Síður

mánudagur, desember 31, 2007

Gleðilegt nýtt ár.
Við óskum öllum nær og fær til sjávar sveita borga og í Sandgerði gleðilegs nýs árs og farsældar.

Happy new year !!!!

We send you all our fondest wishes for a great new year and happyness for all

Svava og Gunnar Halldór






mánudagur, desember 24, 2007

Komin til Íslands

Flugið gekk vel til Íslands og erum við búin að vera á fullu í undirb. jóla m.a. með mömmu og fl. Við erum líka búin að fá þessa fínu íbúð á Sóleyjargötunni, þar sem Jón og Pétur eru líka komnir. Við fórum í bæinn í kvöld með Sillu og Herði og gengum um miðbæinn og hlusuðum á góða tónlist í Óperunni ásamt því að fara á veitingastað og bara horfa á allt fólkið og fá góðan jólafíling sem virkilega var hægt þarna á Laugarveginum.
Gaman að vera komin heim.
Það væri skemmtilegt að allir þeir sem heimsækja síðuna okkar hér kvittuðu fyrir sig undir commends hér fyrir neðan.
Gleðileg jól til allra og hafið það gott um jólin og vonandi finna allir hinn sanna jóla-anda.......................................Gunnar Halldór og Svava



föstudagur, desember 21, 2007

FARIN TIL ÍSLANDS í Jólafrí

Við erum nánast búin að pakka og ætlum að fara að setja töskurnar inn í bílinn og keyra á flugvöllinn í Manchester. Þar sem bíllinn okkar fíni mun dvelja um jólin, en ekki vorkenna honum hann mun vera á fínu bílastæði þar sem menn mun klappa honum. Við fórum síðustu innkaupaferðina niður í bæ fyrir jólin í gærkveldi og Sherelle og Shenell komu til að keðja og færa Bergþóru Sól jólagjöf og var gerð undanþága, hún fékk að taka hana strax upp. Hún var mikið ánægð með gjöfina, var reyndar búin að óska sér þess að fá svona tösku í jólagjöf.







Við hlökkum til að sjá ykkur um jól og áramót.



Lendum um miðnættið á flugvelli Lefs Eiríks.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Nú ætla ég að röfla aðeins hér, búin að röfla svo mikið í Gunnari að hann er komin með sigg á eyrun greyið. Ég keyrði á tré í dag :( eða þannig var búin að hringsóla í kringum háskólann í 40 mínútur að leita að stæði, fór svo inn á stæði sem þarf að borga 5 pund og ætlaði að troða mér í þröngt stæði og fór utan í tré................... argargarg....
Læt bara einkabílstjórann minn keyra mig og sækja í skólann þegar ég vil ekki fara á hjóli. Verð þá líklega að minnka röflið aðeins.......
Kleinur

4 bollar hveiti (400 gr)
1 bolli sykur ( 80 gr)
75 gr smjörlíki
1 tsk kardimommudropar ( ég nota alltaf vanillu smekksatriði)
1 egg
2,5 dl mjólk
1 tsk lyftiduft
1 tsk eggjaduft ( hvað er það ?)

hnoðað gerir u.þ.b. 40 stk, ég geri 3-4 falda uppskrift í einu tekur ekki að byrja fyrir minna.

Gangi þér vel Bjartur.

Reyni að vera með jólaeyrnalokka þegar ég heimsæki Heiðarskóla.

Jólakveðja SVava

þriðjudagur, desember 11, 2007


Skrítnir dagar og síðasta kennsluvikan í bili

Jæja nú er kennslunni að ljúka síðustu tímarnir í þessari viku þá þarf bara að bretta upp ermarnar og skrifa 8000 orð, hljómaði einu sinni agalega mikið en vandinn hjá mér er frekar hverju á að sleppa, það er að segja loks þegar ég er búin að ákveða hvað ég vil skrifa um.


Annars er nóg að gera í öðru líka, jólapartý í skólanum á föstudaginn var, allir áttu að koma með einhvern mat svo ég bakaði kleinur sem voru borðaðar með alls konar undarlegum réttum. Ég söng, Gunnar sagði að hann hefði sko heyrt að ég er ekki í æfingu vona að þetta hafi verið sæmilegt samt.


Bergþóra er búin að liggja lasin með hita og hálsbólgu alveg agalega slöpp, þá er nú gott að hafa pabba alveg til að sinna sér.


Það er orðið hundkalt hérna, hrím á bílnum í morgun, hann er samt alltaf í fríi, ég hjóla flesta daga, fór með það í yfirhalningu um daginn, stilla gíra og laga bremsur, ekki gott að vera bremslulaus hér í brekkunum hjúúúú´.... og svo sprakk daginn eftir, gaurinn í hjólabúðinni orðinn ágætis kunningi minn.


teljum held ég öll dagana þar til við förum til Íslands, komum kvöldið 21.des. Sé ykkur þá kv. Svava

laugardagur, desember 01, 2007

Aðventan byrjuð
Ég og Bergþóra fórum í skólann minn í morgun að skreyta andyrið (sjá mynd) . Við heyrum af nemendum í öðrum deildum að við erum frekar öfunduð, farið með okkur í ferðalög, haldin boð og allskonar ummhyggja sem skortir annarstaðar.
Svo fórum við í búð og ég varð bara ringluð (ringlaðri sagði Gunnar !!!!) af öllu úrvalinu, hlakka bara til að fara í Bónus og velja bara út 2 -3 tegundum í staðin fyrir 23 hér. Val á greinilega ekki vel við mig því ég skipti um skoðun á korter fresti um hvað ég ætla að skrifa í næsta verkefni.
Slapp ekki við pestina en var bara heima á fimmtudaginn sem var samt of mikið því ég missti af tíma um faglega þróun og endurmenntun.
Sí jú Svava