Síður

þriðjudagur, júlí 02, 2013

Lake district and Manchester

jæja þá erum við Gunnar farin saman af stað í útskriftarferð/frí til Englands.

Fluginu okkar út var seinkað um tvo tíma sem við vorum bara hamingjusöm því þá gátum við sofið aðeins lengur. Við byrjuðum nú daginn á undarlegan hátt, mun allavega mörgum finnast en við ákváðum að bjóða tveim couchsurferum að vera í húsinu okkar í tvær nætur. Þau eru þýsk, búin að vera á ferðalagi í 11 mánuði og búin að blogga um allt ferðalagið. Þegar við lentum í Manchester fengum við glænýja ford Fiestu til leigu, Gunnar hafði gleymt ökuskírteininu sínu svo ég sé um aksturinn í þessari ferð.
Við fórum beint inn í miðborg Manchester og keyptum jakkaföt á Gunnar sem vill vera fínn í útskriftinni. Ég var búin að panta tvo kjóla og Hulda kemur með þá þegar við hittumst.

Keyrðum í dag góðan hring frá Keswick sem er við Derwent upp skarðið, ís í Buttermere og svo áfram hringinn í kringum fjallið á kortinu.


 Landsslagið sem oft á tíðum minnir á Ísland en er samt svo ólíkt Íslandi. Sumar sömu plönturnar, burknar og fingurbjargarblóm eins og ég er með í garðinum. Blóðbert og fífur en svo fullt af öðru sem ég þekki ekki. Svo ekki sé talað um trén. Við gengum í dag inni í skógi það er nú eiginlega blekking þessir skógar, þeir eru bara grænir efst og í jöðrunum allavega í þessum voru trén aðframkomin og hálfhrinin, mjög grönn og vögguðu ískyggilega. Mér gekk alveg ágætlega að venjast því að keyra aftur á vinstri hlutanum, en samt ansi snúið að keyra í dag þar sem vegurinn var rosalega mjór á köflum og svo stoppaði ég í brekku þar sem hallinn var mjög mikill og átti í erfiðleikum með að taka af stað aftur. En uppi á fjallaskraðinu er mikil náma af flögusteinum (slate) Honister Slate Mine við stoppuðum þar og gengum eftri gömlum brautateinum. Situm núna á The Inn at Keswick þar sem við gistum með rauðvínsglas, vorum að klára fínan kvöldverð og erum með tölvu og ipad uppi við þar sem netið virkar eiginlega ekki uppi á herberginu sem er með hallandi gólf og gluggasæti, eina og Hulda kallaði það character eins og þeir gera á vefsíðu hótelsins :) . Hér eru allar myndirnar frá deginum
2013 07 Lake district

Engin ummæli:

Skrifa ummæli