þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Skemmtilegir dagar!

Við erum búin að vera með góða gesti undanfarna daga. Gunnar fór á fleygiferð (var að fá bréf frá löggunni hann hafði náðst á hraðamyndavél) og sótti Hörð og Sillu á Stansted og mjökuðu sér heim í rólegheitum með góðu stoppi í Cambridge. Ég gekk frá lokahnútum á ritgerðinni á meðan.

Á fimmtudeginum fórum við öll til York, þar stóð yfir Víkingahátíð og mikið líf á götunum eins og myndin sýnir. Meiningin hafði verið að fara í víkingasafnið en þar var heillöng röð svo við fórum í York Minster, ég er að koma þar í 5 sinn held ég en er alltaf jafn impressed og sé eitthvað nýtt.

Á föstudeginum var lífinu tekið með ró, ég prentaði út ritgerðina og skilaði. Hörður prófaði að fara í klippingu in the Hood, þau heimsóttu Thackray Medical Museum og þau versluðu í matinn og elduðu, ekki amalalegt að fá svoleiðis gesti.

Um kvöldið lá leiðin í The Birdcage, næturklúbb með drags/kabarettshówi, alveg brjálæðislegur hávaði svo söng í eyrunum á okkur fram á næsta dag. Showið var nú bara svona lala, dónaleg dragdrottning sem mimaði allt og gerði grín að gestunum, en okkur fannst nú líka eiginlega jafn gaman að horfa á þá, Englendingar kunna greinilega að skemmta sér þegar þannig stendur á. Þarna var ein að halda upp á sextugsafmælið með fjölskyldunni, nokkur afmælispartí enn og gæsapartí og fullt af liði í grímubúningum. Showið var bara líka eitt atriði í einu og svo flykktist liðið á gólfið þess á milli.

Á laugardeginum byrjaði fótboltaæðið, ég hef alltaf stefnt að því að fara á einn leik á Elland Road, leikvelli Leeds Utd. þetta var hin ágætasta upplifun en skítakalt. Það voru 20.371 manns á vellinum og Leeds vann 2-0.

Á sunnudeginum var svo farið á alvöruleik eins og Hörður sagði með Liverpool-Man. City, en hann er mikill aðdáandi og naut sín alveg í botn eins og hægt var svona lasinn eins og hann var allan tímann. Við Silla fórum á Bítlasafnið og góðan rölt um bæinn fylgdumst með stöðunni í gegnum glugga pöbbana fórum einu sinni inn og spurðum einhverja strákaorma um stöðuna og þeir urðu half hvumsa en þá var Liverpool undir en þeir náðu að jafna og þannig endaði.

Á milli allra þessara ferða höfðum við það gott heima og elduðum góðan mat og við þökkum Sillu og Herði fyrir góða samveru. Myndir má sjá á http://www.facebook.com/album.php?aid=61055&id=696749115&l=94fa3

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þið eruð dugleg að skoða ykkur um og gera eitthvað skemmtilegt : )
Gerður

Nafnlaus sagði...

Elsku Svava og Gunnar það var yndislegt að vera hjá ykkur, kærar þakkir fyrir allt. Ég skrifa meira til ykkar fljótlega :-) Kærar kveðjur, Silla og Hörður!!