Síður

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Afmæli í ágúst.


Til hamingju með afmælið Iðunn systir, ekki nóg með það að hafa átt afmæli í gær þá skellti hún sér á Bifröst í skóla, er búin að vera að mjólka inn einingar í FS í gegnum árin en nú er sko kominn tími á næsta stig. Óska þér góðs gengis og býð þig velkomna í hóp háskólanema :)
Gerður systir hamast við að klárast sína mastersgráðu nú í september og ég rembist við að lesa, nóg að gera hjá skólakonum.
Nú er afmælisvertíðin sem sagt að byrja í okkar fjölskyldu, sniðugt hvernig þetta er allt á einum árstíma, Soffía byrjaði 2. ágúst, svo Óðinn þann. 10 og er núna orðinn 13 ára, þau fermast 3 núna í vor systrabörn mín, orðið stórt þetta lið. Já og vo eigum við öll afmæli á sjö mánuðum. Bara mágar mínir sem brjóta upp mynstrið og eru í Júní. (verð líka að viðurkenna að ég get ekki fyrir mitt litla líf munað afmælisdaginn hennar Röggu mágkonu en finns það endilega vera einhverntímann um haustið, hressið upp á minnið mitt endilega)





Well, endurheimti bóndann á fimmtudagskvöldið ósköp verður það nú notalegt.
Grasekkjan kveður í bili.

ps. er búin að kaupa mér miða verð á klakanum 12. des - 12. jan.

4 ummæli:

  1. hej søs min hustru har fødselsdag den 27 september, som du huskede om efteråret.

    SvaraEyða
  2. Thank you dear brother, I will now write it in a safe place or commit to memory :)

    SvaraEyða
  3. Hæ og hó já það er bara fjör, þú rétt missir af afmælinu mínu 11. des : )
    Þetta verða flott jól og áramót, allir á landinu nema Hulda sys verðum við ekki að pína hana til að koma líka ?
    kv. Gerður

    SvaraEyða
  4. Kemst ekki þessi Jól. Er hvílíkt búin að eyða öllum fríunum mínum. En mæti aftur á skerið í lok Nóvember.

    Hulda x

    SvaraEyða