Síður

mánudagur, júní 30, 2014

Flórens og ferðalok


Laugardagurinn 21. júní var ótrúlega langur og skemmtilegur. Við vöknuðum öll snemma til að leggja í hann. Hulda og Les stefndu til Dion, og skutluðu Iðunni og Stebba ´Malpensa flugvöll í Milan. Gerður og Jón fóru til Flórens þar sem þau byrja 9 daga ferðalag með vinum sínum Guðný og Júlla. Við fórum líka til Flórens í örskoðunarferð með Möggu, náðum að sjá torgið með öllum styttunum, Dómkirkjuna sem er gjörsamlega ógleymanleg og yfirbyggðu brúna Ponte Vecchio. Brúin er stórmerkileg en undarlegt að heimsækja hana núna þar sem þar eru svotil eingöngu skartgripaverslanir, og allt rándýrt. Við sáum litla uglu í búðarglugga og ákváðum að kíkja á hana, og jáhá, 147 evrur! handmáluð, emaleruð og með sterling silfur vængjum. en ekki þess virði, annað með veskið rauða og fína sem ég keypti mér, var verðmerkt 160 evrur, 50% útsala svo verðmerkt með 50 evrum en gunnar bauð 50 evrur og fékk það þannig. Við gengum líka götu með öllum fínu merkjunum Gucci, Prada, Tiffany, furðulegt að einhver vilji kaupa sér skó á 80þús krónur og þess meira. Enduðum svo á smá luns á torginu við dómkirkjuna og Gerður og Jón komu þangað líka. Þau höfðu lent í einhverju klúðri með bílinn, hótelafgreiðslukonan hringdi víst á lögreglu þar sem ferðamönnum er ekki heimilt að koma á bílum inn í miðbæinn. Við fórum í bílastæðahús í útjaðri miðborgarinnar og vorum alveg spök.
síðan var bara að bruna til Milan, gegnum Pó dalinn, göng og skóga, maís og hrísgrjónaakra. Lentum í smá útidúrum þar sem voru breytingar á vegum en ekkert sem kom að sök. Komum heim, seint og syfjuð, sólbrennd og bitin en alsæl með skemmtilegt frí. Við mælum alveg með öllu því sem við gerðum, Couchsurfing, leigja villur, og bóka hótel með litlum fyrirvara og láta koma sér skemmtilega á óvart. Arrivederci.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli