Síður

fimmtudagur, júlí 12, 2007



Við erum komin til Grimsby í heilu lagi. Vöknuðum eldsnemma fengum dásamlega meðferð hjá Iðunni í Leifsstöð Takk fyrir okkur :)

Svo stutt og viðburðarlítið flug. Bergþóra var ofsakát að fara í lest milli flugstöðva svo það er nokkuð ljóst að við verðum að fara í lest fljótlega aftur.Leigubíllinn beið eftir okkur og ferðin tók ekki nema 3 tíma, Bergþóru fannst ferðin samt löng og lítið að sjá nema tré, vona að við íslendingar tökum þetta ekki upp að loka alla vegi af innan um manir og tré svo útsýnið verði ekkert.
Les tók á móti okkur og við bíðum nú eftir að vinnualkinn Hulda komi heim.

4 ummæli:

  1. Bara gá hvort þetta virkar kv. Svava

    SvaraEyða
  2. Áðan gerði ég anonymous en nú merki ég við other

    SvaraEyða

  3. Gott að heyra að allt gengur vel. Látið mig vita þegar að þið verðið komin með síma. Bið að heilsa Huldu og Les.
    kv. Gerður

    SvaraEyða
  4. Hæhæ! Gott að heyra að allt hefur gengið vel. Gunni láttu mig endilega heyra frá þér í sambandi við símamálið ;-/ Hafið það sem allra allra best :-) Bestu kveðjur úr Mosfellsdalnum

    SvaraEyða