Síður

mánudagur, júní 30, 2014

Vicenza til Verona

Fimmtudagur  12. júní

Fórum inn í borgina og skoðuðum  leikhús í Vicenza, Teatro Olimpico þar sem merkilegast var sviðsmynd í þrívídd, heil gata og látið líta svo út að maður horfi inn eftir henni, heilmikil pæling í fjarlægðum og sjónarhornum.

Síðan aðeins út í hitann aftur og þá á listasafn Museo Palladio með gömlum listaverkum og svo nýjum þar sem listamaðurinn Nicola Samori tekur gömul motív eða kannski bara gömul listaverk og afskræmir þau eða endurtúlkar. Mér SP fannst það stórmerkilegt því á Ítalíu sér maður ekki mikið af nútímalist, ekkert um að nýjir skúlptúrar leynist á götuhornum í bland við það gamla, nei það er greinilega ekki í tísku eins og t.d. ég hef séð víða í Englandi.  Bara haldið á fullu í allt það gamla, tókum lika eftir því að neonljós sjást hvergi, jú nema á apótekunum, einn hógvær grænn kross.

Röltum um borgina sem að miklum hluta er hannaður af Palladio enduðum á torgi Fylgdumst með þegar markaðurin var tekinn niður og fengum okkur svo hvítvínsglas og laxasamloku eins og "Turen går til NordItalien" mælir með.

Komum í seinni partinn til Verona gistum hjá Couchsurfing gestgjöfunum Mariagrazia og Pattista. Við höfum ekki mikla reynslu að vera gestir, bara gestgjafar, en þetta var bara ánægjuleg reynsla. Þau búa á tveim hæðum, ekki með loftkælingu en lánuðu okkur viftu svo ég gat sofið í steikjandi hitanum sem var. Við fengum herbergi heimasætunar til að gista í og notalegan skammt af samveru. Mariagrazia bauð uppá kvöldmat, bruchetta, stórt og mikið salat og heimagerðan ís úr heimagerðri jógurt, borin fram með sultuðum chetnuts, alveg dísaætar og góðar, mikð betri en ristaðar. Hún er með eldavél í bílskúrnum, sumareldhús svo að eldamennska bæti ekki við hitan inni sem nægur er fyrir á sumrin.

Hjá þeim þurfti að passa upp á köttinn Cai Lippi, kolsvartur ljúflingur að hann sleppi ekki út. Húsið er fullt af hlutum frá ferðalögum og meira segja tekið á móti manni við útidyrnar með íslenskri kveðju en þau heimsóttu Ísland fyrir nokkrum árum sem líklega hefur haft einhver áhrif á að þau samþykktu beiðnina okkar en kannski líka það að þau eru greinilega mjög dugleg að taka á móti gestum.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli