Meistaramót UMSK í sundi
Meistaramót UMSK í sundi verður haldið í Sundlaug Kópavogs nú um helgina. Mótið stendur yfir bæði laugardag og sunnudag og hefst keppni báða dagana kl. 9:30. Tæplega hundrað keppendur hafa skráð sig til leiks.
Meistaramót UMSK í sundi verður haldið í Sundlaug Kópavogs nú um helgina. Mótið stendur yfir bæði laugardag og sunnudag og hefst keppni báða dagana kl. 9:30. Tæplega hundrað keppendur hafa skráð sig til leiks.
Bergþóra Sól tók þátt í þessu móti um helgina og stóð sig feykivel, varð m.a. í 6. sæti bæði í 50 m. bringusundi og 100 m. bringusundi, stelpurnar sem voru á betri tíma en hún voru allar 11 og 12 ára, þannig að þetta var flottur árangur hjá henni. Að auki keppti hún í skriðsund, bak og boðsundi. Úrslitin úr sundunum er hér og hér
Helgin hjá okkur skötuhjúunum fór hinsvegar í jóla-innkaup og tókst okkur nánast að klára verkefnið, þannig að það er frá og er það vel. Hlökkum bæði heilmikið til að koma heim um jólin.
Kv
Gunnar Halldór
1 ummæli:
Til hamingju með dömuna, flott hjá henni ; )
kv. Gerður
Skrifa ummæli