Síður

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Magna Science and group work

Á sunnudaginn fór ég með Margaretu og Sandhyu í Magna Science Adventure Center. Gunnar og Bergþóra höfðu ætlað með en hún greyið var með magapest svo þau urðu eftir heima. Safnið var svolítið skrítið í gamalli járnvinnslu, risastórt og ískalt brrrrrrrrrrrbrbrbrrr fullt af dóti fyrir krakka að prófa og líka fróðleikur fyrir fullorðna. Við prófuðum líka allt og ef ég gefst upp kennslu get ég orðið skurðgröfustjóri ! Sýnid hvílíka hæfileika á henni.
Svo ætluðum við að borða á enskum pöpp, það varð ekki þrautalaust, fyrsti var yfrifullur, næsti seldi ekki mat en fengum voða fínt á þeim þriðja.

Í gær fór ég með tveimur að vinna hópverkefni heima hjá Jane sem er bresk og starfandi kennari hér í Leeds, hún bauð upp á ´Shepherds pie' stilton og cheddar voða gaman. Ég fór einhverja ógurlega krókaleið heim til hennar og var föst í umferðaröngþveiti tók 1 klst en renndi svo heima á 10 mínútum !

Gunnar er núna orðinn veikur, vona að ég verði ekki næst má ekkert vera að því, heilinn er núna í bleyti fyrir næstu tvö verkefni, er að lesa kringum þau.

laugardagur, nóvember 24, 2007

Veturinn kominn

Jæja, nú loksins tók ég kápuna mína í notkun enda orðið kalt og hráslagalegt úti. Fór út að dansa með Sandhyu, Miriam og Islauru stanslaust salsa og samba með rappívafi í tvo tíma og svo heim, kostnaður samtals: miði inn, 2 drykkir og stúdentarúta upp að dyrum 7,50 eða um 1000 kall.
Fórum að versla jólagjafir og föt í dag, gengur bara vel, verst held ég að ég keypti þrjár gjafir á einum stað borgaði þær og fór, vona að þær verði þar enn þegar ég fer að vitja þeirra, orðin eitthvað utan við mig á gamals aldri.
Lærði eins og berserkur undanfarinn hálfan mánuð og skilaði tveimur uppköstum í vikunni. Fyrir þá sem vilja vita þá var ég að stúdera rannsóknir á hugmyndum nemenda um varðveislu massans og áhrif þeirra á kennslu og skipulagningu hennar, og hugmyndir tveggja fræðinga um heim skóla og náttúrufræði sem sér menningarheim, og hvernig nemendum gengur að aðlagast hann að sínum daglega menningarheim. Næsta mál á dagskrá er að ákveða efni næstu verkefna og lesa og skipuleggja.

mánudagur, nóvember 19, 2007

Skátar og sund.
Ég gleymdi einu þegar ég var að telja upp hvað dugnaðarstelpan hún Bergþóra Sól tekur sér fyrir hendur á viku hverri. En semsagt á föstudagskvöldum milli 18 og 20:30 þá er hún í skátastarfi (Brownies). Hér til hliðar er hún í búningnum sínum. Það er margt skemmtilegt sem stelpurnar læra þar, og síðasta föstudagskvöld var farið í bæinn til að skoða ljósmyndasýningu og á Mcdonnald´s á eftir. Mikið fjör og mikið gaman að hennar sögn.
Þar sem það var starfsdagur í skólanum hennar í dag þá lærðum fyrst og síðan fórum við í sund. Henni hefur farið ótrúlega mikið fram á ekki lengri tíma. Við versluðum líka nýjan bol og æfingadót í klúbb-búðinni, það má nú ekki minna vera fyrir keppnina. En laugin sem hún kemur til með að keppa í 1. des. er stór og flott laug með sæti fyrir 800 áhorfendur. Hérna eru myndir frá Leeds Aquatic Centre; http://www.leeds.gov.uk/page.aspx?pageidentifier=92E3BE57BD5C06CD80256E1A00424F70; þar sem hún kemur til með að keppa fyrir City Leeds Swimming Club; http://www.swimleeds.org.uk/
Kveðja frá okkur hérna í Leeds............
Gunnar Halldór

