Aðventan byrjuð
Ég og Bergþóra fórum í skólann minn í morgun að skreyta andyrið (sjá mynd) . Við heyrum af nemendum í öðrum deildum að við erum frekar öfunduð, farið með okkur í ferðalög, haldin boð og allskonar ummhyggja sem skortir annarstaðar.
Svo fórum við í búð og ég varð bara ringluð (ringlaðri sagði Gunnar !!!!) af öllu úrvalinu, hlakka bara til að fara í Bónus og velja bara út 2 -3 tegundum í staðin fyrir 23 hér. Val á greinilega ekki vel við mig því ég skipti um skoðun á korter fresti um hvað ég ætla að skrifa í næsta verkefni.
Slapp ekki við pestina en var bara heima á fimmtudaginn sem var samt of mikið því ég missti af tíma um faglega þróun og endurmenntun.
Sí jú Svava
Engin ummæli:
Skrifa ummæli