laugardagur, maí 24, 2008

Áfram Ísland

Náði að greiða 10 atkvæði áður en tíminn leið út, bíð núna spennt eftir atkvæðagreiðslunni topp 10 og þá er ég sátt. Vissi ekki að það væri bara ein kjólatíska í Evrópu, þ.e. silfraðir rétt niður fyrir rasskinnar og varla það !
Bergþóra heldur með sjóræningjunum og ég með Portúgal svona fyrir utan Eurobandið !
Evrovison fríkið ....

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ hæ ég hélt líka með Portúgal : ) en er ekkert ósátt með sigurlagið.
Ég var að selja í Kolaportinu í dag, það var mjög spes. Einn maður keypti skó af okkur á 350 kr.og skildi gömlu skóna sína bara eftir í básnum okkar og gekk burt í hinum alsæll.
Verður maður ekki að prófa sem mest í þessu lífi? Nú er ég búin að prófa Kolaportið.
kv Inga

Nafnlaus sagði...

Já ég spáði í þessu með kolaportið i fyrra sumar þegar ég var að tæma íbúðirnar okkar en endaði með að keyra heilu bílfarmana i Rauða krossinn og var bara sátt á eftir, er hvort sem er glataðasta sölukona ever
Svava