Síður

mánudagur, júní 30, 2014

Mantova til Vicenza

Miðvikudagur 11. júní  Mantova til Vicenza
Byrjuðum daginn á að þramma um og skoða allan kastalann í Mantova heilmikið mannvirki með 500 herbergjum og fullt af freskum og listaverkum úr kirkjum úr nágrenninu sem hafði verið lokað fyrr á öldum.

Stoppuðum líka á torginu og fengum okkur fyrsta Spritzerinn af mörgum í þessari ferð, en það er drykkur út ítölskum bitter sem heitir Aperol , í hann fer svo freyðivín og sódavatn, rosalega appelsínugulur og flottur sumardrykkur.

Síðan ókum við gegnum vínakra og maísbreiðut til Vincenza. Þar gistum við í Hótel Viktoria  í útjaðri borgarinnar sem valið var vegna þess að þar var sundlaug, það var dásamlegt að skella sér í kalda laug og dorma svo á bakkanum. Borðuðum svo á hótelinu sem var ekkert sérstakt.


Meiri myndir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli