miðvikudagur, febrúar 28, 2018

Veturinn og leikhús


Ég ætla bara að henda hér til minnis smá upptalningu:


12. - 14 janúar  fórum við Magga og Gerður í bústaðinn hjá Möggu að slappa af og halda uppá 50 ára afmæli Möggu, áttum notalegar stundir, urðum veðurtepptar eina nótt og söknuðum Iðunnar sem boðaði forföll á síðustu stundu.

27. janúar  með Möggu og Ínu að sjá Ellý,



28. janúar fórum við með Gabríel og Hilmir Breka að sjá Dýrin í Hálsskógi en Guðmundur Pálmi komst ekki, var lasinn, þó hann sé nefkirtlunum fátækari síða 18. janúar


1. feb komu Hörður og Silla í mat og Pétur og þeir þrír settu upp sjónvarpið í svefnherberginu svo nú má líka glápa þar

2. febrúar ´var partý hjá  Kirkjukór Víðstaðakirkju heima hjá okkur. Sannkallaður Öskubusku-kór, allir farnir heim fyrir miðnætti eftir óhóflegar veitingar og fjörlegan söng.

9. febrúar var ég loksins viðstödd upptöku af útsvarsþætti, Hafnarfjörður og Rangárþing kepptu og Hanfarfjörður vann.  Kórfélagar voru fengnir í fjör í auglýsingahléi.

17. febrúar  fórum við í frábæran rúnt með Audrey Shih frá Taiwan sem var með mér í náminu í og kærastanaum hennar frá Leeds og keyrðum um Reykjanesið, fórum Krýsuvíkurleið og fengum súpu á Bryggjunni í Grindavík, mæli með þessu litla skemmtilega kaffihúsi. Við fengum lánaðan jeppa hjá Daða og vorum í miklu dásemdarveðri.  Tók margar myndir

Sama kvöld fórum við svo með Ástu Júlíu og Ágústi að sjá Phantom of the Opera, sem ég hafði pantað í afmælisgjöf.
Lentum svo í fínni óvæntri bógsteik þegar við skiluðum bílnum.


20. - 23. febrúar fór ég í vinnuferð til Jakobstad í Finnlandi, heimsótti leikskóla og fundaði með hópnum.  Varð alveg ástfangin af hrímuðu trjánum þar og tók fullt af myndum.

11. febrúar buðum við Bergþóra í spila afmæliskaffi en það gerði brjálað veður og öllu frestað. Nema Magga og Ína komu við enda í nágrenninu og á jeppa!  Boðið var því 24. febrúar sem hitti vel á því Anita og María voru komnar í Íslandsferð.  Þær, María, Svava Tanja, ég, Pétur og Bergþóra spiluðum fullt, pabbi og Lilja komu í kaffi. Flottur dagur.  Pétur færði mér stjaka sem hann smíðaði.

Febrúar endaði svo á því að ég fór að hitta Fimmtugar og frægar á Hjallatúni og borðuðm á Library, sem ég mæli mikið með. En áður hitti ég Guðmund og Jón og við fórum á róló með vinum Jóns.





Svo má ekki gleyma að Viktor Darri kom nokkrum sinnum í pössun.


Engin ummæli: