Dagur 8 Leeds |
Síður
▼
sunnudagur, júlí 14, 2013
Dagur 8 Bakewell til Leeds
Dagur 8
Yfirgáfum Bakewell í dag. Fórum fyrst á markað og ég keypti eitt og annað, veski, crocs, derhúfu. Keyrðum yfir fjöllin og til Leeds. Hulda systir er alltaf jafn pirruð og keyra í Leeds en var ánægð með leiðsögn frá okkur. Ég hafði valið hótel og annað miðað við að þurfa að ganga sem minnst svo við vorum á Premier Inn nýja við nýja first direct arena tónleikahöllin en bæði opnaði bara núna í vetur. Mjög huggulegt og fínn morgunmatur á hótelinu en við furðum okkur á því að við vorum bæði með baðherbergi fyrir fatlaða? Fórum og náðum í jakkafötin sem Gunnar verslaði í Manchester og 5 skyrtur. Fórum eins og fína fólkið í Harvey Nichols í YO-sushi, mikið gaman og góður matur. Svo var steðjað á Weatherspoons í Millenium square til að hitta Leeds skólafélaga, drukkinn cider og snætt eitthvað smá. Arthur frá Brasilíu og Marina konan hans komu, Emma frá Liverpool og Lasse maðurinn hennar komu og annað par vinir Arthurs því hann var að fara til Brasilíu næsta dag. Svo snemma í háttinn til að búa sig undir stóra daginn. Því miður gleymdist alveg að taka myndir af þeirri samkomu, en hér eru nokkrar frá deginum (smellið á myndina fyrir fleirri myndir)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli