þriðjudagur, júlí 17, 2007















Flutt
Vorum yfir helgina hjá HUldu systir í besta yfirlæti, rauðvín á herju kvöldi, grill, mexicanskt indian takeaway, hvað er hægt að hafa það betra.





Við fórum á laugardaginn í National fishing Heritage center sem er safn tileinkað fiskveiðum frá Hull og Grimsby það er mjög skemmtilega sett upp, þannig að maður fer í gegnum allt sjómannsferlið frá því að ráða sig svo á heimili sjómanns, svo um borð þar sem öll rýmin eru sýnd á raunverulegan hátt með vaxbrúðum. Lestin, matsalurinn, kyndiklefinn, káeturnar svo er landað og hýrunni eytt á pöbnum og við verlunargötu. Við munstruðum köttinn hennar Huldu um borð svo ég gæti hætt að taka ofnæmispillur. Hann heldur greyið að ég sé vinur sinn og stökk uppá mig þar sem ég svaf í sólstofunni. Annars er öllum kvikindum hér vel við mig allavega hljóta þær að vera alsælar mýflugurnar sem nöguðu á mé löppina svo hún er stokkbólgin.










Á sunnudeginum fórum við svo til Hull í sædýrasafn sem heitir The Deep http://www.thedeep.co.uk/ alveg frábært gengum svo um miðbæinn og höfnina.








Í gær keyrði Hulda okkur svo til Leeds. Það gekk ljómandi vel, sólin skein og og indverjakruttið var mættur á staðinn, að slá grasið og hreinsa út drasl frá síðustu leigjendum. Bíllinn með dótið kom fljótlega á eftir okkur við rusluðum því af bílnum og fljótlega inn sem betur fer því enskt veður er eins og á íslandi síbreytilegt.
Í morgun fórum við í viðtal við skólastjórann í Kirkstall Valley Primary School. Okkur leist mjög vel á skólann, þau virðast vera vön að hafa nemendur sem eru að læra ensku í fyrsta skipti. Í skólanum er einn bekkur í hverjum árgangi og hún verður 25 nemandinn í sínum bekk. Bergþóru leist vel á sig en mér fannst skrýtið að sjá bygginguna og hvað hún er full af dóti en skólinn virðist vel græjaður t.d. er smart board í stofunum hjá eldri árgöngunum en í skólanum eru börn frá 3 ára til 12 ára.
nú erum við í letikasti gott hjá okkur :)

Engin ummæli: