aetti kannski ad baeta vid sma um matarmál. Krakkarnir eru sko ekki hrifnir af matnum hér morgunmaturinn á hótelinu er bara fínn, en teim finnst allt ödruvísi en heima og fussa og sveija.
Ádan voru tau samt i essinu sínu vid fórum á kínverskt hladbord og allir fundu eitthvad vid sitt haefi og is á eftir eins og hver og einn skammtadi sér sjálfur og allt fyrir 5,85,Evrur á mann sem losar eitthvad fimm hundrud kallinn. Ótrúlegt, krakkarnir voru ad hafa áhyggjur af tví ad stadurinn myndi ekkert graeda.
Annars finnst mér allt svo rólegt hérna lítid af fólki veitingastadirnir meira og minna hálftómir og ferlega afslappad andrúmsloft. mér fanns allt ödruvísi hér fyrir 20 árum eda kannski sé ég bara adra hluti, tá var nóttunum eytt á diskói sofid langt fram á naesta dag sólad sig og svo diskó aftur ef ég man rétt pínu ólíkt èda hvad !!!!!
Halló allir saman. Gaman að heyra að þið skemmtið ykkur öll vel og hafið það gott. Hér er ég loksing komin í frí (4 daga heila) og reyni að nýta tímann til hins ýtrasta, sat til dæmis í hálftíma til að reyna að muna hvernig á að sjóða hangikjötið. Hér er skýnandi sól en enginn hiti samt og ekki beint jólaleg. Les tuðaði mikið í gærkvöldi á leiðinn útúr Asda eftir að hafa eytt 200 pundum að við hefðum betur átt að fara erlendis, en aðeins of seint að nefna það á Þorláksmessu! Jæja best að fara að huga að jólum og draga ormana úr rúmunum sínum. Bið hjartanlega að heilsa öllum og vona að þið eigin gleðileg jól og gaman það sem eftir er af ferðinni. Ég mun halda áfram að fylgjast með blogginu þínu. Bless í bili Hulda xx
SvaraEyða