sunnudagur, nóvember 23, 2008



Tónleikar og dutyful husbands!



Tónleikarnir með LCM kórnum voru í gær, ég hef nú farið betur undirbúin á tónleika an hafði samt gaman af þessu. Það voru nú ekki margir áheyrendur og greinilega fullt af mönnum að rækja eiginmannsskyldurnar að mæta, Gunnar greyið sagði að þetta hefðu verið með leiðinlegri tónleikum sem hann hefur farið á dóninn! Ok kannski pínu satt, fyrir utan kórstykkin sem mér líkar allavega vel þó þau séu fáheyrð, þá var heilmikill orgelleikur sem er nú ekki fyrir alla svona einn og sér Gunnar sagði að ein konan í kórnum hefði dottað undir honum, svo flutti tenórinn sem söng í St Cecilia með okkur nokkur einsöngslög og ekki svo skemmtilega. Mér fannst reyndar frábærir strákar sem sungu í Purcell stykkinu, tveir alt og alveg einstaklega fínn bassi .

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú nærð samt að halda þér í formi áður en þú kemur heim í Neskórinn :), hefur varla verið svona slæmt...
kv.
MP

Nafnlaus sagði...

Les er nú frekar sorry yfir að missa af þessu xx

Svava Pétursdóttir sagði...

Hann getur komið hvenær sem er til Leeds og ég skal finna tónleika fyrir hann!