Síður

mánudagur, júní 30, 2014

Tuscany day með frjálsri aðferð


Föstudagur 20. júní Tuscany day með frjálsri aðferð.
Ótrúlegt en satt en ég svaf til 10:30, höfðum ætlað að vakna tiltölulega snemma og fara á ströndina. Við drifum okkur af stað með Möggu og fundum fína strönd og sóluðum okkur í bak og fyrir. Hulda og Gerður skruppu á rúntinn og komu til baka kvartandi undan því að einu veitingar sem boðið er uppá í strandbæjum séu samlokur með skinku og osti. Gunnar hafði fengið sér fisk og var ósáttur en við Magga lifðum á snakki og bjór. Iðunn og Stebbi löbbuðu niður í bæ og settust á torgið að glápa á Ítala, löbbuðu kringum bæinn og til baka aftur og áttu svo góða stund ein í villunni.
Röðin var komin að mér og Iðunni að elda og ég fór í búðina og keypti hamborgara og dessert, tiramisú og sítrónutertu, ég er eigin lega komin með dellu fyrir sítrónu ísum og tertum, nammi namm,,,,
Það gekk nú ekki vel að grilla hamborgarana, lítill hiti náðist í þessi skrýtnu kol en þeir runnu samt vel niður í mannskapinn.
Nú er rólegheit yfir fólki, sumir að pakka og aðrir að varpa öndinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli