Gleðilega Páska
Við óskum öllum gleðilega páska og farið nú varlega í eggin.
Munið nú líka eftir því að við höldum páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana "Festum festorum" eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páskanna: „Hann er sannarlega upprisinn!” Því er sunnudagurinn einnig nefndur Drottinsdagur.
Svava fór í messu klukkan átta í Keflavíkurkirkju og ég ætla í messu í Kaþólskri kirkju hérna rétt hjá.
Svava og Gunnar Halldór í Keflavík og Leeds
Engin ummæli:
Skrifa ummæli