Síður

föstudagur, apríl 25, 2014

Gleðilegt sumar

Fyrsti dagur sumars og fyrsti dagur í garðverkum, fór út og ætlaði að hreina jarðaberjabeðið.  Það gekk ekki sem skyldi, þegar ég var komin út sá ég svo mörg verk sem þurfti að vinna og hljóp úr einu í annað. Færði fingurbjargarblóm á sinn stað, færði graslaukinn sem myndi annars lenda undir rabbabaranum. Rótaði og snyrti í salatbarnum, reitti gras úr beðum.  Vona bara að almættið fyrirgefi öll þau ánamaðkamorð sem fram fóru, greyin alltaf undir stunguskóflunni.
ps. myndir kannski seinna, síminn að gera mig klikkaða síðan ég breytti google lykilorðinu og vill ekkert fyrir mig gera.

jú hér koma myndirnar frá þessu ári úr garðinumGarðurinn 2014

Engin ummæli:

Skrifa ummæli