Síður

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Glöð að hafa tekið þátt í Olweus verkefninu, hvers vegna ? Fullt af reynslu í vinnslu með stór talnasöfn, kannski ekki flókin greining en nóg til að koma að gagni við að skilja hvernig svona stórar kannanir virka. Annars átti ég fund með leiðbeinendunum í gær og þau rifu í sig uppkastið að spurningalistanum mínum svo enn slatti eftir af því verkefni.

Held ég þurfi líka að segja hvað ég er ótrúlega heppin, ég er alveg orðin fordekruð, er keyrð í skólann, svo er verslað fyrir mig og eldað og ég þarf bara að halda mér að verki við námið. Lucky me :) Takk, takk, takk, takk, takk Gunnar minn :)

2 ummæli:

  1. Gæti alveg þegið svona dekur :) Bara það að þurfa ekki að ákveða hvað á að vera í matinn einn dag væri gott, þú ert ferlega heppin :)Annars var ég að byrja að versla jólamatinn fyrir okkur áðan, ágætt að vera svona að tína inn smám saman :)
    kv.
    Magga P

    SvaraEyða
  2. Jabb aldeylis. Getur Gunnar ekki kennt Les hvernig á að gera. Ég var að kalla hann slæman húsálf í gær vegna þess að hann er alltaf að sofna á sófanum yfir sjónvarpinu á meðan hann á að vera að gera störfin sín. Hann leit á mig með hvílíkum hrylling í augunum þegar ég var að reyna að útskýra fyrir honum að það væri takki á sjónvarpinu sem slekkur á því. Er enn að jafna sig á þessu.
    Hx

    SvaraEyða