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Velti vöngum, les og skrifa
þarf að:
- lesa hraðar
- taka lengri skorpur
- vera skipulagðari
- byrja fyrr

og hana nú....
æi gleymdi ... hætta að vera sammála öllu sem ég les

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Allt á fullu á Stanmore Grove
Stelpurnar mínar tvær eru á fullu þessa daga. Svava les og les og skrifar þess á milli. Fer á morgnanna upp í háskóla og kemur seint. Hún þarf að skila tveimur ritgerðum í næstu viku. Svo það er eins gott að halda sér við efnið. Bergþóra Sól er á fullu í sínu námi. Mætir rétt fyrir níu og er búinn klukkan korter yfir þrjú. Síðan tekur við heimanám og á sunnudögum-þriðjudögum og fimmtudögum erþað sund og kikkboxing á þriðjudögum og fimmtudögum. Bergþóra er síðan búin að vera að stúdera gamlar söngvamyndir sem hún á DVD. Fyrst var það Söngvaseiður með Julie Andrews sem var horft á 150 sinnum, síðan Annie og núna er það The wizard of OZ (Galdrakarlinn í OZ) með Judy Garland, sem horft er á lon og don, þannig að hún kann hana utanað og dansar líka með. Það er nú hægt að horfa á margar verri mynir en þessa, en hún var valin besta mynd allra tíma af American film Institute. Síðan höfum við eitthvað gott að borða um kvöldmatarleytið, nema hvað í kvöld á að panta pizzu að kröfu prinsessunnar. Þetta er svona venjulegir virkir dagar. Á meðan er ég heima að skúra skrúbba og bóna ;)
Gunnar Halldór

sunnudagur, nóvember 11, 2007


Indverskt matarboð með fjölþjóðlegum gestum

Ég fékk tvær úr skólanum í gær til að kenna mér að elda indverskan mat, svo buðum við nokkrum í viðbót svo við vorum 10. Talið frá vinstri frá Bretlandi, Kanada, Svíþjóð, Kína, Kúbu, og Indlandi. Við fórum í Tesco og keyptum inn og elduðum svo fjóra rétti og kjöftuðum mikið. Ferlega gaman. Önnur er gift þessum með trúbaninn og er þrælvön að elda en hin óvön en kom með krydd og uppskriftir með sér svo þetta var allt vel heppnað. Næst ætlum við að elda mat frá Mexíco og Kúbu.

föstudagur, nóvember 09, 2007


Góð heimsókn


Við fengum Möggu, Óðinn og Pétur í heimsókn frá fimmtudegi til mánudags. Þau komu með Huldu og Les frá Grimsby í mat á fimmtudagskvöldið. Svava eldaði kalkún með minni hjálp ;9. og það var svona jólamatsuppskrift með fyllingu og öllu sem við á.






Við fórum á The Royal Armories þar sem við gátum skoðað morðtól frá ýmsum tímum, og hvernig menn háðu stríð og svona margt álíka uppbyggilegt í því samhengi. Eins var farið í nokkra göngutúra m.a. upp á heiðar í Yorkshire Dales, hjá bænum Ilkley og í næsta nágrenni við okkur hér á Stanmore Grove, eins upp í Háskóla og svona. Eins fórum við töluðvert út að borða m.a. á uppáhalds Inderska veitingastaðinn okkar Shees Mahal og á einn Grískan veitingastað sem heitir The Olive tree, sem er líka mjög fínn. Semsagt takk fyrir heimsóknina, ávalt gaman að fá góða gesti í heimsókn. Gunnar Halldór.



Heimasíminn okkar
Síminn okkar er kominn í lag. Þetta er í annað skiptið síðan við fengum okkar þetta símanúmer, á stuttum tíma, að einhver bilun verður. Við tökum yfirleitt ekki eftir því fyrr en eftir nokkra daga, því það er nú ekki verið að hringja það oft í okkur ;). Og þegar við svo hringjum til að kvarta yfir því að það sé ekki einu sinni sónn í símanum okkar, þá er okkur sagt að það verði kíkt á þetta eftir nokkra daga klukkan þetta og þetta. Síðan er haft samband þegar búið er að koma þessu í lag og sagt að það hafi verið bilun í kassa. grrrrr þetta er nú ekki góð þjónusta......
En allaveganna þeir sem ætla að hringja í okkur, geta gert það núna og símanúmerið er: +44-113-2160191
Gunnar Halldór

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Til hamingju með 16 ára afmælið Jón

Hann Jón minn er 16 ára í dag elsku skrjóðurinn. Safnaði saman myndum af þessu tilefni sem eru hér. Það sést sko að Jón er alltaf í stuði, einhverstaðar á fleygiferð og til í að gretta sig smá. Bara flottur eða það finnst mömmunni allavega.