Ég hef einsett mér að skrifa hér þegar við við förum út að njót menningar. Núna hafa annir valdið því að skýrslugerð/blogg hefur orðið útundan. En á meðan ég man þá fórum við Magga á Carmen 10. nóvember. Stór og flott sýning og dásamlegir söngvarar, samt vantaði eitthvað, Carmen (Sesselja Kristjánsdóttir) ekki nógu tælandi, söng mjög vel fágað og stillt en Carmen á eiginlega ekki að vera þannig. Nautabaninn (Hrólfur Sæmundsson) of stífur. Nú veit maður ekki hvort þetta er leikstjórnin eða hvort það að vera uppi á 2, svölum tekur af, maður sér ekki almennilega svipbrigði þar. Allavega góð sýning en ekki mjög eftriminnileg.
Svo fórum við Gunnar að sjá Sveinsstykki í Þjóleikhúsinu. Frábær sýning um það eiginlega að láta tækifærin renna sér úr greipum og vera of stilltur og bíða eftir að hlutirnir gerist. Gunnar allavega pikkaði það út og sendi mér sneið, þar sem mér hættir til að vera of stillt meðan hann fer sínar eigin leiðir og grípur öll tækifæri opnum höndum. Ég hef nú breyst pínu og næsta er að taka Arnar Jónsson til fyrirmyndar sem fór á kostum í sýningunni og geta farið kollhnís aftur á bak á sjötugsafmælinu !
Síður
▼
mánudagur, nóvember 25, 2013
sunnudagur, nóvember 10, 2013
Sláturgerð 2013
Mig fór að langa í heimagert slátur núna í haust og viðraði það við systur mínar hvort við ættum ekki að skella okkur í að gera smá. Það hlaut litlar undirtektir en Silla vinkona bauð sig fram. Það eru nú líka nokkuð fleirri ástæður til að taka slátur. Þetta er afskaplega ódýr matur og vinnubrögð sem vert er að falli ekki í gleymskunar dá. Þegar ég fór að reyna að rifja upp held ég að ég hafi bara einu sinni tekið slátur frá því við Gunnar kynntumst 2002 og við Silla þurftum stundum að grafa djúpt hvernig best væri nú að gera hlutina. Skemmtilegt líka svona bauk að mæður manns verða tíðræddar, held ég hafi sagt "mamma gerði svona og mamma gerði hins veginn" nokkur tugum skipta.
Allavega til minnis fyrir okkur þá er skýrslan svona:
Við keyptum svið og sáum að það er ekkert vit í því nema meiningin sé að búa til sviðasultu, munar svo til engu að kaupa soðna kjamma í Nóatúni.
Við keyptum 11 lifrar, og 8 vambir sem dugðu ekki í þær. Keypti líka 1 blóð en það bíður í frystinum. Gæti endað í ruslinu....
Heildarkostnaður við lifrapylsuna var 5642 kr og úr urðu 50 keppir svo hver er á 113 kr. plús auðvitað vinna og fyrirhöfn.
Vinnan var töluverð við vorum allan daginn að, fengum vambirnar óhreinar og þurftum að byrja á að verka þær. Það er örugglega heillaráð eins og mamma gerði að þrífa og sníða vambir einn daginn og laga og fylla keppi þann næsta.
Myndirnar tala mikið sínu máli. Við sniðum hverja vömb í 5 keppi og notuðum 4 kg af mör þar sem áttu að vera 5,3 og það kemur bara vel út.
Lifrarnar þarf að skera í bita sem komast í hakkavélina og skera úr stærstu sinar og æðar, taka himnurnar af nýrunum og meiri hlutann af þessu hvíta innanúr. Svo er bara að blanda öllu saman og hræra vel, mátuleg þykkt er þegar sleifin rétt stendur í blöndunni.
Svo þarf að passa að setja ekki of mikið í hvern kepp en þar vorum við Silla reynar ekki alltaf sammála, sauma svo fyrir, pikka vel með nálinni og þerra áður en keppnum er skellt í poka og frysti eða bara beint í pottinn eins og við gerðum.
Uppskrift að lifrapylsu:
450 g lifur, hökkuð
2 nýru hökkuð
200 gr haframjöl
300 gr rúgmjöl
3 dl mjólk
1/2 msk salt
400 gr mör (má vera minna en passa ekki of lítið.)
Það var ekki í mömmu uppskrift en hljómaði vel svo við bættum við hálfum nautatening í hverja uppskrift, leystum þá bara upp í smá vatni og bættum út í en minnkuðum saltið aðeins á móti.
Ég á örugglega eftir að gera þetta aftur, líkaði afskaplega vel hjá mömmu hans Gunnars, var svo með pabba, Pétur og Krumma í mat um daginn þar sem hver var öðrum hamingjusamari og rumdu og stundu af ánægju.
Allavega til minnis fyrir okkur þá er skýrslan svona:
Við keyptum svið og sáum að það er ekkert vit í því nema meiningin sé að búa til sviðasultu, munar svo til engu að kaupa soðna kjamma í Nóatúni.
