Síður

laugardagur, nóvember 24, 2007

Veturinn kominn

Jæja, nú loksins tók ég kápuna mína í notkun enda orðið kalt og hráslagalegt úti. Fór út að dansa með Sandhyu, Miriam og Islauru stanslaust salsa og samba með rappívafi í tvo tíma og svo heim, kostnaður samtals: miði inn, 2 drykkir og stúdentarúta upp að dyrum 7,50 eða um 1000 kall.
Fórum að versla jólagjafir og föt í dag, gengur bara vel, verst held ég að ég keypti þrjár gjafir á einum stað borgaði þær og fór, vona að þær verði þar enn þegar ég fer að vitja þeirra, orðin eitthvað utan við mig á gamals aldri.
Lærði eins og berserkur undanfarinn hálfan mánuð og skilaði tveimur uppköstum í vikunni. Fyrir þá sem vilja vita þá var ég að stúdera rannsóknir á hugmyndum nemenda um varðveislu massans og áhrif þeirra á kennslu og skipulagningu hennar, og hugmyndir tveggja fræðinga um heim skóla og náttúrufræði sem sér menningarheim, og hvernig nemendum gengur að aðlagast hann að sínum daglega menningarheim. Næsta mál á dagskrá er að ákveða efni næstu verkefna og lesa og skipuleggja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli