Skólinn byrjaður og fréttamenn út um allt ?
Hélt þetta væri bara vaninn hér en sá svo í Yorkshire Evening Post að þeir voru að sitja fyrir skólasystur minni henni Chelsea kærustunni hans Harry prins, hún er víst að taka MA í lögum hér við skólann.
Hausinn að springa af upplýsingum enda ég ekki í neinni æfingu. Búin að hitta suma kennarana sem verða mest með okkur. Þeir hljóma viðræðugóðir og fínir. Enn er verið að innvikla okkur í þetta nýja líf og þjónustan er alveg til fyrirmyndar. Eina sem veldur mér vonbrigðum er að í mínum kúrs þar sem við erum bara 8 enn sem komið er erum við bara tvö með einhverja kennslureynslu, ég hafði einmitt hlakkað til að ræða við kennara víðsvegar frá með allskonar reynslu. Reyndar er meira af reyndum kennurum sem eru að stúdera enskukennlu, sérkennslu og stjórnun en það eru vinsælustu kúrsarnir, við erum 75 sem erum að fara í mastersnám og diplómur við kennaradeildina og örugglega 90 % útlendingar frá öllum heimshornum. Við átta erum frá Íslandi, Indlandi, Oman, Tælandi, Hong Kong, Kenýa, tvær frá Kýpur og svo eiga eftir að bætast við enskir starfandi kennarar. Þeirra vegna eru tímarnir allir seinni hluta dags.
Annars er mest áberandi á háskólasvæðinu allir nýnemarnir og allskyns kynningabásar til að tæla inn á þá allskonar hluti misnauðsynlega, allt frá hugleiðslu, tryggingum, farsímum, lestarkortum og svo í jaðri háskólasvæðisins er verið að dreifa miðum frá næturklúbbum, pöbbum og allskyns skemmtistöðum. Líklega ellimerki hjá mér að strunsa hratt fram hjá því!
1 ummæli:
Það er nú ekki amalegt að vera með verðandi prinsessu í skóla ; )
Skrifa ummæli