Síður

þriðjudagur, desember 11, 2007


Skrítnir dagar og síðasta kennsluvikan í bili

Jæja nú er kennslunni að ljúka síðustu tímarnir í þessari viku þá þarf bara að bretta upp ermarnar og skrifa 8000 orð, hljómaði einu sinni agalega mikið en vandinn hjá mér er frekar hverju á að sleppa, það er að segja loks þegar ég er búin að ákveða hvað ég vil skrifa um.


Annars er nóg að gera í öðru líka, jólapartý í skólanum á föstudaginn var, allir áttu að koma með einhvern mat svo ég bakaði kleinur sem voru borðaðar með alls konar undarlegum réttum. Ég söng, Gunnar sagði að hann hefði sko heyrt að ég er ekki í æfingu vona að þetta hafi verið sæmilegt samt.


Bergþóra er búin að liggja lasin með hita og hálsbólgu alveg agalega slöpp, þá er nú gott að hafa pabba alveg til að sinna sér.


Það er orðið hundkalt hérna, hrím á bílnum í morgun, hann er samt alltaf í fríi, ég hjóla flesta daga, fór með það í yfirhalningu um daginn, stilla gíra og laga bremsur, ekki gott að vera bremslulaus hér í brekkunum hjúúúú´.... og svo sprakk daginn eftir, gaurinn í hjólabúðinni orðinn ágætis kunningi minn.


teljum held ég öll dagana þar til við förum til Íslands, komum kvöldið 21.des. Sé ykkur þá kv. Svava

3 ummæli:

  1. Það vantar jólaeyrnalokka í Heiðarskóla

    SvaraEyða
  2. Ég sé að þið þurfið að fara að komast heim til Íslands í hvíld eftir allt annríkið í ensku sveitasælunni..sund..kickboxing....
    skátarnir..kórinn...ritgerðir......skúraskrúbbaogbóna..fótboltaleikir.læra..almáttugur minn..Hvolpakrílin eru komin yfir 2kíló algjörir boltar. Fengu að fara úr kassanum sínum í fyrsta sinn um helgina, þá var tekin jólamynd af öllum hópnum og börnunum..við þurfum að nota breiðlinsu. Eruð þið ekki laus föstudaginn 28. des. til að koma til okkar í einhverjar kræsingar? Jólakveðja, Dóri og Sif

    SvaraEyða
  3. hej ertu með uppskriftina af kleinum :-))

    SvaraEyða