við hliðina á mér var að fara á 6 tónleikana hjá honum í röð, bara elti hann um allt. Ætli hún hafi ekki verið svona um sextug og sagðist búa rétt hjá Manchester. Aðdáendahópurinn, eingöngu konur, kölluðu sig Rat pack. Þetta voru svosem alltílagi tónleikar en hann kemst nú ekki í hálkvist á við hana Tinu mína.

Hérna sjáið þið hann í öllu sínu veldi: http://www.youtube.com/watch?v=YC61Bp_dq8U&feature=channel

Svo er ég nú bara að læra fyrir þessi próf mín, fer í göngutúra, bíltúra og kaffihús. Fyndið hvað sumt breytist hjá manni þegar maður er svona einn, t.d. þá hef ég ekki kveikt á sjónvarpinu meðan Svava hefur verið á Íslandi. jæja þetta er nóg í bili.

Annars hlakka ég mikið að fá þær tvær Svövu og Bergþóru Sól á mánudaginn.

GHG

mánudagur, maí 25, 2009


Jæja, ætla að henda inn nokkrum línum um hvað ég er að bauka núna á Íslandi. Tilgangur ferðarinnar er að safna gögnum fyrir rannsóknina, ætla að taka 8 viðtöl við kennara, 2 rýnihópa kennara og 2 rýnihópa nemenda, allt þetta er um hvernig kennarar nota upplýsinga og samskiptatækni í sinni kennslu. Svo það eru búnir að vera grilljón tölvupóstar og símtöl að láta það allt ganga upp.


Svo þess á milli hef ég haft það skemmtilegt, horft á 6 bíómyndir með Iðunni í 2 lotum !!! Borðað sushi og spilað með systrum mínum og hitt vinkonur mínar úr kennó, en belive it or not þá eru 20 ár síðan ég útskrifaðist þaðan.

Svo reyni ég að fóðra strákana þegar ég næ í þá, Jón kemur reglulega á garðana en Pétur vann og vann síðustu viku enda megavika á Dominos, býst við að sjá hann meira í þessari viku.

laugardagur, maí 16, 2009


Hitti í mark


Ég er komin til Íslands eina ferðina enn, nú til að taka viðtöl við kennara.


Kippti með mér skóm fyrir drengina og það hitti í mark eins og myndin sýnir!

fimmtudagur, maí 14, 2009

Vörn á rannsóknaráætlun og góðir gestir



svona leið mér í dag, þegar ég var búin að hitta andmælendur mína (veit ekki hvaða orð á að nota, hér en það eru tveir prófessorar sem eru kallaðir examiners) og þeir búnir að gefa mér græna ljósið að halda áfram með verkefnið mitt.


Annars eru hjá okkur góðir gestir, Halla Kolbeins vinkona okkar sem er að ganga frá sölunni á húsinu sínu hér í UK og ýmislegt annað (t.d. að ná í duftker með eiginmanninum heitnum), frænka hennar kom með henni til halds og trausts. Annars er Gunnar búinn að vera að sinna þeim í nokkra daga og keyra þær út um allt. Þau fór t.d til York í dag.
Við fórum öll saman út að borða í kvöld til að halda upp á þetta allt saman áðan.

Svo er það Ísland á morgun og viðtöl og rýnihópar næstu tvær vikunnar. !! endalaust stuð !!
Gunnar Halldór og Svava

sunnudagur, maí 10, 2009

Star Trek,
við erum nú ekki dugleg að fara í bíó en þegar nú Star Trek er í boði læt ég mig ekki vanta og tókst að draga Gunnar með mér. Ég var alveg voðalega hrifin ánægð með að hitta gamla vini sem margir vorum miklu myndarlegri en áður. Mikil spenna og gott fyrirsjánlegt Star Trek plot. Gunnar hló nú að mér þegar ég varð skíthrædd í slagsmálum við snjóskrimsli.

