Krakkar í heimsókn
Lítið um blogg núna, búið að vera mikið að gera eða kannski erill.
Bergþóra hefur nú lokið skólagöngu í Leeds, búin að kveðja alla og fékk frábærar umsagnir frá kennara og skólastjóra, líka dásamleg kort frá bekkjarfélögum þar sem stelpurnar tala um bros og létta lund en strákarnir um hæfileika hennar í tæklingum !
Pétur er kominn og farinn. Ég fór með stóra liðið í Alton Towers, stóran tívolígarð með klikkuðum tækjum og fallegu umhverfi, þau keyptu sér hraðpassa til að komast örugglega í öl klikkuðu tækin. Ég prófaði eitt svona sakleysislegt og æpti allan tímann og sá ekkert fyrir hárinu sem fór fyrir andlitið á mér svo það var nóg fyrir mig þann daginn, las bara bók og skoðaði umhverfið í rigningunni.
Það er búið að taka eina verslunarrispu á mann, Jóni sagðist mest yfir því að fá í H&M 3 hettupeysur, skyrtu, 2 armbönd og belti á verði einnar peysu sem hann keypti á ísl í vor.
Fór með stóru krakkana í Royal Armories, þau eru nú ekki beint safnatýpurnar en strákarnir voru samt imponeraðir eins og strákum ber yfir byssum og sverðum.
Já og svo skruppum við öll til Grimsby um síðustu helgi. Fengjum gott að borða eins og venjulega og skruppum á boot sale.
Hæh hæ Svava og co. Var að skoða síðuna þína alltaf gaman að kíkja í heimsókn. Hafðu það gott og gangi þér vel við flutninga. Kveðja Steinþóra (viltu senda mér línu á kiddio@mmedia.is)
SvaraEyðaHæ hæ
SvaraEyðaAlltaf sama fjörið og atorkusemin hjá ykkur. Við erum nýkomin af blautu en svaka velheppnuðu ættarmóti.
kv. Gerður