þriðjudagur, júlí 24, 2007

bækur- flóð- banki- bíó.

Mikið er gaman að fá svona mikið af kveðjum hér á blogginu, maður færist allur í aukana og vill bara skrifa og skrifa. Annars er ég búin að vera niðursokkin í bókina ,,Viltu vinna milljarð", óborganleg bók sem ég hvet alla til að lesa, ein af þessum sem staldra við í huga mans og vekja mann til umhugsunar. Takk kærlega fyrir lánið Inga, Gunnar er byrjaður á henni núna en ef hann verður eins niðursokkinn verður hann búin með hana áður en krakkarnir fara heim aftur. Þau koma núna á föstudaginn og verða í hálfan mánuð.

Það hefur líka vakið mann til umhugsunar umræðurnar í útvarpinu hér í morgun, en fólk hringir inn eða sendir þáttastjórnandanum línu og er að tjá sig um málefni líðandi stundar sem þessa stundina eru flóðin í suður Englandi, þar er vatnslaust og skemmdir vegna þeirra. Sumir áheyrendur skammast yfir yfirvöldum og litlum vatnsskömtum meðan aðrir skammast yfir að englendingar skuli vera að kvarta hafandi það eins gott og þeir hafa, að þeir ættu að líta til annara sem líða meiri skort og hafa jafnvel aldrei aðgang að hreinu rennandi vatni.
-----oooo---

Við erum hálfgerðir kálfar stundum. Þegar Hulda kom á föstudaginn var voða huggulegt hjá okkur blóm og kerti, kaffi og vöfflur en hún varð hálf kindarleg þegar við sögðumst bara hafa fundið blómin úti á götu , auðvitað hefðum við getað sagt okkur að þau voru lögð þar til minningar um einhvern sem hafði látist þar en við bara hrósuðum happi og erum búin að hlægja mikið og vandræðalega að heimskunni í okkur og vonum bara að ekki hafi sést til okkar grafarræningjanna. Ætti kannski ekki að segja frá svona en þið getið kannski hlegið mér mér.

----------ooooo----------

Í gær fórum við í bæinn og í banka og það var eins og mig hafði grunað alveg agalega leiðinlegt og seinvirkt kerfi, mér finnst svona svo leiðinlegt að ég nenni ekki einu sinni að skrifa um það. Frekar vil ég bara segja frá því að við fórum á Harry Potter og ég keypti mér 2000 stykkja púsl :) Bergþóru fannst líka frábært að fara í tveggja hæða strætó.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úbbs... eins gott að "eigandi" ránsfengsins verði ekki reiður og gangi aftur til að hrella ykkur ;)

Það er frábært að þú skulir vera svona dugleg að blogga, var einmitt að að nefna það við einhvern um daginn hvað tímarnir eru breyttir - bara frá því að Gerður og Jón voru í danaveldi, þegar dýrt var að hringja og engin tölvusamskipti - það er næstum eins og þið séuð í næsta húsi.
kv.
Magga
ps. kisurnar braggast vel og stækka á hverjum degi um ósköpin öll - veit svei mér ekki hvað þær fá allann þennan efnivið :)

Unknown sagði...


Bara að kvitta héðan úr sólinni : )
Ég vissi að þér myndi líka bókin Svava mín. Nú er ég að lesa Secret sem ég hélt að væri skáldsaga en er svona bók sem hvetur alla til að hugsa jákvætt og miklu meir en það. Alveg fínir punktar í henni.
Blómasagan er góð, svona er að vera í landi með aðra menningu en maður er vanur.haha
kv Inga

Nafnlaus sagði...


ein sein með comment en var að komast í menninguna og netsamband. Hrikalega fyndið þetta með blómin verður góð saga sem gaman er að segja í skemmtilegum félagsskap. Vertu áfram dugleg að blogga það er frábært fyrir okkur hér heima.