Vorum með gesti í dag Jane sem var með mér í náminu og Tony kærastinn hennar, Everton maður sem ætlar með Gunnar á leik um næstu helgi. Kokkuðum íslenskt lambalæri og maregnstertu, þau voru ánægð og gaman að hafa kompaní, eins og Gerður segir þá erum við að verða svolítið heimaskrítin að ræða bara mestmegnis hvort við annað!

fimmtudagur, maí 07, 2009

Tina Turner

Tónleikarnir 5 maí með Tinu Turner voru hreint frábærir. Ótrúlegt að hún verði 70 ára á þessu ári. Þetta voru lokatónleikar hennar í tónleikaröðinni: Tina!: 50th Anniversary Tour og voru því að mörgu leiti svolítið spes. Þessir tónleikar voru besta Show - tónleikar sem ég hef séð og Tina kann svo sannarlega að skemmta fólki. Hreint út sagt frábærlega útfært show.

Þetta hefur hún sjálf að segja um tónleikana:
“It’s a sort of flashback tour,” she has explained. “I wanted to give people everything they love about Tina Turner, which is why I went back to the short skirts, the wild dance routines, the wigs, the big numbers – and, of course, the legs. It’s just my final great big celebration.”

Hérna er ágætt sýnishorn af tónleikunum:

Gunnar Halldór

mánudagur, maí 04, 2009

Saltaire

Við héldum áfam að túristast í gær. Fórum til Saltaire sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Heilt þorp og verksmiðjur sem var byggt í kringum 1850 sem ein heild og má lesa um hér. Merkilega saga og frábært að eyða deginum þar.

sunnudagur, maí 03, 2009

Yorkshire Sculpture Park


Við skötuhjúin ákváðum að túristast svolítið þessa helgi og skoða nágrennið, nokkra staði sem eru búnir að vera á listanum. (og ég að gefa lestrinum frí í tvo daga)

Fórum í gær í Yorkshire sculpture park, hann er bara í hálftíma fjarlægð, Gunnar notaði tækifærið til að æfa sig á takkana sína 27 og tók 600 myndir og ég nokkrar af honum að taka myndir ! Dásamlegt veður, flottar höggmyndir (tókum reyndar fáar myndir af þeim).


Við settumst við niður með picknickið okkar, það má bara vera með svoleiðis á nokkrum stöðum og sá sem var næstur bílastæðinu var með kindum og lömbum, kindur á Íslandi eru styggar svo ég hélt þetta væri nú í lagi þegar búið var að sparka burt nógu mörgum spörðum til að geta komið teppinu fyrir, en ein rann á lyktina og sá mig ekki í friði! kom aftur og aftur og reyndi að éta veskið mitt! En fyrir utan það var þetta frábær dagur.
Keyrðum svo sightseeing krókaleið til baka með einum köldum á crummy pub.


föstudagur, maí 01, 2009

Einn áfangi að baki.

Ég skilaði inn skrifunum fyrir vörn á rannsóknaráætlun í dag, rúmlega 90 bls með öllum leyfilegum og svindluðum viðaukum. Gott þegar svona er að baki, en samt bara hálfnað, nú liggja prófdómarar yfir þessu næsta hálfa mánuðinn og svo má ég svara fyrir mig og fæ það annaðhvort " fínt hjá þér haltu áfram", "ok, þetta er ágætt en komdu aftur eftir mánuð og vertu þá búin að bæta x og z" eða í versta falli, "þetta á greinilega ekkert við þig og farðu bara heim aftur".

Er samt bara bjartsýn, en verð að lesa og lesa til að vera með á nótunum og eiga svör við öllu!

Myndir hér http://www.facebook.com/album.php?aid=74079&id=696749115&l=ec885681aa

mánudagur, apríl 27, 2009

Tíminn er svoooo fljótur að líða....



Jæja, ég hef nú ekki bloggað lengi lengi, kannski ekki skrýtið þar sem ég er alltaf að skrifa eitthvað annað. en nú skal eitthvað fest á blað.

Hulda og Les voru hjá okkur um helgina, Gunnar eldaði alveg svakalega gott sjávarrétta lasagna, uppskrift hér, héldum svo heilmikið blip.fm og youtube party svaka fjör. Svo fórum við í bæinn á laugardeginum og versluðum og gerðum úttektir á veitingastöðum fyrir kvöldið. Svo tókum við taxa heim og haldiði ekki að ég hafi gleymt veskinu með ÖLLU í: seðlaveski með kreditkorti, nemendakorti, ökuskírteini, sími, myndavél, vegabréf sem ekki hafði verið gengið frá eftir Íslandferðina og ... húslyklar svo við stóðum bara á götunni eins og kálfar !!!!
Við hringdum í stöðina og þeim gekk eitthvað illa að hafa upp á honum, en svo þegar ég ropaði upp úr mér að síminn minn væri í veskinu gátum við hringt í hann og til allrar hamingju svaraði leigubílstjórinn og kom með veskið.

Nú og svo fórum við á Spice Quarter að borða sem er alveg geggjað hlaðborð, og á kvöldin elda þeir líka fyrir mann meðan maður bíður, núðlur, pasta, pizzu og svo er frábært úrval af indversku, kínversku, tælensku svo ekki sé talað um kökur, creme brulle, mousse, súkkulaðibrunn og ísvél, held ég sé ennþá södd. Enda fórum við heim með það í huga að horfa á kosningasjónvarp og "Britain has got talent" en ég bara sofnaði, strax.

Við skötuhjúin erum annars bara sátt við úrslit kosninga, en held þetta verði ansi töff tímabil og ekki öfundsverðir þeir sem verða við stjórn.

Vona að Hulda og Les hafi átt góða helgi hjá okkur, Fudge greyið lést á fimmtudaginn og bara skiljnlegt að þau hafi viljað komast út húsi enda hún búin að vera prinsessan á heimilinu í áraraðir. Vonandi töltir hún nú um í hundahimnaríki og borðar bolognese og skinku.

Annars, nú tel ég í dögum fram að vörn á rannsóknaráætlun, búin að skrifa er að ganga frá síðustu leiðréttingum, vona að þetta gangi nú allt upp. Þau sögðu alla vega í morgun, "this is coming along nicely". Einn af prófdómurunum hefur unnið smá með mér við erum aldrei sammála og hann kallar mig "Liberal Scandinavian" en hann er réttsýnn og bráðskarpur svo ætti engu að kvíða. Hinn er í ICT geiranum komin á eftirlaun og þau segja að hann eigi eftir að lesa hvert orð með athygli svo ég vanda mig eins og ég get.

mánudagur, apríl 20, 2009


Flott veðurspá næstu daga;)

LeedsFive-day forecast
Conditions Max Temperature
Monday; sunny Max: 17°C 63°F
Tuesday; sunny Max: 17°C 63°F
Wednesday; sunny Max: 18°C 64°F

Svava og Gunnar Halldór

sunnudagur, apríl 19, 2009

NÚ ER SUMAR, SUMAR OG SÓL Í LEEDS
Fórum út í sólina í dag, gengum í garðinum Temple Newsam og nutum þess að vera í sól, heiðskýru, logni og 20 gráðu hita. Það er alveg magnað hvað það er bara komið sumar svona allt í einu, fólk að flatmaga í sólinni og bara njóta. Fórum líka á Pub, fengum okkur nokkra kalda og horfðum líka á Everton sigra MansteftirUnided. Hér eru nokkrar myndir af blómstrandi trjám og fl.

mánudagur, apríl 13, 2009

hvað þetta kom á óvart.
Það kennir manni að maður á ekki að dæma fyrirfram. Allur salurinn var á móti henni í byrjun og bjóst ekki við neinu, hún er nú engin fegurðardís blessunin en VÁ þvílík rödd. Ég átti ekki til orð þegar ég horfði á Britain´s got talent á laugardaginn.
Þetta var líka mjög skemmtilegt, gaman að sjá hvað feðgarnir höfðu gaman af þessu og tóku sig ekki of alvarlega.
Gunnar Halldór

sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilega Páska


Við óskum öllum gleðilega páska og farið nú varlega í eggin.


Munið nú líka eftir því að við höldum páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana "Festum festorum" eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páskanna: „Hann er sannarlega upprisinn!” Því er sunnudagurinn einnig nefndur Drottinsdagur.

Svava fór í messu klukkan átta í Keflavíkurkirkju og ég ætla í messu í Kaþólskri kirkju hérna rétt hjá.

Svava og Gunnar Halldór í Keflavík og Leeds

fimmtudagur, apríl 09, 2009

Heimsókn á klakann I

Ég er núna á Íslandi í stuttu páskastoppi, kom sunnudagskvöldið 5. apríl. Búin að gera helling á stuttum tíma:
  • fara með pabba í lónið
  • Fara i afganga til nöfnu fermingarstúlku og gefa henni forláta skartgripaskrín
  • syngja í Singstar með nöfnu og spila Phase10
  • drekka kaffi með Sollu
  • hitta Kennaraháskólakórsvinkonur, Völu og Gústu hjá Helgu Guðrúnu
  • hossa Gabríeli Veigar og spjalla við Kristínu Hrönn, hitti líka Lilju og Bergþóru þar
  • elda grjónagraut og slátur fyrir strákana
  • spjalla við Guðbjörgu og Bjössa
  • ganga hring um Keflavík með Írisi og Erlu
  • ræða heimsmálin við pabba
  • fá hamborgara og spjalla við Möggu
  • fara með Olsen til Jóns
  • fara í bankann
  • kjósa
  • leika mér í nýju tölvunni minni

Nóg að gera, meira seinna Svava

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Because
Because the world is round it turns me on, because the wind is high it blows my mind, because the sky is blue it makes me cry......
Frábært að enda þessa góðu mynd með þessum texta og lagi. American beauty er mynd sem blows your mind, frábært handrit og með þessum líka flottu leikurum. Kevin Spacey er bara trygging fyrir góðri mynd. Uppáhaldssetningar; Spectacular og You are so busted....
Horfði líka á What's eating Gilbert Grape, mynd sem er svosem ágæt á sinn hátt. Góður leikur og fínn söguþráður. Mynd sem skartar að öllum líkindum þyngstu leikonu heims.
Þessi gagnrýni var í boði Gunnars Halldórs

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Jæja það er kominn tími á pínu blogg eins og Gunnar myndi segja. Hér hefur lífið gengið sinn vanagang, ég fer í skrifstofuna og rembist við að læra og vinn á bókasafninu. Gunnar skrifar enskuritgerðir og lærir um stafræna ljósmyndun.
Nei ekki alveg svona rólegt, vorið er komið, páskaliljur og krókúsar út um allt. Svo erum við að verða vitlaus á Ebay, búin að kaupa súkkulaðibrunn, ísvél og tölvu. Það er ofaná tölvuna sem ég keypti beint frá Dell, gamla góða Acer vélin mín gengur enn en ég býst alltaf við að það kvikni í henni einn góðan veðurdag. Allavega eru nýju vélarnar að gera mig klikkaða því það gengur eitthvað illa að tengjast netinu í þeim, finn út úr því með þrjóskunni.!

Ég er að fara á klakann á sunnudaginn.

Námið............. veit ekki mér skilst að maður viti aldrei, það er svo allt öðruvísi að vera einn að hamast við sitt project, leiðbeinendurnir segja að ég sé að "making good progress", er núna að undirbúa að verja rannsóknaráætlunina. Það sem er aðallega að pirra mig er að mér eru takmörk sett í orðafjölda svo ég er að skera niður það sem ég skrifaði í haust.
Annars er spurningalistinn minn opinn, komin um 80 kláruð svör, vildi samt fá fleirri úr stóru skólunum á Reykjavíkursvæðinu, svo er einhver slíkur les...svara takk. Frábært samt hvað það eru komin mörg svör.

