Síður

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Computer says NO
Eins og flest ykkar vitið þá fljúgum við ávalt heim í gegnum Manchester því það er ekki nema klukkutími frá Leeds á flugvöllinn. Þá kemur eingöngu eitt flugfélag til greina sem flýgur þangað á mánudögum og föstudögum, JÁ rétt hjá ykkur, þaaaaað er Icelandair / FlugLEIÐIR.
Svava keypti sinn miða í ágúst en ég fyrir nokkrum vikum. Áætlun Svövu er 12 desember til Íslands og 12 janúar til Englands aftur (hún þarf að vinna á Íslandi vegna doktorsritgerðarinnar), en áætlun mín er 22 des. til Íslands og 5 janúar aftur út. Núnú við fáum boð um að hringja á skrifstofu Icelandair í ákveðna konu (segjum Anna) þar vegna þess að búið væri að fella niður flugið þann 12 desember. Þannig að ég hringdi í gær og “fékk” að hlusta á tónlist í rúman hálftíma og bað síðan um að “Anna” hringdi í mig, vegna þess að mér var sagt að hún væir upptekin. Núnú ekkert gerðis þann daginn, nema hvað að ég gaf aftur upp símanúmerið mitt eftir hina “lögbundnu tónlistarhlustun”. Í dag var ég orðinn svolítið fúll vegna þessa og hringdi aftur og fékk “eyrnanauðgun” og síðan samband við starfsmann sem sagði mér að Anna kæmi klukkan 1100 OG þá kæmi hún til með að hringja, eftir hádegi var ég orðinn mikið fúll ;( og hringdi og fékk “minn skammt” í eyrað og síðan manneskju sem sagðist ætla að hringja STRAX í mig, en eftir smá bið og enginn hringdi (tékkaði t.d. hvort það væri ekki hægt að hringja í símann minn) þá hringdi ég í “tónlistarstöðina” og fékk síðan að tala við starfsmann sem var starfi sínu vaxinn (það sauð á karli). Svövu miða var breytt þannig að hún kemur til með að fljúga í gegnum London 13 des. (það er líka búið að fella niður flugið þann 15 des) og verður hún því að greiða fyrir lestarferð til London, því mér var tjáð að Flugleiðir greiddu EKKI. Ég spurðist þá fyrir hvort ég gæti breytt mínum miða frá 22 des í 19 des, “JÚjú það er hægt, en það kostar 65 þúsund”, breytingargjald og svona gjald og svona gjald. Ég RÆDDI það við hana hvort það væri nú ekki óréttlátt, að þegar ÞEIR fella niður flug og við verðum fyrir kostnaði, töfum og leiðindum þá greiða ÞEIR ekkert en þegar við biðjum um smá leiðréttingu í sambandi við þetta þá eigum VIÐ að greiða helling. Hún sagðist ekkert geta gert neitt því að svona væru “reglurnar”, ég sagði nú vita allt um það að þetta væri ekki spurning að tölvan segði NEI, heldur að einhver ábyrgur aðili kæmist að sanngjarni niðurstöðu.
Það fór hellings tími hjá henni í þetta, nokkur símtöl í mig og aðra, og hringdi siðan í mig og sagði hróðug að ég gæti fengi þessa breytingu fyrir 26 þús. (hmm tölvan búin að skipta um skoðun), ég þakkaði pent fyrir og sagðist eingöngu vera tilbúinn að borga breytingargjald (10 þús), þannig að ekkert varð úr þessu og ég kvaddi hana með þeim orðum að ég vonaðist að Hannes Smárason fengi áfram gjaldfrjálsa farmiða með Icelandair, hann ætti það svo sannarlega skilið.
Kveðja
Gunnar Halldór

PS
Þetta vídeó er gott áður en maður ræðir við starfsfólk tónlistar-flugfélagsins;

3 ummæli:

  1. Ég samhryggist þér vegna samskipta þinna við flugfélagið, ég var að koma frá Stokkhólmi um daginn og átti að lenda í Kef. um níu um kvöldið. Laugardagurinn var planaður vinnudagur við undirbúing kennslu og annað. Fluginu seinkaði svo mikið að ég lenti ekki fyrr en upp úr tvö um nóttina, þurfti svo að bíða einn og hálfan tíma eftir farangri sem kom svo aldrei og í annari röð við að fylla út kvörtun vegna þessa. Var alveg úrvinda og henti mér í rúmmið hjá Gerði um fjögur um nóttina. Semsagt miklar tafir og dagurinn ónýtur daginn eftir. Var á rándýrum saga miða og var hent út af saga biðstofunni úti, ekki einu sinni með vatn þegar hún lokaði. Ábyrgð flugfélagsins??? eitt símtal og samloka sem ég þáði hvorugt, á síma og var ekki svöng

    SvaraEyða
  2. Þetta er nú meira skítakompaníið... usss ég myndi bara dissa þá og taka Express ; )
    kv. Gerður

    SvaraEyða
  3. því miður er ekkert mikið lægra verð hjá þeim og lágt þjónustustig.

    SvaraEyða