föstudagur, júlí 20, 2007

Skóli og prjón

Bergþóra fór í skólann í gærmorgun og kom gífurlega ánægð til baka vildi helst ekki fara heim. Hún var í fótbolta með stelpunum sem eru mjög glaðar að fá nýja stelpu í bekkinn því það vantar frekar stelpur en stráka í bekkinn.

Skólinn sem hún fer í heitir Kirkstall Valley Primary School og er gamall og fastur í sessi. Þegar við heimsóttum skólann daginn áður og fórum með skólastjóranum um skólann. Hún er ein af þessum konum sem hafa greinilega verið kennari af lífi og sál og talar mikið um hvað börn séu frábær og klár og komi manni sífellt á óvart. Það var líka greinilegt af samskiptum hennar bæði við nemendur og starfsfólk að þessi sýn hennar smitar allt skólastarfið og við sáum ekkert nema ánægju í hverju horni svo við erum mjög sátt við að Bergþóra verði þarna næsta vetur. Skólinn er fyrir börn 3 - 12 ára, svo hann er líka leikskóli. Krakkarnir eru í skólabúningum svo það verður eitt af verkefnum okkar í sumar að kaupa svoleiðis.

Ég eyddi deginum í þrif á mili þess sem ég lagði mig, tókum líka upp úr nokkrum kössum en nú eru bara 5 með dóti í þurfum samt að kaupa eitthvað af hirslum og gerum það vonandi um helgina þegar Hulda kemur í heimsókn og við förum í IKEA, en Hulda er víst með lista frá samstarfsfólki sínu því sænska línan er það heitasta í uk í dag :)

Ekki má gleyma því að ég kenndi þeim feðginum að prjóna og svo erum við sjónvarp og útvarpslaus og spilum bara á kvöldin matador og manna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallo þremenningar í Leeds
Var að kíkja inn og ætla að prófa að senda.
Kveðja,
María

Nafnlaus sagði...

húrra þetta virkar. Er lítið búin að lesa en sendi ykkur meira síðar þegar sumarfríi lýkur hjá mér. En sé að það fer vel um ykkur og dömurnar bara byrjaðar að prjóna!!