Einn í skrifstofunni minni var að fríka út í dag eftir slæman fund og fann þá þetta http://www.phdcomics.com/comics.php, vildi helst hætta, en eins og Charles vinur minn segir "This PhD thing is no simple thing" ...... hann er samt að klára gott að sjá að þetta tekur allt enda.

fimmtudagur, mars 12, 2009

Flu knocks out Tina Turner concert dates

Fengum bréf um að það væri búið að fresta tónleikunum í Sheffield sem áttu að vera í dag til 5 maí vegna þessa "unglambið" hún Tina væri komin með flensu eina og lesa má hér.
Þannig að við verðum bara að bíða smá tíma í viðbót.

sunnudagur, mars 08, 2009

Þorrablót og tónleikar
Um síðustu helgi fórum við með Huldu og Les á Þorrablót voða fínu hóteli rétt við Hull. Það býr töluvert af íslendingum á Humbersvæðinu aðallega í kringum fisk innflutning en það kom líka fólk að sunnan, frá Gatwick og Cambridge. Þetta var bara gaman, fá hrútspunga og brennivín og syngja Táp og fjör, reyndar gátu karlagreyin ekkert sungið svo Fósturlandsins Freyja fékk hræðilega útreið. Það skyggði óneitanlega á fjörið að ég var enn með hálsbólgu og frekar slöpp. Hafði samt gaman af því að kynnast Kristínu Wallis sem er að vinna við að kynna íslenskum kennurum Numicon.

Daginn eftir fórum við á rúntinn til Bridlington og gengum með höfninni og fengum okkur Fish and Chips, skoðuðum ágengustu máva sem ég hef séð og einn skeit á Les greyið.


Myndir frá Þorrablótinu og Bridlington http://www.facebook.com/album.php?aid=63403&id=696749115&l=2cca8


Svo í vikunni fórum við Hulda til Sheffield og á tónleika með Il Divo, þeir syngja náttúrulega dásamlega en það er svolítið skrýtið að vera svona langt frá sviðinu. Mínir myndir eru frekar slakar en hér eru fleirri . Þeir sungu fullt af lögum sem við höfðum ekki heyrt þá taka áður og við vorum hrifnastar af "The impossible dream" enda aldar upp á Roger Whitaker og svo skelltu þeir inn einu ABBA, minnir "the winner takes it all" og fóru bara vel með. Er ekki alveg sammála þessari umsögn. Við gistum á glænýju og ótrúlega flottu hóteli og fór vel um okkur. Við fórum út að borða a Café Rouge og spókuðum okkur um Sheffield en miðborgin þar er lítil og mjög hugguleg að verða.

föstudagur, febrúar 27, 2009

Þorrablót um helgina
Við verðum hér; http://www.cavecastlehotel.com/home.php um helgina á þorrablóti Íslendingafélagsins í Hull. Það er að vísu komin Góa og Þorrinn búinn, en ætli ástæðan fyrir þessu sé ekki tímamunurinn. Vonandi fáum við svona stórt rúm með himnasæng eins og þeir sýna á heimasíðunni sinni, og vonandi gefur heimasíðan sanna mynd af þessu hjá þeim. Jæja við sjáum hvernig þetta verður vonbráðar. Hafið góða helgi. Kveðja frá Leedsurunum.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Skemmtilegir dagar!

Við erum búin að vera með góða gesti undanfarna daga. Gunnar fór á fleygiferð (var að fá bréf frá löggunni hann hafði náðst á hraðamyndavél) og sótti Hörð og Sillu á Stansted og mjökuðu sér heim í rólegheitum með góðu stoppi í Cambridge. Ég gekk frá lokahnútum á ritgerðinni á meðan.

Á fimmtudeginum fórum við öll til York, þar stóð yfir Víkingahátíð og mikið líf á götunum eins og myndin sýnir. Meiningin hafði verið að fara í víkingasafnið en þar var heillöng röð svo við fórum í York Minster, ég er að koma þar í 5 sinn held ég en er alltaf jafn impressed og sé eitthvað nýtt.

Á föstudeginum var lífinu tekið með ró, ég prentaði út ritgerðina og skilaði. Hörður prófaði að fara í klippingu in the Hood, þau heimsóttu Thackray Medical Museum og þau versluðu í matinn og elduðu, ekki amalalegt að fá svoleiðis gesti.

