EDEN Oslo |
Síður
▼
mánudagur, júní 24, 2013
EDEN Oslo
Annar hluti ferðar minnar í Júní var að fara á EDEN ráðstefnuna Joy of Learning í Oslo EDEN stendur fyrir European Distance and E-Learning Network svo ráðstefnan var um allskonar notkun á upplýsingatækni við kennslu, mest samt á háskóla og framhaldsskólastigi. Ég var þarna að kynna þetta veggspjald frá Menntamiðju
Ég kynnti veggspjaldið fyrir öfráum því miður, kynningunni var illa stýrt, ég fékk ekki spurningar sem myndu gagnast okkur við rannsóknina sem við erum að vinna í kringum Torg og Menntamiðlu. Áheyrendur höfðu miklu meiri áhuga á starfsemi torgana og nokkrar spurningar um frumkvæði og fjármögnun þeirra.
Þetta er risaráðstefna og ég fór á marga fróðlega fyrirlestra og vinnustofur.
Annars var ráðstefnan skemmtileg, stóru málefnin virðast vera:
Mooc, hvað eru þau, til hvers eru þau, eru þau kannski bara upprennandi peningavélar, hver verður framtíð háskólagráða, mun verða þörf á þeim, ungt fólk er í auknum mæli að afla sér sjálft þekkingar eftir óhefðbundnum leiðum heyrði ég sagt en ekki fært fyrir því nein gögn.
Upplýsingatækni og kennsluhættir: kennarar hafa ekki TPCK, eru ekki þjálfaðir, .... en ég var að verða svolítið pirruð á þessu, var ekki þarna saman komin hópurinn sem ætti að vera að safna saman tækni-kennslufræði og koma henni á framfæri við vettvang ?? Mér er spurn en engin svör.
Svo var svona rokkstjörnufílingur þegar aðalfyrirlesararnir voru Sir Ken Robinson í gegnum fjarfundarbúnað og Sugata Mitra. Fyndið samt að eftir allt klappið sem þeir fengu voru spurningarnar sem þeir fengu beittar og svo heyrði maður allskonar gagnrýni á hugmyndir þeirra.
Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Oslo í Blindern kampusnum, í nýlegu og fínu húsi en svo fyndið að rétt fyrir utan það var bjalkakofi og bæði kvöldin voru þar stúdentar að grilla boragara fá sér bjór og ábyggilega að halda upp á próflok.
Oslo er skemmtileg og ráðstefnukvöldverðurinn var í herklúbb, Oslo Militære Samfunds Selskaps- og Konferanselokaler þar sem maturinn var frábær og þjónustan með hernaðarlegri nákvæmni, þjónarnir stilltu sér upp við borðsendana með vínflöskur eða mat og fóru svo saman af stað til að skenkja eins og marserandi herdeild. Maturinn á diskum með gyllingu og silfurhnífapor á hvítum damaskdúkum. Gerist ekki flottara enda kóngurinn í klúbbnum og málverk af kóngum upp um alla veggi.
Hér eru myndirnar mínar frá Oslo.
Ég var hagsýn í þessari ferð og í Oslo gisti ég hjá henni Bergþóru sem er dýralæknir, fyrrverandi nemandi minn og dóttir vinkonu minnar. Mikið gaman að hitta hana og spjalla eina kvöldstund en hún er búin að búa í Oslo frá því hún hóf nám þar 2007 sem nú er lokið og daginn eftir að ég fór flutti hún sunnar til að hefja störf á stofu. Takk fyrir mig Bergþóra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli