Ég var að hafa áhyggjur af því að ég væri ekki að læra nóg aðferðarfræði í fyrravetur, en ég get steinhætt því, hugsa ekki um annað þessa dagana, hef gefið aðalefninu smá frí og er núna að einbeita mér að tveimur ritgerðum sem á að skila í janúar, vil vera komin vel á veg með þær áður en ég fer til Íslands. Svo bætti ég við mig að mæta í tíma í öðrum áfanga sem er um meðferð og greiningu gagna, það var sko rétt ákvörðun þó það væri ekki nema vegna þess að í tímanum eru bara doktorsnemar sem flestir eru búinir með sína gagnasöfnun og sum eru það sem ég myndi kalla "scarily smart" og maður lærir eiginlega meira af þeim en kennaranum. Erum líka að læra á hugbúnað til gagnagreiningar.
Gunnar Halldór er orðinn norskur, allavega fór hann í klippingu í gær og sagði rakaranum að hann væri norskur, nennti hreinlega ekki að fara í gegnum alla umræðuna um kreppu og læti.
Það besta sem þú getur gert er að koma þér upp góðu tengslaneti annarra doktorsnema, algjörlega ómetanlegt.
SvaraEyðaÉg myndi örugglega vera norsk eða færeysk á erlendri grundu að miðað við allar frásagnirnar af hálfgerðum ofsóknum á íslendinga í erlendum flugstöðum : (
kv. Gerður