Um kvöldið lá leiðin í The Birdcage, næturklúbb með drags/kabarettshówi, alveg brjálæðislegur hávaði svo söng í eyrunum á okkur fram á næsta dag. Showið var nú bara svona lala, dónaleg dragdrottning sem mimaði allt og gerði grín að gestunum, en okkur fannst nú líka eiginlega jafn gaman að horfa á þá, Englendingar kunna greinilega að skemmta sér þegar þannig stendur á. Þarna var ein að halda upp á sextugsafmælið með fjölskyldunni, nokkur afmælispartí enn og gæsapartí og fullt af liði í grímubúningum. Showið var bara líka eitt atriði í einu og svo flykktist liðið á gólfið þess á milli.

Á laugardeginum byrjaði fótboltaæðið, ég hef alltaf stefnt að því að fara á einn leik á Elland Road, leikvelli Leeds Utd. þetta var hin ágætasta upplifun en skítakalt. Það voru 20.371 manns á vellinum og Leeds vann 2-0.

Á sunnudeginum var svo farið á alvöruleik eins og Hörður sagði með Liverpool-Man. City, en hann er mikill aðdáandi og naut sín alveg í botn eins og hægt var svona lasinn eins og hann var allan tímann. Við Silla fórum á Bítlasafnið og góðan rölt um bæinn fylgdumst með stöðunni í gegnum glugga pöbbana fórum einu sinni inn og spurðum einhverja strákaorma um stöðuna og þeir urðu half hvumsa en þá var Liverpool undir en þeir náðu að jafna og þannig endaði.

Á milli allra þessara ferða höfðum við það gott heima og elduðum góðan mat og við þökkum Sillu og Herði fyrir góða samveru. Myndir má sjá á http://www.facebook.com/album.php?aid=61055&id=696749115&l=94fa3

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Afmæli og kostulegt par!

Ég átti afmæli í gær, það gerist nú víst einu sinni á ári. Gunnar vakti mig upp með morgunmat í rúmið, og fjóra pakka. Peysa, baðbombur, róman ( sem má ekki lesa fyrr en ritgerðin er búin) og rafdrifnar salt og piparkvörn, hann sagði nú að það væri alveg eins handa honum en það var sko í góðu lagi því þetta var allt svo flott. Svo fékk ég símtöl frá Huldu og Bjarti, og grilljón kveðjur á Facebook. Og Gerður sendi pakka gegnum Amazon, hún er sko orðin tæknivædd, og víst annar á leiðinni enég er alsæl með handáburðinn frá henni, ekki veitir af á svona gamlar hendur ! Við ákváðum að fara ekkert út fyrr en við fáum góða gesti í næstu viku þá verður sko farið út.

Annars leiddu öll þessi gjafakaup hans Gunnars til kostulegrar uppákomu. Hann sækir mig alltaf í tónlistarskólann og bíður yfirleitt fyrir utan þegar ég kem út. En nú síðast beið ég og beið og hrindi í alla síma og náði bara ekkert í hann. Svo ég skelli mér í strætó til að fara heim og ekki vildi betur til en að ég fór í vitlausan strætó, var alltaf að vona að hann beygði svo og færi með mig heim en hann hélt bara áfram út í vitleysuna, ég spurði samferðafólkið ráða og var ráðlagt að fara úr vagninum og taka svo tvo heim. Ég fór úr vagninum en leist ekkert á að bíða og bíða í rigningu og Gunnar kannski fótbrotinn í stiganum heima, náði mér í leigubíl og sagði leigubílstjóranum farir mínar ekki sléttar, hann var einna helst á því að karlinn væri bara sofandi! Þegar ég svo kem heim er allt slökkt og enginn bíll og.......... ég lyklalaus, hafði gleymt þeim í skrifborðinu í skólanum. Til allrar hamingju renndi Gunnar uppað þar sem ég stóð og hugsaði málið. Hann var úrlaus og símalaus, hafði spurt fólk hvenær verslunarmiðstöðin lokaði og sá að þetta yrði í lagi, endaði þar í matvöruverslun en þær eru auðvitað oft opnar lengur svo hann bara valdi lauk og epli í mestu makindum á meðan ég var í þessum óförum.
Kv
Svava

laugardagur, febrúar 07, 2009

Mesti snjór í 18 ár

Ég er hreinlega farin að velta því fyrir mér hvort við Gunnar höfum svona sterk áhrif, fyrst kemur jarðskjálfti, ekki gerst í manna minnum, svo mesti snjór í 18 ár hvað verður næst, eldgos?