Við keyptum 11 lifrar, og 8 vambir sem dugðu ekki í þær. Keypti líka 1 blóð en það bíður í frystinum. Gæti endað í ruslinu....
Heildarkostnaður við lifrapylsuna var 5642 kr og úr urðu 50 keppir svo hver er á 113 kr. plús auðvitað vinna og fyrirhöfn.
Vinnan var töluverð við vorum allan daginn að, fengum vambirnar óhreinar og þurftum að byrja á að verka þær. Það er örugglega heillaráð eins og mamma gerði að þrífa og sníða vambir einn daginn og laga og fylla keppi þann næsta.
Myndirnar tala mikið sínu máli. Við sniðum hverja vömb í 5 keppi og notuðum 4 kg af mör þar sem áttu að vera 5,3 og það kemur bara vel út.
Lifrarnar þarf að skera í bita sem komast í hakkavélina og skera úr stærstu sinar og æðar, taka himnurnar af nýrunum og meiri hlutann af þessu hvíta innanúr. Svo er bara að blanda öllu saman og hræra vel, mátuleg þykkt er þegar sleifin rétt stendur í blöndunni.
Svo þarf að passa að setja ekki of mikið í hvern kepp en þar vorum við Silla reynar ekki alltaf sammála, sauma svo fyrir, pikka vel með nálinni og þerra áður en keppnum er skellt í poka og frysti eða bara beint í pottinn eins og við gerðum.
Uppskrift að lifrapylsu:
450 g lifur, hökkuð
2 nýru hökkuð
200 gr haframjöl
300 gr rúgmjöl
3 dl mjólk
1/2 msk salt
400 gr mör (má vera minna en passa ekki of lítið.)
Það var ekki í mömmu uppskrift en hljómaði vel svo við bættum við hálfum nautatening í hverja uppskrift, leystum þá bara upp í smá vatni og bættum út í en minnkuðum saltið aðeins á móti.
Slátur 2013 |
Englar alheimsins
Við fórum í gærkvöldi að sjá Englar alheimsins í Þjóðleikhúsinu. Gunnar velur fyrir okkur sýningarnar og mér finnst oft gaman að fara án þess að hafa heyrt nokkuð um sýninguna og geta gengið bara út í hreina óvissuna. Ég hafði ekki heyrt neitt um þessa sýningu sem slíka en bæði lesið bókina fyrir ævalöngu og séð myndina. Meira segja farið í svokallaða Englaferð með þáverandi samstarfskonu minni Steinnunni Njálsdóttur og nemendum okkar. Það var árviss ferð hjá henni, nemendur lásu bókina og stúderuðu í íslenskunáminu og svo var farið í ferð um söguslóðir, Kleppur, Landspítalinn og hádegisverður á Grillinu þar sem Einar Már kom og talaði við nemendur og svaraði spurningum. Ég þekki því söguna mjög vel en hafði ekki reynt að gera mér í hugarlund hvernig sviðsetningin yrði.
Leiðin sem farin er í sýningunni er mjög flott og svínvirkaði, áhorfendur sogast inn í hugarheim Páls, ramba á mörkum raunveruleikans og geðveikinnar. Sýningin er ágeng, subbuleg og kraftmikil, svona sýning sem á eftir að lifa með manni. Sífellt var manni komið á óvart og oft jaðrað við að vera þátttökuleikhús. Atli Rafn Sigurðarson í aðalhlutverkinu var frábær, kraftmikill, trúverðulegur. Tónlistin skipar mikivægan sess, var notuð til að draga fram hughrif, bera söguna á köflum og skapa stemmingu.
Frábær hugmynd að nota bíómyndina sem allir þekkja og kallast á við hana í staðin fyrir að hundsa hana eða stæla.
Nú fletti ég upp dómum og sé að ég er ekki ein að vera hrifin.
http://www.leikhusid.is/Syningar/leikarid-2012-2013/syning/1199/englar-alheimsins
Leiðin sem farin er í sýningunni er mjög flott og svínvirkaði, áhorfendur sogast inn í hugarheim Páls, ramba á mörkum raunveruleikans og geðveikinnar. Sýningin er ágeng, subbuleg og kraftmikil, svona sýning sem á eftir að lifa með manni. Sífellt var manni komið á óvart og oft jaðrað við að vera þátttökuleikhús. Atli Rafn Sigurðarson í aðalhlutverkinu var frábær, kraftmikill, trúverðulegur. Tónlistin skipar mikivægan sess, var notuð til að draga fram hughrif, bera söguna á köflum og skapa stemmingu.
Frábær hugmynd að nota bíómyndina sem allir þekkja og kallast á við hana í staðin fyrir að hundsa hana eða stæla.
Nú fletti ég upp dómum og sé að ég er ekki ein að vera hrifin.
http://www.leikhusid.is/Syningar/leikarid-2012-2013/syning/1199/englar-alheimsins