Síður
▼
mánudagur, júní 30, 2014
Ferð til Biombino
Miðvikudagur 18. júní, afmælisdagur Stebba.
Dagurinn hófst með frábærum brunch gerðum af Bjarti og Röggu, eggjahræra, reyktur lax, allskyns pulsur og skinkur, ostur, ávextir, ristað brauð og croissant ekkert smá dásamlegt og alfresco allir í kór.
Sundlaugarbakkin var svo vel nýttur, ég og Hulda í skugga, prickly heat og sólbruni. Sundlaugin er köld en ekki svo að notalegt sé að synda.
Eftir siestuna fórum við til Biombino, lítil bær út við ströndina með dásamlegum þröngum götum, góðri göngugötum með verslunum og veitingahúsum. Hópurinn skiptist í tvennt þegar kom að vali á kvöldverðarstað. Við vildum með Gerði, Möggu og Bjarti fara á veitingahúsið Da Balestra (þá #3 á tripadvisor), við fundum það eftir töluverða leit, ekki mikið merkt og ekki fallegt að sjá. Þjónninn vildi varla hleypa okkur inn ef við töluðum ekki ítölsku, svo var ekki matseðill en hún var með handskrifað hvað væri í boði þann daginn. Við bara ákváðum að vera auðveld, pöntuðum antipasti og báðum hana að velja primo, Gunnar reyndar valdi svo og úr varð tvöfaldur pastaréttur, penne í karrý með líklega heitreiktum lax, mjög ljúffengt og svo tortelli með einhverri ricottafyllingu, og svo kanilsósu og velgdum litlum hálfum tómötum. Pöntuðum bara vín húsins, hvítt og rautt og dásamlega góð. Fórum svo í ævintýraferð með dolce og pöntuðum þá alla og létum diskana svo ganga. Allt jafn gott, pannecotta með karmellusósu, sítrónuís, rjómafrauð (semifreddo?) með súkkulaðisósu, eplakaka og súkkulaðiostakaka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli