Síður

laugardagur, júlí 05, 2008

Krakkar í heimsókn

Brödrene lost og Lilja Björg flugu yfir hafið í gær og eru núna komin til Leeds. Þetta verður eitthvað skrýtið allt saman, Pétur stoppar bara í viku, Lilja í tvær og Bergþóra fer svo með henni alfarin. En Jón er komin í langa útlegð og verður með okkur í fimm vikur og fær þá heiðurinn af því að hjálpa okkur að finna nýtt húsnæði og flytja. Svo skilur hann okkur tvö eftir í kotinu.
Búið að vera dásamlegt veður núna í nokkra daga en grenjandi rigning og þungbúið í augnablikinu.

Ég er búin að skila af mér ritgerðinni sem er eini mælanleg afrasktur annarinnar. Leið svolítið eins og ég væri ekkert búin að vera að gera en þurfti svo að taka þetta allt saman fyrir formlega umsókn um flutning yfir í EdD og þá var það bara heilmikið en ekkert sem klárast vegna flutningsins. Svo er ég að vinna rannsóknaráætlunina, mikið stuð og fékk í gær þær fréttir að vegna efnisins verður annar leiðbeinandinn minn Aisha Walker, hún er prófessor i upplýsingatæknideildinni og verður örugglega styrkur af henni.

kv. Svava

Engin ummæli:

Skrifa ummæli