Annars er snjórinn nú minni hér en sunnar í landinu, við höfum auðvitað gaman að þessu, skólar lokaðir, allt ófært fólk kann hvorki að ganga né keyra í smá föl ! Fyndnast finnst mér samt að sjá fólkið með regnhlífar í snjókomu.

Lífið gengur sinn vanagang, ég læri, Gunnar skutlar mér, verslar og eldar. Hann er líka byrjaður á enskunámskeiðum og er alsæll þar, seinna í mánuðinum fer hann á námskeið í stafrænni ljósmyndun, bæði að læra á græjuna sem ég taldi að er með 27 tökkum! og svo að vinna með myndir.

Ég er núna að hamast við aðferðafræðiritgerð, þá seinni og upplifði í fyrsta sinn í gær þessa tilfinningu sem víst allir doktorsnemar fá með tímanum að taka fram úr leiðbeinendunum og vita meira en þeir á einhverju sviði, ekkert merkilegt svo sem, sem ég komst að en gaman samt.

Meiri snjómyndir hér:
http://www.facebook.com/album.php?aid=56449&l=18f09&id=696749115

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Þessi ummæli hér að neðan er tekin úr eyja-blogginu þar sem umræður eru um;
Ráðherralista Sf. og VG.

77 ummæli
Grimmur 26. janúar, 2009 kl.20.50
"jesús minn, nú pantar maður flug út, aðra leið...Er þetta liðið sem ætlar að takast á við Gordon Brown og skapa trúverðugleika gagnvart erlendum aðilum...Við getum alveg eins valið fólk af handahófi út á götu í Sandgerði það kæmi miklu betur út ".

OG Svava sagði "hvers á fólkið í Sandgerði og Æsufellinu að gjalda"

HAHAHAHAHAHAHAHA

laugardagur, janúar 24, 2009

Jæja það er löngu kominn tími á smá pistil, einhvernveginn hefur andinn einhvernveginn ekki verið yfir manni og svo stelur Facebook smá.

Ég kom aftur til Leeds 12. jan eftir annasaman tíma á Íslandi, jólin og ármótin með öllu sem því fylgir, reyna að vera mamma smá og elda handa strákaormunum sem líkaði það bara vel, allavega Jóni, Pétur yfirgaf okkur þegar internetið lá niðri um tíma.
Svo var ég að prufukeyra spurningalistann fór og hitti 10 kennara sem prófuðu hann fyrir mig, frábært að fá hjálp hjá þeim öllum. Svo sat ég við tölvuna að reyna að skrifa ritgerðir með litlum árangri, tíminn alltof sundurslitinn, var líka alltaf að skjótast að sýna íbúðirnar okkar báða, tókst að leigja mína en sú í Fálkahöfðanum er ennþá laus. Svo seldi Gunnar bílskúrinn og einn dagur fór í að flytja dótið hans í skúrinn á Hringbrautinni.
Nú hefur gengið betur að vinna og ein ritgerð tilbúin og búin að fá frest á hina fram til 20. feb.

Svo svona til að halda til haga hvað maður getur verið klikkaður koma tvær sögur, frá þessari viku:
-ég er á síðustu stundu að mæta á kóræfingu stend í lyftunni og ýti og ýti á takkann og ekkert gerist hurðin bara helst opin, vörðurinn kemur og segir ´it won´t work this way love, you are on ONE and you are pressing ONE'
- ég geng að bílnum, hugsa ég set bara dótið mitt í aftursætið hér bílstjóramegin, það er hægra megin, geri það geng svo kringum hann sest inn vinstra megin með lykilinn tilbúinn...... en ekkert stýri þar... ¨!

Sandhya vinkona mín var hjá okkur núna í nokkra daga, búin að skila sínu húsnæði en flugið ekki strax, hún er núna farin til Indlands, svo nú eru bara tvær eftir sem byrjuðu með mér í mastersnáminu.