Síður

mánudagur, júní 30, 2014

Strandferð og allir út að borða

Þriðjudagur 17. júní
Við Magga, Bjartur og Ragga fórum í næsta bæ til San Vincenzo á ströndina, bara lítill bær með góðum ströndum. Veðrið var fínt næstum heiðskírt og stillt, þykknaði upp í seinnipartinn og himininn leit út eins og kynning á meðalgóðri hryllingsmynd. En það komu bara nokkrir dropar í seinni partinn sem betur fer ekki meir. Strandferðin var dásamleg, ég var sú eina sem fór í sjóinn og fór oft. Hin fóru í lunch og fengu ljúffengt antipasti og rauðvín með, ég hafði beðið um samloku eða eitthvað og var alsæl þegar Gunnar kom þrammandi með hamborgara, þó það væri hálfgerður kjötfarsborgari þá var á  honum laukur og salat og pickles og mayones, og bjór með. Sóluðum okkur hressilega og ég brann frekar illa á bakinu svo komið við í búðinni á heimleiðinni.
Mega rólegur dagur hjá hinum, Gerður, Iðunn og menn fóru í smá bíltúr niður í bæ, röltu um gamla daginn fundu sér bakarí og veitingastað og fengu sér létt að borða. Gamlibærinn er rosalega skemmtilegur lítill og krúttaður, með kastalavirki í honum miðjum. Villan stendur ca 2 km frá honum uppi í hlíðinni, við sjáum trjávaxnar hæðar allt í kring og líka út á miðjarðarhafið og engi fram að því.
Þetta þjóðhátíðarkvöld var ákveðið að fara út að borða, staður var valinn sem hentaði allra þörfum (minnir að það sé þessi la Pergola) og borð pantað í nafni Maríu fyrir 11. Í ljós kom að við vorum eiginlega einu gestrinir, það var bara til einn matseðill á ensku sem stemmdi ekki við þann ítalska, eftir langt þóf tókst öllum að panta. Pöntunin mín misfórst eitthvað, líklega fékk Magga það sem ég átti að fá það var samt ekki rétt, hún fékk tvisvar tortelli með spínat og ricotta en ég hafði pantað tortelli með crudo, skinku. Kom ekki að sök því þá fékk ég að smakka hjá öllum hinum, spaghetti carbonara, smá hráskinku, villisvín og fleirra, allt gott en misspennandi.
Svo var setið smá stund og tekin ein umferð af söguspilinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli