Síður

laugardagur, ágúst 30, 2008


Búin að endurheimta bóndann, og við drifum okkur bara eftir skyndihugettu að sjá Evitu í Grandtheater, þetta var farsýning frá West End og bara alveg svakalega góð sérstaklega sú sem söng aðalhlutverkið. Við löbbuðum bara niður í bæ, eftir sýning fórum við á Indverskan og svo var veðrið svo dásamlegt að við bara gengum heim aftur, ekki amalegt að vera svona nálægt miðbænum.
Annars er ég með tvö lög í uppáhaldi þessa dagana, hvorugt úr Evitu, annað er með Hönsu og Ragnhildi Gísla Perlukafaradúettinn eftir Bizet, og svo hlær Gunnar að mér að fíla Pál Rósinkrans syngja þetta lag því Katie Melua, sem mér finnst eiginlega of væmin, "á" eiginlega þetta lag en svona er þetta bara.
Svona gerir Páll þetta, en Katie svona, hvað finnst ykkur ? Lagið er allavega gott.

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Teljarar

Við erum núna búin að vera með teljara á síðunni í næstum ár. Ferlega gaman að fylgjast með umferðinni og heldur manni við efnið að skrifa stundum eitthvað.
Gestir samtals eru orðnir 3022, við sjáum að þetta eru mest sömu ip tölurnar og þekkjum orðið vini og vandamenn. Svo detta inn skrýtnir gestir í gegnum leitarsíður, í morgun kom einn frá Kína var að leita á google á nafni á klaustri í Tíbet sem við höfðum heimsótt, ekki góðar upplýsingar fyrir hann á íslensku. Leitarorðið sem skilar flestum gestum er Tenerife.
Mánudagar fá flesta gesti og gestir eru flestir milli 9 og 10 á kvöldin, sem þýðir að ég ætti að tryggja á sunnudagskvöldum að skella inn helgarpistli :) Well er á leiðinni á bókasafnið tek strætó, rán um hábjartan dag að borga bílastæðagjöld, svo er kóræfing í kvöld :)

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Afmæli í ágúst.


Til hamingju með afmælið Iðunn systir, ekki nóg með það að hafa átt afmæli í gær þá skellti hún sér á Bifröst í skóla, er búin að vera að mjólka inn einingar í FS í gegnum árin en nú er sko kominn tími á næsta stig. Óska þér góðs gengis og býð þig velkomna í hóp háskólanema :)
Gerður systir hamast við að klárast sína mastersgráðu nú í september og ég rembist við að lesa, nóg að gera hjá skólakonum.
Nú er afmælisvertíðin sem sagt að byrja í okkar fjölskyldu, sniðugt hvernig þetta er allt á einum árstíma, Soffía byrjaði 2. ágúst, svo Óðinn þann. 10 og er núna orðinn 13 ára, þau fermast 3 núna í vor systrabörn mín, orðið stórt þetta lið. Já og vo eigum við öll afmæli á sjö mánuðum. Bara mágar mínir sem brjóta upp mynstrið og eru í Júní. (verð líka að viðurkenna að ég get ekki fyrir mitt litla líf munað afmælisdaginn hennar Röggu mágkonu en finns það endilega vera einhverntímann um haustið, hressið upp á minnið mitt endilega)





Well, endurheimti bóndann á fimmtudagskvöldið ósköp verður það nú notalegt.
Grasekkjan kveður í bili.

ps. er búin að kaupa mér miða verð á klakanum 12. des - 12. jan.

þriðjudagur, ágúst 19, 2008


Of mikið af kóngulóm, það er búin að vera vætusöm tíð og þá.... koma kóngulærnar inn, ég er nú ekki mikil skræfa þegar pöddur eru annars vegar en stórar hlaupandi ..... argh það er of mikið svona nálægt manni, bara í dag var ein í baðinu, ein í ferðatöskunni þar sem ég var að leita að hvítu blússunni sem ég ætla að vera í á tónleikunum, og ein bara á elhúsgólfinu. Vona að þetta sé einsdæmi.
Tónleikarnir já, ég fann svona sumarkór held ég hafi verið búin að segja frá því en allavega erum að æfa 'feel the spirit' safn af gospel sálum útsettum af John Rutter og the Crucifixion eftir John Stainer, bara gaman en hjálpi mér hvað ég er dottin úr æfingu, alger haugur leyfa mér að detta svona úr þjálfun en reyndar verið að dunda annað.
Fékk verkefnið til baka sem ég skilaði í júlí, fékk 63 bara fín einkunn.

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Á ég ekki bara að sýna ykkur mynd af fallegu blómi ? Eða hverfinu þar sem við búum ?

Núna þegar við búum í þéttbýlinu, þá skilur maður alla þessa almenningsgarða. Fórum um daginn í göngutúr og tókum fullt af blómamyndum.
Ekkert að frétta, er bara heima að lesa og alveg agalega erfitt að halda sér að verki. Bjargar mér að fara út og hitta stelpurnar sem eru reyndar að týna tölunni, farnar heim til Oman, Turcs og Caicos, Kanada ......... sumar búnar að klára og sumir ætla að klára að skrifa heima. Hér eru nokkrar myndir af Leedsvinkonum.
Gunnar var úti á sjó síðast þegar ég talaði við hann búinn að fá 800 kg af ufsa og nokkra golþorska.

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Home alone................

Jæja nú hafa skipast veður í lofti, báðir karlarnir mínir flognir á burt.

Jón fór í gærkvöldi, bara kátur að fara að hitta vinina og kærustuna, búinn að fá nóg af að hanga hér, held að hann hafi samt notið þess að slappa rækilega af.

Bjössi trillukarl í Noregi, vinur Gunnars bauð honum í heimsókn að taka þátt í að fanga eina ufsagöngu eða svo, svo hann verður sjómaður næstu tvær vikurnar.

laugardagur, ágúst 02, 2008

Dagarnir fljúga hjá núna þó það sé ekki beint mikið að gera. Við enduðum á að vera í Grimsby fram á mánudag því bílgreyið var víst svo ryðgað að neðan að Les þurfti að sjóða fullt undir hann. Ekki slæmt að eiga mág sem getur reddað svona fyrir mann.
Við erum búin að kaupa og kaupa stöff, það þarf víst þegar maður flytur úr húsi fullu af græjum og í tómt hús. Listinn er svona núna:
þvottavél 60
rúm fyrir gestaherbergi 40
rúm fyrir okkur 200
teketill og brauðrist 24
lök og dýnuhlíf og ruslatunna og skrifborð og uppþvottagrind ofl. ca 50
vorum hagkvæm í innkaupum og keyptum stóru hlutina notaða en í fínu standi.

Er núna búin að skila rannsóknaráætlun og formlegri umsókn er annars lítið að gera í náminu þarf að fara að koma mér í gang aftur.

Íbúðin mín á Hringbrautinni er laus ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa eða leigja........

Jón er enn hér, á rúma viku eftir, hann lætur sig hafa þessa útlegð, spilar World of Warcraft og horfir á sjónvarp. Við fórum í gærkvöldi að sjá The Dark Knight, skrítin mynd dark og gloomy miðað við svona hetjumynd.

C U Svava