Nú er komið að því
Búin að troða draslinu okkar í töskur, klára tossalistann, kveðja í bak og fyrir og förum í fyrramálið.
Náði einni jarðarför í gær, þ.e. að syngja agalegt hvað maður dettur fljótt úr æfingu, þarf að syngja meira og oftar til að halda sér í gírnum, ætti að fara að hafa tíma til þess á næstunni. Veit ekki með næsta vetur, fékk svaka pakka frá skólanum í morgun, leslistar og stundatafla. Ég sé ekki betur en að tímasóknin sé örlítil en þess meiri lestur og verkefnavinna þrátt fyrir að þetta eigi að heita kenndur master, kemur í ljós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli