Síður

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Allt á fullu á Stanmore Grove
Stelpurnar mínar tvær eru á fullu þessa daga. Svava les og les og skrifar þess á milli. Fer á morgnanna upp í háskóla og kemur seint. Hún þarf að skila tveimur ritgerðum í næstu viku. Svo það er eins gott að halda sér við efnið. Bergþóra Sól er á fullu í sínu námi. Mætir rétt fyrir níu og er búinn klukkan korter yfir þrjú. Síðan tekur við heimanám og á sunnudögum-þriðjudögum og fimmtudögum erþað sund og kikkboxing á þriðjudögum og fimmtudögum. Bergþóra er síðan búin að vera að stúdera gamlar söngvamyndir sem hún á DVD. Fyrst var það Söngvaseiður með Julie Andrews sem var horft á 150 sinnum, síðan Annie og núna er það The wizard of OZ (Galdrakarlinn í OZ) með Judy Garland, sem horft er á lon og don, þannig að hún kann hana utanað og dansar líka með. Það er nú hægt að horfa á margar verri mynir en þessa, en hún var valin besta mynd allra tíma af American film Institute. Síðan höfum við eitthvað gott að borða um kvöldmatarleytið, nema hvað í kvöld á að panta pizzu að kröfu prinsessunnar. Þetta er svona venjulegir virkir dagar. Á meðan er ég heima að skúra skrúbba og bóna ;)
Gunnar Halldór

3 ummæli:

  1. GAMAN AÐ LESA SPJALLIÐ YKKAR.NÚ ÞEKKI ÉG EKKI ÞIG MÁGUR EN HLAKKAR MIKIÐ TIL AÐ SPJALLA VIÐ ÞIG.OG BERA SAMAN UPPSKRIFTIR OG BÓNAÐFERÐIR ÉG GET JAFNVEL KOMIÐ MEÐ GULLMOLA UM SKÚRINGAR AÐFERÐIR..

    DK HVEÐJA.

    SvaraEyða
  2. Sæll Gunnar gaman að heyra hvað þið unið ykkur vel. En hvernig er þetta með símann ykkar. Ég er búin að reyna reglulega að ná í ykkur síðustu þrjár vikur svona þrisvar í viku en fæ aldrei svar! Er hann enn bilaður?
    Bestu kveðjur,GP

    SvaraEyða
  3. Bjartur, já þakka þér fyrir þann vilja að deila með mér bónaðferðir ;(, en hinsvegar hefði ég ekkert á móti smá kennslu í matreiðslu, þar sem ég heyrt vel af þér látið.
    Gerður, ég verð nú bara æstur varðandi heimasíman okkar, það mætti halda að við byggjum í mið-Afríku, ekki í United Kingdom of GRATE BRITAIN.
    Gunnar Halldór

    SvaraEyða