Díana prinsessa og Babtistakirkjan
Lítið að frétta hér út rólegheitunum. Er búin að lesa og horfa á sjónvarp. Í fyrradag var sýnt á mörgum stöðvum frá minningarathöfninni um Díönu prinsessu og líka sjónvarpsmyndin sem ég sá að var á dagskrá líka á rúv. Ég veit ekki hvað það er með Díönu prinsessu en ég man að ég grét þegar hún dó og þá var ég ekki alltaf skælandi eins og í dag, í dag þarf ég bara að hugsa um ræðuna hans Harry prins þegar hann talar um mömmu sína til að fara að tárast. Meira hvað maður getur verið meir.
Við fórum í kirkju í morgun, völdum aftur að fara í baptistakirkju South Parade Baptist Church veit ekki hvers vegna en hún er önnur af tveim sem við göngum fram hjá og virðist vera líflegt starf í henni. Messan var löng með bæði söng leiddum af orgeli og svo líka með forsöngvurum með mikrafóna og gítar, trommur og píanó. Samt svona hógvær og róleg athöfn. Margir taka þátt ein las og sýndi brot úr Shrek og talaði um að skammast sín ekki fyrir trúna, eða eins og stendur í rómverjabréfinu 1:16 eg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið; því það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, presturinn lagði síðan út frá sama versi og talaði lengi og vel og notaði powerpoint. Það var líka altarisganga en þar er aðstoðarfólk sem gengur með brauðið og vínið í litlum staupum til safnaðarins svo maður bara situr og fer ekki til altaris eins og við þekkjum. Svolítið öðruvísi en auðveldar gestum eins og okkur að taka þátt. Annars saknað ég í þessum messum að byrja hana ekki á signingu og í þessar var ekki Faðir vor og ekki trúarjátning. Samt falleg og nærandi athöfn.
Ekki má gleyma því að fólk gaf sig að máli við okkur ung kona og gamall karl sitt í hvoru lagi tilbúin að bjóða okkur velkomin og segja okkur frá hvernig kirkjan starfar, svo við komumst aftur að því að kirkjur eru góðir staðir til að kynnast fólki.
Annars er ég líklega búin að velja mér kór, Leeds Festival Chorus en fyrsta æfingin er ekki fyrr en 19. september og þá á að æfa Messias eftir Handel, ekki slæmt það. Flutningurinn verður svo 8. des í Leeds Town Hall. Kórinn telur eitthvað um 150 manns svo líklega kynnist maður einhverjum þar.
5 ummæli:
Svava mín, ég er að verða svona líka - sívælandi - held að við séum bara að verða gamlar :) Fráðbært að þú sért búin að velja kór - held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að kynnast engum - í kór, kirkju og skóla :) - bráðum verður þú orðin eins og heima - brjááálað að gera, njóttu lognsins meðan það varir.
kv.
Magga
Jæja svo þið eruð endanlega gengin trúnni á hönd. Gott mál það. Nú panta ég bara giftingu svo við Nonni getum boðið ykkur á Lútherska hjónahelgi. Annars var ég að lesa um einhver lönd þar sem að trúlofað fólk á sína helgi. Spurning hvort það sé fyrsta skrefið. Amen
Getið þið sett adressuna ykkar á forsíðuna. Aldrei að vita hvort ykkur fari þá að berast alvöru bréf og pakkar ! Ætlaði að fara að senda á ykkur pakka frá Amazon en fann enga adressu, svo Hulda fær pakkann í staðinn ; )
Hæhæ Svava
Það gengur bara vel hjá mér í kennslunni. Flottir krakkar og flott bú sem ég tók við... Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér og það er í sambandi við mannslíkamavalið. Varstu ekki með nein verkefni úr efninu og hvaða kafla lagðiru mesta áherslu á??? Bara smá pælingar... Líka kannski, hvaða myndbönd og síður er best að nota, með myndum af líffærum og ´starfseminni...
Gaman að lesa og fylgjast með ykkur...
Kv. Mæja Óla
híhí, djók, gleymdi að segja hvernig þú getur náð í mig, þú veist það svo sem....
maria.oladottir@heidarskoli.is
Skrifa ummæli